Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 21 ■ ■ Cr&tar «implnr jig tnn Gtcwr Hjait.ywn, tyíbóíekU'rÍö iiOatio timifyh. iá ékki k'n.iiaö itmiþfá Uíi iim i&rindCtnikiiMit > jiAT i'ii bíitm $wf her ikota muk tohiry, tjeytr ítíV t »)*v. /My'irf Viknrtrm Grindavík og ÍBV gerðu jafntefli, 1-1, í 1. umferð Landsbankadeildar karla í Grindavík í gær. Eyjamenn voru betri aðilinn í leiknum en Grétar Hjartarson bjargaði stiginu fyrir Grindavík með fallegu marki. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, var svekktur í leikslok. GRINDAVÍK-ÍBV 1-1 1. umí - Grindavlkurvöllur-16. ma( Dómari: Garðar Örn Hinriksson (4). Áhorfendur: 800. Gæ6i leiks: 3. Gul spjöld: Kekic (34.), Eysteinn (72.) - Bjarnólfur (39.), Garner (61.). Rau6 spjöld: Engin. Mörkin: 0-1 Magnús Már Lúðvíksson 56. Skotúrteig Tryggvi 1-1 Grétar Hjartarson 71, Skot utan teigs Eysteinn Leikmenn Grindavíkur: Albert Sævarsson 3 Paul McShane 3 Slavisa Kaplanovic 3 (33., Guðmundur Bjarnason 4) Óðinn Árnason 4 Gestur Gylfason 1 Eyþór Atli Einarsson 2 (46., Ray Anthony Jónsson 4) Sinisa Kekic 4 Eysteinn Hauksson 1 Orri Freyr Óskarsson 1 (81., Aleksander Petkovic -) Óli Stefán Flóventsson 2 Grétar Hjartarson 3 Leikmenn (BV: Birkir Kristinsson 3 Mark Schulte 3 Einar Hlöðver Sigurðsson 4 Tryggvi Bjarnason 4 Matt Garner 4 (87., Bjarni Geir Viðarsson -) Jón Skaftason 3 Bjarnólfur Lárusson 3 lan Jeffs 3 Atli Jóhannsson 4 Magnús Már Lúðvíksson 3 (79., Einar Þór Daníelsson -) Gunnar Heiðar Þorvaldsson 3 Tölfræöin: Skot (á mark): 11-18 (3-9) Varin *kot: Albert 7 - Birkir 2. Horn: 6-10 Rangstöður: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 12-19. BESTUR Á VELLINUM: Tryggvi Bjarnason, (BV ALDREI BYRJAÐ Á SIGRI Grindvíkingar hófu í gær sitt tíunda tímabil í efstu deild en líkt og áður tókst þeim ekki að vinna fyrsta leik. Grindavík hefur gert sex jafntefli og tapað fjórum leikjum í 1. umferð á tíu árum sínum í deildinni frá 1995 til 2004. „Ég get ekki annað en litið á þetta sem tvö töpuð stig hjá okkur,“ sagði Magnús Gylfason þjálfari Eyja- manna, þegar DVSport ræddi við hann eftir leikinn gegn Grindavík í gær. „Mér fannst við vera sterkari aðilinn í leiknum en ég er ösáttur við það hvernig við gáfum eftir þegar við komumst yfir. Mér fannst við vera með leikinn í höndunum og það er eitthvað sem við getum lært afþessum leik.“ Magnús sagðist annars vera mjög sáttur við leik sinna manna. „Við erum með unga miðverði sem leystu sín hlutverk vel og ég get ekki séð betur enn að erlendu leikmennirnir falli vel inn í leik okkar. Það hefur oft verið vandamál fyrir Eyjaliðið að hefja mót vegna þess að liðið hefur æft í tvennu lagi en miðað við þessa frammistöðu þá er engin ástæða til armars en að vera bjartsýnn." Orð að sönnu hjá Magnúsi því Eyjamenn voru að maú undirritaðs mun betri aðilinn í leiknum og hefðu tekið öll stigin ef andi rétdætis hefði svifið yfir vötnum. Það voru þó Grindvíkingar sem fengu fyrsta færið í leiknum strax á fjórðu mínútu. Grétar Hjartarson átti þá góðan skalla en Birkir Kristinsson varði vel. Eftir það tóku Eyjamenn öll völd á veliinum þrátt fyrir að vera á móti sterkum vindi en þeim gekk illa að skapa sér almennUeg marktækifæri. Grindvík- ingar voru sterkir í vörninni en gekk illa að halda