Akranes - 01.01.1957, Side 60

Akranes - 01.01.1957, Side 60
ANNÁLL AKPANESS GJAFIR OG GREIÐSLUR TIL BLAÐSINS, SEM ÞAfí ÞAKKAR INNILEGA. I síðasta blaði var sagt, að Þor- steinn Jóhannesson í Garði, hafi sent 100 kr., en það átti að vera 200 kr. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. sýslumaður, 400 kr., Frú Ásta Jónsdóttir, Framnesv. Rvík„ 100 kr., Jóhann Eiriksson, fræði- maður Rvik, 100 kr., Stefán Stef- ánsson, kaupm. Siglufirði, 150 kr., Friðrik I’órðarson, framkvst). Borgamesi, 200 kr., Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupm. Rvik, 100 kr., Ingólfur Flygenring, framkvstj. Hafnarfirði, 200 kr., Magnús Þór- arinsson, formaður í Rvik, 200 kr., Amgr. Fr. Bjamason, kaupm. Isafirði, 200 kr., Ásberg Sigurðs- son, framkvstj. ísafirði, 100 kr. HJÖNABÖND: 16. nóv. 56. Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Guðjón Friðbjamarson, skipstjóri, Kirkjubraut 36. 16. des.: Ungfrú Svanhildur Theódóra Valdiinarsdóttir og Karl Ágúst Ásgrimsson, bifreiðastj., Höfðabraut 10. 23. des.: Ungfrú Jóhanna Ásdís Sófusdóttir og Lúðvik Bjömsson, sjómaður, Brekkubraut 8. 29. des: Ungfrú Sigrún Erla Sigurðardóttir og Haukur Ár- mannsson, sjómaður, Stekkjar- holti 4. 23. febrúar '57: Ungfrú Erla Björgheim Rasmussen frá Fær- eyjum og Jón Leós Leósson, múr- a.anemi, Sunnubraut 30. 2. marz: Ungfrú Dóra Sif Wi- um frá Vestmannaeyjum og Hilmar Snær Hálfdánsson Sveins- sonar, iðnnemi. DÁNARDÆGUR: 10. des. '56: Þóra Sigurðardótt- ir, Akurgerði 12. Hún var fa:dd 26. marz 1880 i Litla-Lambhaga, dóttir Sigurðar smáskammtalækn- is þar Jónssonar. 23. jan. ’g7: Maria Björk Páls- dóttir, Jaðarsbraut 41, f. i6/6-’g6. Hún var jarðsett að Gilsbakka. 31. febrúar: Ásmundur Ólafs- son, áður í Göthúsum og á Upp- sölum í Hálsasveit. Ásmundur var fæddur á Leirá 4. des. 1871. Foreldrar hans: Þóra Sigurðar- dóttir og Ólafur Ásmundsson, ættaður frá Stekkjarholti á Kjal- amesi. Ásmundur var einbimi, og missti föður sinn í sjóinn skömmu eftir að hann fæddist. Hann var jarðsunginn að Reyk- holti. Var þá svo vond færð, að til Reykholts varð komizt við illan leik á ig klst. AFLAI'RETTIR. Ekki þykir taka, að gera hér grein fyrir afla á yfirstandandi vertíð, svo litill sem hann hefur verið. Er mikill bagi að þvi, en af því leiðir einnig almennt at- vinnuleysi landvinnufólks. Ekki bætir það heldur úr skák, að fram að þessu hafa engir togarar lagt liér fisk á land, svo að hrað- frystihúsin hafa ekki haft mikið að gera. Áður fyrr þótti ekki tiltökumál þótt ekki væri vinna upp á hvern dag framan af vetíð. En nú sigl- um við svo háan byr og búum við svo miklu betri kjör og aðbúnað, sem daglega kostar mikið fé, að nú þolum við i rauninni ekki margra daga iðju- eða atvinnu- leysi. ALDARMINNING BADEN-POWELLS. Þessa merka manns var nýlega minnzt um allan heim, sem eins mesta menningarfrömuðar og nytjamanns siðari tima. Hann grundvallaði merkilega heims- hreyfingu, sem hefir mikilvægt uppeldislegt gildi, og hefir áreið- anlega nii þegar unnið stór mikið gagn. Þessa minntust skátar hér með ágætri hátíð i Hótel Akranes 22. febr. Hér í bæ eru nú yfir 200 skátar, starfa þeir af miklu fjöri undir afburðagóðri forystu Páls Gislasonar sjúkrahúslæknis. — Heill fylgi störfum þeirra. IBÚÐABY GGINGA R A AKRANESI. Á s. 1. ári voru hér í byggingu 74 íbúðarhús. 73 húsanna voru úr steinsteypu og 1 úr timbri. Samtals þekja steinhúsin 7914,1 ms, en timburhúsið 93,7 m\ Rúm- tak húsanna er 33,027 m3. GUFUBAÐSTOFAN ENDURBY GGÐ. Baðstofan var mikið endurbætt á árinu sem leið. Er baðstofan vel sótt og á sjálfsagt vaxandi vin- sældum að fagna. 60 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.