Akranes - 01.01.1957, Síða 67
TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMMTUNAR
(Frh. af 2. kápusíSu).
Bréf dómsmálastjórnarinnar
til stiptamtmannsins yfir Is-
landi, um einkaleyfi til aS
brœSa lýsi úr þorskalifur til
lœkninga.
10. jan. 1866.
„í bænarskrá, sem hingað hef-
ir borist með bréfi yðar, herra
stiptamtmaður, dags. 4. nóv. f. á.,
hefir Oddut- Gislason, kandidat i
guðfræði i Reykjavik sókt um, að
sér verði veitt 10 ára einkaleyfi
til að bræða lýsi, er haft vebði til
lækninga, úr þorskalifur, með
gufu, bæði á Islandi og Færeyj-
um. Um þetta skal yður til vit-
undar gefið yður til leiðbeiningar
og til þess að þér kunngjörið það,
að beiðandanum ekki verður veitt
það, sem hann hefir sókt um“.
★
VlSUIi.
1 1.—3. tbl. 1952 eru birtar
all margar visur eftir Sigurð
Jónsson (refaskyttu á Þaravöll-
um). Eftirfarandi visa er einnig
eftir hann. Það er rikt í íslend-
ingseðlinu, að setja saman vísur
við ýms ta'kifæri. Þetta gera þeir
á öllum aldri, lærðir og ólærðir,
fátækir og rikir, og á öllum öld-
um.
Ennþá ber ég æskufjör
- og óðar fæst við glæður.
Mig ei þreytir mín lífs för
meir en hálfáttræður.
ERU MENN AÐ VERÐA
HRÆDDIR VIÐ
SJÖNV ARPIÐ?
Margir hafa lengi horft vonar-
augum til sjónvarpsins og viljað
fá að njóta þess sem allra fyrst.
Sérfræðingar i Englandi munu
nokkuð lengi hafa rannsakað ým-
isleg áhrif þessa mikla undratæk-
is. Þykjast þeir hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að sjónvarpið
hafi skaðleg áhrif á heilsu barna
þar í landi.
Augnlæknar telja vafalaust, að
mörg böm þjáist af augnveiki og
ofþreytu í augum, sem efalaust
stafi frá sjónvarpinu. Telja lækn-
ar mjög varhugavert, að böm sitji
mjög lengi eða að staðaldri við
þetta undrata'ki. En fátt er svo
með öllu illt. — Það er talið, að
í Englandi hafi sjónvarpið dregið
nokkuð úr útiveru barna.
SKAMMDEGI.
Diinmir óðum, dagar
drungalegir linipa
bera í rökkur barmi
bæn um sól og frelsi.
Kveldsins dísir kveikja
á kjmdlum, höllin ljómar,
dag í birtu dreynfir
dýrð á björtu vori,
minning gleði geymir
gull í hverju spori.
Dulvin.
SigurSur Vigfússon:
FÉTTIR I STUTTU MÁLI.
MeSan hrakviSrin stóSu yfir.
4/2 ’5 7
I.
Storð er snævi þakin,
stormur endurvakinn
eiginlega endalaust
alla tima frá í haust.
Veðrið Skagann skekur,
skjálfa byggðin tekur,
þrumugnýrinn þýtur,
þráðinn sundur slitur.
Furðuljósin fara um geim
flýja margir undan þeim.
Átján vikna umhleypingur,
öskurok og skafrenningur,
ekkert lát er enn á þessu,
Jiótt allir prestar syngi messu.
og biðji Guð um betra veður;
biða menn, en ekkert skeður.
Atvinnu og aflaleysi
er nú hér i mörgu hreysi,
en ]>að er ei tii að tala um ■
takmarkast af illviðrum.
Allir lifa eins og greifar,
enn eru talsvert miklar leifar
frá því um og eftir jól
enda fer að hækka sól.
Mörgum endist þrek og þor
þrá að aftur komi vor,
afli glæðist einnig vinna,
allir hafi nógu að sinna.
Ennjiá stormur vitlaus vælir,
verið allir lengi sælir.
4/3’ 57
II.
Engan fisk er enn að fá
aflabrögðin dauðasmá.
Veðrin eru væg og blið,
varla nokkurn tima hrið.
Austangola og aflandsvindur,
enn er hvitur fjallatindur.
Hvergi sér á dökkan dil,
djöfullegt að fara í bil,
er Jiví sjórinn eina leiðin,
enda mörg og fögur skeiðin.
Á því græðir Akraborgin,
öslar breiðu marartorgin,
flytur brauð og brennivín,
búsáhöld og margarin,
mjólk og rjóma menn og fljóð,
mörg er sending harla góð. ■
Hér er fullt af Færeyingum,
furðu margt af Norðlend-
ingum,
misjafnt er það manna val
meira J)arf, ef duga skal.
Annars mun það alveg nóg, •
ef enginn dregur bein úr sj<>.
Afli þyrfti ögn að glæðast
ekki dugar samt að hræðast.
bita á jaxl og bölva í liljóði,
burðast við að tina í sjóði,
svo menn ekki svelti i vetur,;
sem J)ó máski brugðizt getur,
aumt er að falla úr evmd og
hof,
einhvem tíma kemur vor.
Hér er vægur vinstri kaldi,;
við eruin undir ströngu valdi,
alls kyns skatta og áþjánar,
öllum lýð til skapraunar.
Bið ég yður lengi lifa,
leggst J)vi upp og hætti að skrifa.
67
AKRANES