Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17. MAl2004
Fréttir I>V
Bruni á
Eurovision-
hótelinu
Gestir á fimmstjörnu-
hótelinu Cinar í Istanbul
flúðu allir á dyr síðdegis í
gær vegna bruna er þar
kom upp. Cinar-hótelið var
hinn opinberi íverustaður
fyrir Eurovisionkeppnina
og þar bjuggu flestir þátt-
takendur auk tækni- og að-
stoðarfólks. Bruninn kom
upp um tvöleytið að staðar-
tíma og fylltust tvær hæðir
hótelsins af reyk. Engin slys
urðu þó á fólki og greiðlega
gekk að rýma hótelið og
ráða niðurlögum eldsins.
Bústaður
brann
Aðfaranótt sunnudags-
ins var kveikt í
sumarbústað við
Úlfarsfell og
mun hann hafa
brunnið til
grunna. Að sögn
lögreglunnar í Reykjavík
eru nokkrir unglingar grun-
aðir um að hafa kveikt í
sumarbústaðnum. Málið er
enn í rannsókn og í gærdag
var ekki vitað hvort um var
að ræða bústað í notkun
eða gamalt aflóga sumar-
hús en nokkur slík standa
enn á svæðinu.
Unglingar
á fylleríi
Mikill
ijöldi ung-
linga safnað-
ist saman á
Rútstúni í
Kópavogi eft-
ir lok samræmdra prófa á
laugardag. Lögregla hafði
afskipti af töluverðum hópi
þeirra vegna ölvunar og
ryskinga. Að sögn lögreglu
þurfti hún að taka áfengi af
unglingunum og hella því
niður í stríðum straumum.
Þrír voru fluttir á lögreglu-
stöðina, lögreglan keyrði
tvo þeirra heim en foreldr-
ar sóttu einn eftir upp-
hringingu frá lögreglu.
bæjarstjóri
„Það er i ýmis horn að líta
hérna í bæjarfélaginu núí
upphafí sumars. Fyrir utan
hefðbundin sumarstörfá
vegum bæjarins fergóður
tími nú í að skipuleggja hina
áriegu
gos-
lokahátlð hjá okkur i upp-
hafi næsta mánaðar. Þessi
hátið nú veröur ekki eins
vegieg og sú í fyrra enda var
þá um að ræða 30 ára af-
mæli gossins. Nú munum við
bæjarbúar koma saman í
einni götunni hér og
skemmta okkur við söng og
leiki. Þessar hátíðir hafa
skipað fastan sess í bæjariíf-
inu undanfarin ár og þótt
einstaklega vel heppnaðar."
Lan.dsim.inn
Davíð Oddsson forsætisráðherra viðurkennir að hafa hringt í umboðsmann Al-
þingis. Segir þrefaldan trúnað vera um símtalið. Tryggvi Gunnarsson umboðsmað-
ur verður væntanlega kallaður fyrir forsætisnefnd þingsins.
Davíð Oddsson forsætisráðherra staðfesti við Ríkissjónvarpið að
hann hefði hringt í Tryggva Gunnarsson, umboðsmann Alþing-
is eins og DV hafði greint frá. Símtalið átti sér stað eftir að um-
boðsmaður sendi frá sér álit um skipun Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra á Ólafi Berki Þorvaldssyni í embætti hæsta-
réttardómara.
Niðurstaða umboðsmanns var
að ráðherra hefði með skipuninni
farið á svig við lög. Davíð var settur
dómsmáfaráðherra þegar áfitið um
frænda hans barst honum í hendur.
Ráðherrann hringdi í framhaldinu í
Tryggva. Umboðsmanni var mjög
brugðið eftir símtalið. Hann ræddi
málið við trúnaðarmenn sína og
sagði að samtalið hefði einkennst af
ógnandi reiðilestri forsætisráðherra.
Umboðsmaður heyrir beint undir
Alþingi íslendinga og hefur það
hlutverk að veita stjórnvöldum að-
hald.
Tekið fyrir í forsætisnefnd
Davíð hefur enn ekki svarað
spurningum DV vegna þessa máls
þar sem leitað var skýringa á tilefni
símtalsins. Hann lýsti því við Ríkis-
sjónvarpið fýrir helgi að hann myndi
ekki ræða við fjölmiðla Norðurljósa.
m'
fí*.
Tryggvi Gunnars-
son íhugaði að gefa
þinginu skýrstu um
símtal forsætisráð-
herra. Núerþess að
vænta að forsætis-
nefnd leiti skýringa
hans.
Ólafur Börkur Þor-
valdsson Davíð
skrifaði sjálfur upp á
skipunarbréf ná-
frænda síns sem
handhafi forseta-
valds.
„Umboðsmanni var
mjög brugðið eftir
símtalið."
í viðtalinu við sjónvarpið sagði Dav-
íð að hann hefði nokkrum sinnum
átt samtöl við umboðsmann og ját-
aði að hafa eins og DV skýrði frá
hringt í hann á dögunum. Forsætis-
ráðherra neitaði að upplýsa hvað
borið hefði á góma í símtalinu enda
hefði í þrígang í samtalinu komið
ffam að efni símtalsins væri trúnað-
armál. Fleira fékkst forsædsráð-
herra ekki til að segja um
hótunarmálið.
Fyrsti varaforseti
Alþingis, Guðmund-
ur Árni Stefánsson,
hefur lýst því yfir að
hann muni taka
þetta mál upp á
fundi forsætis-
nefndar þingsins í
dag.
