Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 29
DV Fókus MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 29 Berjast um Hollywood Söngkonurnar Alicia Keys og Christ- ina Aguilera berjast núum hlutverk i kvikmyndinni 5th Commandment. Alicia er svo staðráöin í að næla í hlutverkið að hún ætlarað halda risapartí á báti fyrir utan Cannes og hefur boðið ekki minni nöfnum en Brad Pitt og Steven Spieiberg. Á meðan er Christina föst i stúdíói. Framleiðendur myndarinnar segja að aðeins þær tvær komi til greina fyrir hlutverkið og Alicia hefur sann- arlega sýnt áhuga á að komast að í Hollywood. Bestu vinir m ** L m Rokkstelpan Avril Lavigne hefur eignast nýjan besta vin. Sá er eng- innannaren rokkskrímslið Marilyn Man- son. „Alltafþegar við erum í sömu borginni hittumst við og spjöllum. Eitt skiptið héngíun við allan daginn í herberginu hans og horfðum á sjónvarpið." Avril segir mjög gott fyrir sig að geta tal- að við listamann sem er að gera svipaða hluti og hún sjálf. „Við erum samt bara vinir, ég á engan kærasta." Hatar frægðina Daniel Radcliffe sem leikið hefur galdrastrákinn Harry Potter hatar frægðina.„Ég vil bara vera venjuleg- ur unglingur," segir leikarinn sem er fjórtán ára. Daniel vonast til að fjórða myndin geri hann ekki ofur- frægan eins og hinar myndirnar gerðu. „Ég hefgetað lif- að eðlilegu lífí síðustu tvö ár og vonandi breytist það ekki." Leikarinn segir að sér líði bestí stórum borgum eins og New York þar sem hann geti gengiö um göturnar óáreittur. Jenna Boston Rob Amber Rubert Spennan er gífurleg og aðdáendur Survivor-þáttanna spá mik- ið í úrslitin sem sýnd verða í kvöld á Skjá einum. Margt hef- ur gerst í Stjörnu-Survivor-þáttaröðinni en aðeins fjórir kepp- endur eru eftir. DV tók púlsinn á nokkrum einstaklingum og spurði þá hver kæmi til með að vinna og hvort ástin ætti eft- ir að blómstra hjá Amber og Boston Rob. Úrslitaþattur Survivor í kvdld Elskar Amber Rob? s' vinnur „Boston Rob vinn- ur. Mér finnst hann svalur gaur. Þannig séð á hann það ekkert meira skilið að vinna en hin en hann er bara mesta týpan og mesti karakterinn. Ég held að hann og Amber séu ekki ástfangin. Þetta er ábyggi- lega bara hluti af strategíunni hjá þeim." Örn Arnarson sundkappi Sönn ást - Rob vinnur „Ég held að Amber elski Rob þó hún segist bara vera að leika sér með hann. Hún er að leika sér með hann svo hún geti haldið sér inni I keppn- inniþví hann eraðal karlinn í hópnum. I sein- asta þætti fór húná bak við hann og kaus ann- að en þau voru búin að ákveða þannig að það gæti breyttýmsu. Innst inni elskar hún hann þó hún geri sér ekki grein fyrir því. Ég held að Boston Rob vinni. Ég held bara með honum og hann virðist klókastur í leiknum." Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumaður Smá ást - Robvinnur „Ég held að Boston Rob vinni. Hann og Amber eru í svo góðu sambandi að ég held að þau eigi eftir að taka þetta sam- an og verða tvö síðustu. Ég held að hann sé aflþrekari og ráðríkari og fer sínar eigin leiðir og vinnur hana þar af leiðandi. Það er erfitt að segja hvort þau séu ástfangin því þetta er hálfgert leikrit en þetta er allavega eitthvað skot eða ég skýt allavega á það." Sigurður Samúelsson, bassaleikari frafárs Engin ást - Amber vinnur „Ég held með Rupert þegar ég hef horft á þetta. Ég held að hann vinni reyndar ekki því hann á mest skilið að vinna. Það er týpískt að einhver skemmi fyrir honum.Hann er algjör„survivor" en ég heldað Amber vinni þetta. Hún hefur verið frekar lævís og ekki komist í allt of mikil persónuleg tengsl við hina og hefurþví engan beinlínis á móti sér. Mér finnst Rob alveg glataður og ég vona að ástarsambandið verði ekki langlíft hjá þeim því mér finnst hún æði. Ég held að þau séu ekki ástfangin þar sem aðstæðurnar eru ekki raunverulegar." Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fegurðardrottning Engin ást - Amber vinnur „Ég held að þessi stóri með skeggið vinni, eða Amber. Jú, það verður Amber vegna þess að hún verður allavega með í„final three"og hversem vinnur þá keppni tekur hana með sér. Mér finnst að Amber eigi að dumpa Rob þegar þátturinn er búinn." Helga Braga Jónsdóttir, leikkona Engin ást - Rob vinnur „Ég held að Boston Rob vinni þetta. Hann virðist vera að hafa þennan leik, hann er með þetta. Þegar ég sá þetta fyrst fannst mér hann vera frekar vitlaus en hann er þrælklár í leiknum og vinnur ábyggilega. Ég held að Ambersé bara að leika sér að honum, ég meina eru þau ekki bara að leika sér?" Bryndís Ásmundsdóttir leikkona Sigurður Pétur er dagskrárstjóri KR-útvarpsins KR-útvarpið stjörnum prýtt „KR-útvarpið hefur staðist allar væntingar en það verður fimm ára nú í sumar. Við höldum áfram á fullu gasi,“ segir Sigurður Pétur Harðarson sem er dagskrárstjóri KR-útvarpsins sem að sögn Sigurð- ar Péturs er eina íþróttaútvarpið sem heldur sjó þótt ýmsir hafi reynt fyrir sér á þessu sviði - það er að halda úti sérstöku stuðningsútvarpi íþróttafélags. Útvarpsstjóri er Höskuldur Höskuldsson. Sigurður Pétur nefnir til sögunnar ýmsar þekktar fjölmiðlastjörnur aðr- ar en sjálfan sig sem verða við mfkró- fóninn tii að hampa sínum mönn- um: Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, Þröstur Emilsson blaðamaður Fréttablaðs- ins og Haukur Hólm fréttamaður á Stöð 2, svo einhverjir séu nefndir. Sjálfur er Sigurður Pétur einn helsta útvarpsstjarna þjóðarinnar en hann stjórnar Stjörnunni þar sem hann leikur einungis íslensk lög við miklar vinsældir. Aðspurður segist Sigurður ekki hafa skoðað það sérstaklega hvern- ig KR-útvarpið komi út með tilliti til hins illræmda fjölmiðlafrumvarps. Og ekki segist hann heldur vita hvort frumvarpið verði til þess að setja KR-ingum skorður hvað út- gáfumál varðar - hvort þeir verði að velja milli þess að gefa út KR-blaðið eða senda út KR-útvarpið. „Jahh, þú segir nokkuð. Það er stóra spurningin.“ Stjörnuspá Birgir Örn Steinarsson, söngvari Maus, er 28 ára í dag. „Maðurinn rannsakar oftar en ekki lífið ofan í kjölinn og ákveður eflaust þessa dagana að ganga á vit ævintýranna. Hann birtist auðsærður að sama skapi og ætti að leggja áherslu á hógværð sína og yfirveg- un," segir í stjörnuspá hans. Birgir öm Steinarsson VV Mnsbemn (20. jan.-18.febr.) w --------------------------------- Þegar þú lærir að gefa það sem þú kýst að eiga hefur þú stigið fyrsta skref þitt í átt að vellíðan og er fólk fætt undir stjörnu vatnsberans sér í lagi minnt á það í upphafi vikunnar FiSkmÍI (19. febr.-20.mm) Líkami þinn mun segja þér hvert stefnir ef þú aðeins hlustar. Þér er ráðlagt að dæma ekki náungann. Draumar þínir munu rætast ef þú hugar fyrst og fremst að eigin markmiðum og gleymir aldrei þeim sem minna mega sín. T Hrúturinn (21.mars-19.apnv Reyndu eftir bestu getu að draga djúpt andann og njóta stundar- innar með fólkinu sem þér líður vel með vikuna framundan. b Nautið (20. apríl-20. maí) Hlýleiki þinn og útgeislun eru kostir sem þú skalt nýta þér til að kom- ast áfram. Ekki gleyma þínum innstu þrám og vonum. Þú virðist ekki vera viss varðandi verkefni sem tengist starfi þínu. Þú ættir að leita ráða hjá vini/vin- konu til lengri tlma. Viðurkenning er í uppsiglingu gagnvart þér og starfl þínu. n Tvíburarnir (21.maí-21.júnl) Mundu að hugsa um einn dag í einu og hlutirnir munu ganga eins og í sögu. Gefðu náunganum að sama skapi rými til að vera hann sjálfur. KrMm(22.júni-22.júli)_____________ Þú ert sterk/ur og öflug/ur þegar á móti blæs, gleymdu því ekki. Hlustaðu á hjarta þitt og ekki síður sam- visku. LjÓnÍð (23.júli- 22. ágúst) Nýtt starf eða endir/byrjun á ástarsambandi bíður þín hér (einnig gæti verið um flutningar að ræða). Hlustaðu á undirmeðvitund þína sem gefur þér daglega skilaboð varðandi framhaldið. ITA Meyjan (23. agúst-22. sept.) A Leyfðu hlutunum að þróast á réttum hraða því fagnaðarlætin byrja fyrr en þig grunar þegar óskir þínar eru annars vegar. Gleði einkennir þig og umhverfi þitt áður en júní hefur göngu sína. o VogÍíl (23.sept.-23.okt.) þ^r er ráðlagt að beita heil- brigðri skynsemi ef svo má kalla þegar kemur að fjármálum heimilisins næstu vikur af einhverjum ástæðum. Ef þér finnst líf þitt of skipulagt og leiðinlegt er það einungis tímabundið. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Ekki hika við að hafa samband við þá sem þú elskar. Hér kemur að sama skapi fram að þú ættir að læra að fyrirgefa þeim sem skipta þig máli. / Bogmaðurinn(2/.nóv.-/i.fej Ekki gera lítið úr frammistoðu þinni og aldrei slaka á kröfum þínum. Þú ert fær um að byrja smátt og eflast með hverjum degi þegar draumar þínir eru annars vegar. z Steingeitin (22.des.-19.janj Tileinkaðu þér að fyrirgefa náunganum kæra steingeit og endurskoðaðu ávallt viðbrögð þín áður en þú segir hug þinn. Gættu þess að sýna ekki þrjósku gagnvart því óhjákvæmilega sem þú upplifir næstu misseri. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.