Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 17.MAÍ2004 Fyrst og fremst 1W Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar: lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíö 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýslng- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni biaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. hfvað veist þú um Ukrainu ? 1 Hvað heitir höfuðborg Úkraínu? 2 Hversu mörgum sinnum stærra en ísland er landið? 3 Hversu margir búa í land- inu? 4 Hvaða fimm lönd liggja að Úkraínu í vestri? 5 Hvað heitir forseti lands- ins? Svör neðst á síðunni Indverjar óþolinmóðir Leiðarahöfundur Hindustan Times á Ind- landi leiðir líkur að því að kröfur Indverja til lífsgæða séu að aukast og stjórn- HindustanTimescom málamenn verði eftir kosningar að taka tiilit til þess. Þessi næstfjöl- mennasta þjóð heims muni ekki bíða róleg öllu lengur. „Fréttarásir sem senda dt allan sól- arhringinn hafa sýnt Indverjum hvernig hin- ir rfkari hafa það. Fólk vill ekki lengur umbæt- ur í einhverri fjarlægri framtíð, heldur „hér og mí“. Að sækjast eftir „umbótum með mann- úð“ er því ekki aðeins möguleiki, heldur bein- línis nauðsynlegt. Stjórnmálamenn verða að læra að góða stefnu er hægt að framkvæma með góðum árangri.“ Hviksögur Einar K. Guðfinnsson þing- maður hélt þvl fram á Al- þingi að fréttir afsamskipt- um forsætisráöherra við um- boðsmann Alþingis væru „hviksögur". Það er aö vísu ekki rétt en við fórum á hinn bóginn rangt með orðiö þegar við sögðum frá um- mælum þingmannsins; skrif- uðum það„kviksögur“. Villan er skiljanleg því stundum er skammt milli þess sem er „hvikt'/og„kvikf' og bæði orðin gefa til kynna eitthvað sem er á hreyfingu, óstöö- ugt, lifandi, ótryggt.„Hvikull“ þýðir t.d.„hverflyndur",„kvik- ur" þýðir„Hfandi",„iðandi" o.s.frv. En villa er villa þótt skiljanleg sé og við áttum aö skrifa„hviksögur“. Málið Svörvið spurningum: 1. Kíev, Kænugarður -2. Sex sinnum - 3. 49 milljónir - 4. Pólland, Slóvakía, Ungverjaland, Rúmenía, Moldavía - 5. Leóníd Kútsjma. Brýnasta viðfangsefni íslenskra stjórnmála Eg veit ekki hvað er lengi búið að spá því að nú hljóti Davíð Oddsson að fara að hætta. í fyrsta lagi íhugaði hann alvarlega að hætta strax árið 1996 og fara í forsetafram- boð. Ekki varð af því þar sem könnun gaf tii kynna að hann myndi ekki ná kjöri heldur tapa fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni. Burtséð frá því að þeir formaður Alþýðubandalagsins höfðu þá þegar ýmsa hildi háð, þá hlýtur sú niðurstaða að hafa vakið reiði Davíðs. Að tapa þannig fyrir Ólafl Ragnari - meira að segja án þess að nokkur kosning færi fram. í öðru lagi var mikið talað um að hann kynni að hætta kringum aldamótin. Svo miklar voru þær vangaveltur að einhver fótur hlýtur að hafa verið fyrir þeim, sem sagt að hann hafl sjálfur að minnsta kosti velt þeim möguleika fýrir sér. Mig rámar í að hafa sjálf- ur trúað því og jafnvel greint frá þeirri trú op- inberlega í einhverjum pistli að hann hafi ædað að hætta eftir aldamótaárið 2000; til þess að gera nýbúinn að leiða Sjálfstæðis- flokkinn í gegnum þriðju alþingiskosning- amar í röð með góðum árangri og búinn að tryggja sér sess á fullt af sögulegum frétta- myndum af forsætisráðherra