Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR / 7. MAÍ2004 Sport DV ÚRVALSDEILD 1 ENGLAND m fyf Arsenal-Leicester 2-1 0-1 Paul Dickov(26.), 1-1 Thierry Henry, víti (47.), 2-1 PatrickVieira (66.). Aston Villa-Man. Utd 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (4.), 0-2 Ruud Van Nistelrooy (10.). Blackburn-Birmingham 1-1 1-0 Andy Cole (24.), 1-1 Stern John (83.). Bolton-Fulham 0-2 0-1 Brian McBride (45.), 0-2 Brian McBride (78.). Charlton-Southampton 2-1 1-0 Jason Euell (36.), 2-0 Carlton Cole (53.), 2-1 David Prutton (64.). Chelsea-Leeds 1-0 1 -0 Jesper Grönkjær (20.). Liverpool-Newcastle 1-1 0-1 Shola Ameobi (25.), 1-1 Michael Owen (67.). Man, City-Everton 5-1 1-0 Paolo Wanchope (16.), 2-0 Paolo Wanchope (30.), 3-0 Nicolas Anelka (41.), 3-1 Kevin Campbell (60.), 4-1 Antoine Sibierski (88.), 5-1 Shaun Wright-Phillips (90.). Portsmouth-Middlesbrough 5-1 1-0 Aiyegbeni Yakubu (4.), 2-0 Aiyegbeni Yakubu, víti (14.), 2-1 Boudewijn Zenden (27.), 3-1 Aiyegbeni Yakubu (31.), 4-1 Teddy Sheringham (80.), 5-1 Aiyegbeni Yakubu (83.). Wolves-Tottenham 0-2 0-1 Robbie Keane (34.), 0-2 Jermain Defoe (57.). Lokastaða: Arsenal 38 26 12 0 73-26 90 Chelsea 38 24 7 7 67-30 79 Man Utd 38 23 6 9 64-35 75 Liverp. 38 16 12 10 55-37 60 Newcas. 38 13 17 8 52-40 56 A. Villa 38 15 11 12 48-44 56 Charlton 38 14 11 13 51-51 53 Bolton 38 14 11 13 48-56 53 Fulham 38 14 10 14 52-46 52 Birming. 38 12 14 12 43-48 50 M'Boro 38 13 9 16 44-52 48 Soton 38 12 11 15 44-45 47 Portsm. 38 12 9 17 47-54 45 Spurs 38 13 6 19 47-57 45 Blackb. 38 12 8 18 51-59 44 M. City 38 9 14 15 55-54 41 Everton 38 9 12 17 45-57 39 Leicest. 38 6 15 17 48-65 33 Leeds 38 8 9 21 40-79 33 Wolves 38 7 12 19 38-77 33 Markahæstir: Thierry Henry, Arsenal 30 Alan Shearer, Newcastle 22 Louis Saha, Man. Utd 20 Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd 20 Mikael Forssell, Birmlngham 17 Nicolas Anelka, Man. City 17 Juan Pablo Angel, Aston Villa 16 Michael Owen, Liverpool 16 Aiyegbieni Yakubu, Portsmouth 16 Robert Pires, Arsenal 14 Robbie Keane, Tottenham 14 James Beattie, Southampton 14 Kevin Phlllips, Southampton 13 Jimmy F. Hasselbaink, Chelsea 13 Les Ferdinand, Leicester 12 Andy Cole, Blackburn 11 Jason Euell, Charlton 10 Frank Lampard, Chelsea 10 Hernan Crespo, Chelsea 10 Shola Ameobi Shola Ameobi hlýtur að brosa breitt þessa dagana. Hann skoraði mark Newcastle gegn Liverpool á laugardaginn en það tryggði Newcastle fimmta sætið í deildinni og sæti í Evrópukeppni félagsliða á komandi tímabili þar sem Aston Villa tapaði fyrir Man- chester United á laugardaginn. Arsenal komst í sögubækurnar á laugardaginn þegar liðið komst taplaust í gegnum heilt tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Leicester í lokaumferðinni. f Megt alrek Arsenal Leikmenn Arsenal skráðu sig á spjöld sögu ensku úrvals- deildarinnar á laugardaginn þegar þeir náðu þeim frábæra árangri að tapa ekki leik í 38 leikjum tímabilsins. Sigur gegn Leicester tryggði þennan árangur. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var sérstaklega sáttur eftir leikinn og hrósaði sínum mönnum í hástert fyrir afrekið að fara taplausir í gegnum tímabilið. „Ég er svo stoltur. Það er ekki hægt að trúa því að það sé mögulegt að komast ósigraður í gegnum tímabil fyrr en það gerist. Mig hefur alltaf dreymt um að þetta yrði að veruleika og það er stórkosdegt að sjá það gerast. Þetta er þriðji titill minn með félaginu og sá besti til þessa. Að tapa ekki er frábært," sagði Wenger. Hann sagði jafnframt að hann og hans menn myndu ekki dvelja lengi við þennan titil og árangur. „Við viljum alltaf bæta okkur og taka framförum. Ég held þetta sé lið vilji gera enn betur. Hungrið er enn til staðar og við viljum vinna fleiri titla á næsta ári.