boltanum innan liðsins, nokkuð sem gerði það að verkum að sóknarleikur þeirra var ansi bitlaus. Eyjamenn byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ian Jeffs komust báðir einir í gegnum vörn Grindavfltinga án þess að ná að skora. Eitthvað hlaut þó að gefa eftir og á 56. mínútu kom Magnús Már Lúðvíksson Eyjamönnum yfir með sínum fyrsta marki í deildinni. Eftir markið gáfu Eyjamenn eftir, Grindavfltingar komust meira inn í leikinn án þess þó að skapa sér veruleg færi. Þeir jöfnuðu þó metin á 71. mínútu en þá skoraði Grétar Hjartarson með þrumuskoti utan teigs án þess Birkir Kristinsson kæmi nokkrum vörnum við. Eftir markið gerðist fátt. Bæði liðin virtust vera sátt við skiptan hlut. Sáttur við stigið Það mæðir mikið á Sinisa Kekic í Grindavflcurliðinu en þrátt fyrir að bera liðið á bakinu var hann ferskur eftir leikinn þegar DV Sport ræddi við hann. „Ég tek ekki mikið mark á fyrsta leik og er bara sáttur við að hafa náð einu stigi. Við höfum aldrei unnið fyrsta leik enda tel ég hann ekki skipta máli. Við eigum fullt inni og ég held að við verðum það lið sem kemur mest á óvart í sumar. Við verðum í það minnsta ekki í fallbaráttunni eins og okkur hefur verið spáð,“ sagði Kekic. Eins og áður sagði voru Eyja- menn sterkari aðilinn í leiknum og geta engum öðrum en sjálfum sér um kennt að hafa ekki innbyrt sigur. Þeir duttu of aftarlega eftir að hafa komist yfir og hleyptu Grindvíking- um inn í leikinn. Eyjaliðið er þó gjörbreytt frá því í fyrra. Léttleikinn er mun meiri, sóknarhreyfing liðsins allt önnur og með sama áframhaldi verða þeir í fínum málum í sumar. Miðvarðaparið Einar Hlöðver og Tryggvi stóðu sig framar vonum og enski bakvörðurinn Matt Garner var mjög sterkur. Miðjan spilaði vel með Atla Jóhannsson sem besta mann og frammi voru þeir Magnús Már og Gunnar Heiðar skeinuhættir. Hlaupin þeirra á bak við varnar- menn Grindvfltinga voru stórhættu- leg og upp úr einu slíku kom markið þeirra. Grindvfldngar þyrftu helst að hafa einn Sinisa Kekic í vörninni, einn á miðjunni og einn í sókninni. Hann er yfirburðamaður í þessu liði og það hvflir mikið á honum. Hann spilaði vel í leiknum sem og félagar hans í vörninni Guðmundur Bjarna- son og Óðinn Árnason. RayAnthony Jónsson kom ferskur inn í síaðri hálfleik og skapaði nokkurn usla á hægri kantinum. Miðjan var aftur á móti slök og framherjar liðsins fengu litla hjálp. Með sama fram- haldi verður sumarið erfitt hjá Grindvfltingum en þeir hafa sér það þó til vorkunnar að þeir misstu Slavisa Kaplanovic af velli í fyrri hálfleik en það raskaði leik liðsins töluvert. oskar@dv.is Leikir Grindavíkur í 1. umferð: 1995 Keflavík (heima) 1 -2 tap 1996 Valur (ú) 0-2 tap 1997 Valur (ú) 1-1 1998 (R (heima) 1-1 1999 Fram (heima) 1-1 2000 Stjarnan (úti) 0-0 2001 Keflavík (heima) 1 -2 tap 2002 KA (úti) 1-1 2003 Valur (heima) 1 -2 tap 2004 (BV(heima) 1-1 Samantekt: Leikir 10 Sigurleikir 0 Jafntefli 6 Tapleikir 4 MörkGrindavíkur 8 Mörk mótherja 13 Stig Grindavíkur 6 „Mér fannst við vera sterkari aðilinn íleiknum en ég er ósáttur við það hvernig við gáfum eftir þegar við komumst yfir. Mér fannst við vera með leikinn í höndunum og það er eitthvað sem við getum lært afþessum leik."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.