íslands á árþús- undamótum að halda ræður um fortíð og framtíð. Mikið hefði nú arfleifð Davíðs í sögunni verið ólíkt glæsiiegri en nú stefnir í ef hann hefði látið verða af því að hætta þá - hafi það þá yfirleitt komið fll mála. Hann hefði nánast verið kominn hálfa leið upp á þann sess hins sögulega hálfguðs sem helstu aðdáendur hans vilja enn trúa að hann muni komast upp á. En sú von er áreiðanlega úr sögunni. í staðinn lítur út fyrir að Davíð hætti í haust - ef ekki fyrr - örþreyttur maður, rúinn trausti og vinsældum, búinn að setja þjóðfé- Iagið allt á annan endann bara til þess eins að fullnægja sínum eigin dutdungum; búinn að etja sínum eigin flokki út í forað vald- níðslu og hroka og binda framtíð fjölmargra efnilegra sjálfstæðismanna við fáránlegan framgangsmáta á ótæku frumvarpi, og heimtar af Framsóknarflokknum að hann sökkvi með sér. Þetta er vissulega synd. Það er sorglegt að horfa upp á stjómmálamann sem fyrrum hafði margt fram að færa lifa svo sjálfan sig. En jafn brýnt fyrir því. Að hann hætd. Þótt fáránlegt megi hljóma, þá er það eig- inlega brýnasta viðfangsefhi íslenskra stjóm- mála um þessar mundir. Að Davíð hættí. Svo það linni þessum ófriði öllum. Ulugijökulsson VIÐ HÉR Á DV látum okkur ekki bregða svo glatt þessa dagana, svo mikil hafa lætin verið í þjóðfélaginu síðustu misserin. Fátt kemur okkur á óvart eða úr j afnvægi. Þó verðum við að viðurkenna það að við misstum málið í nokkrar mínútur á föstu- dagskvöldið. Við höfðum reyndar fengið pata af því að hæstvirtur for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, hefði farið mikinn í viðtölum þann daginn og okkur var sagt að við ætt- um að búa okkur undir bombu. EN ÞAÐ SEM Á EFTIR K0M, í sjón- varpsfréttum, gerði okkur kjaftstopp í augnablik. Þar fór forsætisráðherra mikinn og skaut fast að forseta ís- lands. Ummæli Davíðs og síðan vina hans, Bjöms, Jóns Steinars og Stynnis vekja okkur til umhugsunar. Það er rétt að skoða rök þeirra dálít- ið nánar. „Ef einhver er vanhæfur til þess að faka a' þessu máli, þá er það Ólafur Ragnar Grímsson. Forstjóri Norðurljósa er formaður stuðnings- mannafélags Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Það hefur komið fram í fjöl- miðlum að fyrrverandi forstjóri Norðurljósa sem seldi hafí verið aðal fjárhagslegur stuðningsmaður for- setans. Það hefurkomið fram að for- setinn bauð jafnan til kvöldverðar þegar Stöð 2 var að taka lán sem fyr- irtæki úti í bæ hjá erlendum lána- stofnunum, þá var veisla á Bessa- stöðum. Dóttir forsetans vinnur hjá Baugiþannigað ef einhver er algjör- lega vanhæfur til slíkra hluta þá er Frá þvf ummæiin féitu hefur veríð dregið fram að það ema sem skrifað er um vanhæfi forsetans sé frá Óiafí Jóhann- essyni um að forsetínn sé aidrei vanhæfur. Fyrst og fremst það forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. “ Sagði Davíð. FRÁ ÞVÍ UMMÆLIN féllu hefur verið dregið fram að það eina sem skrifað er um vanhæfi forsetans sé frá Ólafi Jóhannessyni um að forsetinn sé aldrei vanhæfur. f öðru lagi að ef um hann giitu vanhæfisreglur, væru þær í takt við þær sem gilda um alþingis- menn sem snýst um að þeir eigi ekki að skipta sér af málum sem snertir þeirra persónulega fjárhag. í sam- bandi við það benti Eiríkur Tómas- son