“ Fólk áttar sig ekki strax Hinn frábæri franski framherji, Thierry Henry, sem varð markakóngur deildarinnar með þrjátíu mörk, sagði að þetta væri ótrúlegt afrek hjá liðinu. „Ég trúi þessu varla ennþá og ég held að það muni taka fólk tuttugu ár að átta sig á því hvað við höfum gert. Við vildum gera eitthvað sérstakt og nú höfum við gert eitthvað sem er ótrúlegt. Það skiptir ekki máli hvort eitthvert annað lið gerir þetta því við urðum fyrsta liðið til að gera þetta í nútímanum. Það fer í sögubækurn- ar,“ sagði Henry og bætti við að liðið hefði sýnt karakter og hæfileika í gegnum allt tímabilið. Stoltur af því að vera fyrirliði Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, sagði að allir myndu muna eftir þessu liði. „Ég er stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs. Andinn í „Ég er svo stoltur. Það er ekki hægt að trúa því að það sé mögulegt að komast ósigraður í gegnum tímabil fyrr en það gerist. Mig hefur alltaf dreymt um að þetta yrði að veruleika og það er stórkostlegt að sjá það gerast." búningsklefanum er stórkostlegur og leikmenn leggja sig alltaf 100% fram. Okkar sterkasta hlið er liðsheildin. Við sett- um okkur aldrei það mark- mið í byrjun að fara ósigraðir í gegnum tímabilið. Við ætluð- um okkur alltaf að vinna hvern leik sem við fórum í. Það kemur aldrei í ljós hversu gott lið er fyrr en tíma- bilinu er lokið en það verður munað eftir þessu liði lengi. Nú ætlum við að njóta árangursins og setja okkur síðan markmið fyrir næsta túnabil," sagði Vieira. Verður ekki jafnað í bráð Sol Campbell, varnarmaðurinn öflugi, sagðist halda að þetta met yrði ekk. jafnað í bráð. „Þetta er búið að vera frábært tímabil. É^ held að þetta met okka verði ekki jafiiað í bráð. Það er enginn hægðar- leikur að tapa ekki leik á s heilu tímabili og það segir sitt um styrk þessa liðs," sagði Campbell. Sá besti til þessa Þegar Dennis Bergkamp var spurð- ur að því hvaða meistaratitill hans með Arsenal hefði verið ánægjuleg- astur svaraði hann að sá síðasti væri alltaf skemmti- legastur en þessi væri bestur þar sem liðið hefði farið ósigrað í gegnum tíma- bilið. „Það verður erfitt að gera betur á næsta tímabili en við munum reyna," sagði Bergkamp. oskar@dv.is snillingar Thierry Henry og Patrick Vieira, tveir franskir snillingar I liði Arsenal, sjást hér lyfta Englandsmeistarabikarn umáHighburyá laugardaginn. Reuters Leikmaður helgarinnar Aiyegbeni Yakubu, Portsmouth AIYEGBENI YAKUBU Fæddur: 22. nóvember 1982 Heimaland: Nígería Hæð/Þyngd: 183 sm / 83 kg Leikstaða: Sóknarmaður Fyrri lið: Maccabi Haifa ((srael) Deildarleikir/mörk: 36/16 Landsleikir/mörk: 4/3 Hrós: „Ég lofaði Yakubu peningaverð- launum ef hann myndi skora 20 mörk í vetur. Hann var með 15 fyrir leikinn og ég fattaði það þegar nokkrar mínútur voru eftir og hann var kominn með 19 mörk. Ég slapp vel því hann er frábær leikmaður," sagði Harry Redknapp, stjóri Ports- mouth, um Yakubu eftir leikinn. Nígeríski framherjinn Yakubu Ayiegbeni endaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn með glæsibrag. Hann skoraði fernu gegn Middlesbrough og endaði tímabilið með sextán mörk. Hann skoraði ellefu mörk í síðustu tíu leikjum Portsmouth á tímabilinu og var að öðrum ólöstuðum mikilvægasti maður liðsins sem bjargaði sér frá falli. Aiyegbini Yakubu skaust upp á stjörnuhimininn í Evrópu- keppninni í fyrra en þá var hann aðalmaðurinn í ísraelska liðinu Maccabi Haifa. Yakubu vakti mikla athygli fyrir styrk sinn og hraða og skoraði meðal annars þrennu gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í fyrra. Maccabi tryggði sér öllum að óvörum þriðja sætið í erfiðum riðli og þar með þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða. Þessi frammistaða Yakubu varð til þess að Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, fékk hann til liðs við sig í byrjun janúar á síðasta ári. Yakubu hefur leikið lykilhlutverk með Portsmouth í vetur, skorað sextán mörk og verið sjóðandi heitur upp á síðkastið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.