Tryggvi Gunn-
arsson hefur ekk-
ert viljað tjá sig
um málið við
fjölmiðla. Hann
er af flestum
talinn vandað-
ur embættis-
maður með að
baki flekklaus-
an feril sem lög
mað-
ur. Tryggvi var á sínum tíma blaða-
maður á Morgunblaðinu áður en
hann lagði fýrir sig lögmennsku.
Heimildarmenn DV telja fráleitt að
hann hafi ofsagt eitthvað um sam-
taflð við forsætísráðherra. Mönnum
ber jafhffamt saman um að honum
sé mjög brugðið vegna ffamkomu
forsætísráð-
herra
sem
nú
hefur bent á það í sjónvarpsviðtafl
að hann hafi brotíð trúnað.
Nokkrir alþingismenn hafa kraf-
ist þess að forsætísnefnd Alþingis
leití skýringa hjá Tryggva á símtafinu
frá Davíð. Halldór Blöndal, forsetí
Alþingis, sagði við DV á föstudag að
hann hefði heyrt ffá umboðsmanni.
Eiríkur Tómasson lagaprófessor
sagði við DV að samskipti af þessu
tagi milli forsætísráðherra og um-
boðsmanns væru mjög óeðlileg.
rt@dv.is
ssssff
Frett um hotun Frett DVa föstu-
dag um símtal forsætisráðherra
vakti mikla athygli. Þar var lýst ótta
og undrun umboðsmanns vegna
upphringingarinnar.
Davið Oddsson Hringdi i umboðs-
mann sem segir að sér hafi verið ógn-
að. Forsætisráðherra segir að símtaiið
hafi verið i trúnaði.
Pyntingar í írak og Afganistan
Tap á Eimskip
Rumsfeld samþykkti
pyntingarnar
fangar enn pyntaðir sem taldir eru
tengjast Afganistan þótt Rumsfeld og
Bush forsetí hafi þegar fyrirskipað
bandarískum hermönnum að hætta
pyntingum fanga í frak.
Talsmenn bandaríska varnar-
málaráðuneytisins
Pentagon vísa því al-
farið á bug að Rums-
feld hafi samþykkt
pyntingar á föngum,
hvort sem það sé í
Afganistan eða írak.
Þeir segja einnig að
enginn embættismað-
ur á vegum varnar-
málaráðuneytisins hafi
samþykkt þessar sér-
tæku yfirheyrsluað-
ferðir.
Greinin í The New
Yorker er skrifuð af hin-
um margrómaða og
margverðlaunaða blaðamanni
Seymour Hersh. Hann var sá sem
fyrstur upplýsti að fangar væru
pyntaðir í Abu Ghraib-fangelsinu og
birti myndir sem heimurinn hefur
verið sleginn yfir undanfarið.
Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sam-
þykkti í krafti embættis
síns að beita pynting-
um við yfirheyrslur á
föngum í írak. Þetta
kemur fram í tímarit-
inu The New Yorker
sem kom út nú um
helgina.
Samkvæmt heimild-
um tímaritsins sam-
þykktí Rumsfeld einnig
að nota pyntingar við
yfirheyrslur á föngum í
Afganistan. Þar eru þeir
Donald Rumsfeld Sami
blaðamaður og kom upp um
ástandið ÍAbu Ghraib-fangels-
inu segir i frétt i TheNew Yorker
að Rumsfeld hafi samþykkt
pyntingar á föngum i Irak og
Afganistan.
Burðarás hagnaðist vel
Burðarás hagnaðist vel á fyrsta
ársfjóröungi ársins. Fjárfestingar-
starfsemin skilaði fimm milljarða kr.
hagnaði eftir skatta. Stærstur hlutí
tekna er innleystur hagnaður vegna
sölu á sjávarútvegsfyrirtækjunum
sem heyrðu undir Brim eða 4.1
milljarður kr. fyrir skatta. Aðrar inn-
leystar tekjur af hlutabréfum eru
söluhagnaður vegna annarra félaga
upp á 651 milljón kr. og er stærstur
hluti þar af vegna sölu á hlutabréf-
um í íslandsbanka. Þá eru móttekn-
ar arðsgreiðslur upp á 221 milljón
kr. Hins vegar varð ekki viðunandi
hagnaður af rekstri Eimskips á sama
tímabili en tap á rekstrinum nam 65
milljónum kr.
Óinnleystur gengismunur af
hlutabréfum nemur 1.4 milljörðum
kr. og er ríflega helmingur þar af
vegna hækkunar á gengi bréfa fé-
lagsins í Marel. Nettó var fjárfest í
eignarhlutum í öðrum félögum fyrir
um 7 milljarða kr. og hafa m.a. bæst
við hlutabréf í Landsbanka og KB
Við Eimskipabryggjuna í Sundahöfn
Úviðunandi hagnaður afskiparekstrinum.
banka í eignasafnið og er bókfært
verð þeirra um 2,5 milljarða kr.
Annars er stefnt að því að 50-75%
fjárfestinga Burðaráss verði erlendis
eins og ffarn kom á kynningarfundi
félagsins sem haldinn var á föstu-
dag. Sölu- og skrifstofukostnaður
fjárfestingarhlutans nam 166 millj-
ónum kr. en þar af eru um 100 millj-
ónir kr. einsskiptískostnaður f
tengslum við umbreytingu félagsins
og vegna sölu dótturfélaga Brims.