lagaprófessor á að Davíð Odds- son hefði skrifað undir með Ólafi Ragnari á lög sem afnámu skattfrelsi forsetans og varla haft áhyggjur af vanhæfi í það sinnið. Lögfræðingar efast stórkosdega um að strangari vanhæfisskilyrði geti gilt um forseta en þingmenn íyrir utan að sé þetta dregið fram, leikur vafi á um hæfi ýmissa þingmanna tO að taka fyrir hin ólíkustu mál. Þar fyrir utan snýst málskotsréttur forsetans um að skjóta málum til þjóðarinnar í þjóð- aratkvæðagreiðslu en ekki endan- lega ákvörðun um að synja lögum. ALLT ÞETTA sýnir hversu makalaus ummæli forsætisráðherrans voru. Jón Steinar studdi sinn mann og sagði Ólaf Ragnar vanhæfan þannig að handhafar forsetavalds ættu að undirrita lögin. Sumsé, Jón Steinar vill að Ólafur víki til að flutnings- maður frumvarpsins, Davíð Odds- son og einn harðasti stuðningsmað- ur hans á Alþingi, Halldór Blöndal, geti undirritað þau. Þarf að segja meira um videysuna? Bullið í Davíð Samt kom sjálfur Davíð í heimsókn! ÓSKÖP VAR GÍSLIMARTEINN STÚRINN íbragðillýs- ingu sinni á atkvæðagreiðslunni í Eurovision-keppn- inni. Eftir að I Ijós kom strax í byrjun að Jónsi gat ekki vænst margra stiga, þá hafði Gísli Marteinn allt á hornum sér og hljómaði oft og tíðum eins og gömul nöldrandi kerling - en kerlingar geta eins og menn vita verið afbáðum kynjum. Það merkilega var nefnilega að þaö var ekki að heyra neinn húmor í kvörtunum Gísla Marteins; honum virtist fúlasta al- vara. Hann kvartaði sáran undan þvl að nágranna- þjóðir á Balkanskaga skyldu hneigjast til að gefa hver annarri atkvæði en virtist telja það eðlilegt og sjálfsagt þegar t.d. var um Norðurlandaþjóðirnar að ræða. Þá seildist hann ansi langt þegar hann krafðist þess beinlínis afýmsum þjóðum aö þau greiddu Islenska laginu atkvæði. Hann sagði til dæmis með þungri ásökun í röddinni að nú væru Eystrasaltsþjóðirnar greinilega búnar að gleyma sjálfstæðisbaráttunni þegar engin atkvæði skiluðu sér frá þeim, og ætlað- ist augljóslega til þess að úr þvíað ísland hefði lýst stuðningi við þærárið 1991 bæri þeim skylda til að láta sér vel líka heldur leiðinlegt lag frá Islandi 13 árum seinna. ÞÁ ÞÓTTIH0NUM SKÍTT að Þortúgalir skyldu ekki„greiða atkvæði með maganum" og þakka fyrir saltfisk frá Islandi með atkvæð- - um tilJónsa. Þegar engin atkvæði komu frá Möltu dæsti Gísli Marteinn eitthvað um heimsins vanþakkiæti, við sem hefðum skírt vinsæla tegund afsúkkulaðikexi eftir Möltu. Sömuleiðis vildi hann að Tyrkirgæfu íslendingum at- kvæði vegna væringjanna norrænu sem störfuðu í Miklagarði fyrir meira en þúsund árum. Skemmtilegast fannst okkur samt þegar hann móðgaðist við Úkrainumenn yfir því að þeir gáfu ís- landi núll stig og þó hafði sjálfur Davlð Oddsson ver- ið þar í heimsókn. Eftir nokkra umhugsun gat hann þess þó að líklega hefðu margir fleiri komið i heimsókn til Úkraínu. Það er reyndar ekki alveg rétt. Flestir erlendir mektarmenn sneiða hjá Úkraínu vegna ömurlegs ástands þari mannréttindamálum. ALLRA EINKENNILEGAST var þó aö heyra Gísla Martein fagna því að Islendingar sjálfir hefðu gefið Tyrkjum og Grikkjum fá atkvæði því það sýndi þó aðjslenskar konur" væru að minnsta kosti ekkert að falla fyrir svona suðrænum sjar- mörum...!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.