Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 Fréttir DV Páll dreifir fræjum Landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson er byrjuð sitt árlega landgræðsluflug. Búið er að prófa vélina eftir vetursetu og þjálfa flug- mennina sem fljúga henni endurgjaldslaust í þessu starfi. Flugvélin er af gerð- inni DC 3, árgerð 1943. Hún á sér langa og merka sögu, en Flugfélag íslands gaf hana til Landgræðslunnar árið 1972 og hefur hún verið notuð til að dreifa áburði og grasfræi í rúm 30 ár. Vélin hefur reynst happafley og verið flogið í tugþúsundir flugtíma án vandræða. Eldur laus á sólbaðsstofu Lögreglunni á Sauðár- króki barst tílkynning um eid í sólbaðsstofúnni Lindinni við Borgarteig síðdegis í gær. Lögregla ásamt slökkviliðinu á Sauðárkróki fór á staðinn og kom þá í ljós að kvikn- að hafði í ruslapoka inn- andyra. Eldsupptök eru að öllum líkindum út frá glóð í srgarettustubbi. Fórstu í Eurovisionpartí? Sigvaldi Kaldalóns (Svali á Fm 95,7) „Já - heldur betur maður. Ég byrjaði á að heimsækja for- eldra mína og fór svo ípartl hjá honum Simba hár- greiðslumanni. Þar var svaka stuð. Eftir keppnina tók svo vinnan við. Varað plötusnúö- ast á Sólon langt fram undir morgun. Það var allt vitlaust I bænum. Allar götur troðfullar klukkan hálfsex í morgun og alveg sama hvað maðurspil- aði. Það virkaði allt." Hann segir / Hún segir „Já, reyndar fór ég í Euro- visionpartf hjá Helgu og Arn- ari Gunnlaugssyni. Þetta var einstaklega velheppnað partí enda komum við allar saman þarna gellurnar í fótboltafé- laginu Áfram stelpur. Þetta er hópur eðalkvenna sem spilar fotbolta saman einu sinni í viku. Það var sem sagt mikið fjör hjá okkur og endaöi partýíið með að við buðum strákunum í fótboltaleik en þeir þorðu ekki að spila á móti okkur. Kannski vegna þess aö við erum stórhættu- legar í skriðtæklingunum þegar við erum komnará háu hælana." Dóra Takefusa Það er ekki þingmeirihluti fyrir óbreyttu fjölmiðlafrumvarpi. Halldór Ásgrímsson segir Davíð Oddssyni það í dag en viðbrögð Davíðs ráða framtíð stjórnarsamstarfs- ins. Nánustu lögspekingar Halldórs hafa sagt honum að fjölmiðlafrumvarpið stand- ist ekki stjórnarskrá. Framsokn vill stoppa fjölmiðlalrumvappið Halldór Ásgrímsson mun færa Davíð Oddssyni þau skilaboð í dag að þingmenn Framsóknarflokksins muni ekki styðja fjöl- miðlafrumvarpið öðruvísi en að verulegar breytingar verði gerð- ar á því. asÉsí Er þetta í samræmi við skilaboð Jóm'nu Bjartmarz varaformanns allsherjarnefndar sem sagði á Al- þingi að hún gengi út frá því að breytingar yrðu gerðar á frumvarp- inu. Aðrir þingmenn sem DV ræddi við tóku undir sjónarmið Jónínu og segja að samkomulagið hafi verið um að klára aðra umræðu og hugsa málið eftír hana. Það er ekki meiri- hlutí á Alþingi fyrir frumvarpinu eins og það er í dag. Framsókn- armenn eru ekki sannfærðir um að mál ið komist í gegnum þingið yfir höfuð, og alls ekki óbreytt. Lögfræðiráðgjöf Halldórs Halldór hefur fengið lögfræðilega ráðgjöf frá sínum nánustu sérfræð- ingum sem benda á að til þess að frumvarpið standist stjórnarskrána, verði að breyta því töluvert. Honum er umhugað um að frumvarpið standist stjórnarskrána sem hann hefur unnið eið að sem þingmaður. Breytingarnar sem framsóknar- menn nefna eru að hækka þurfi það hámark sem markaðsráðandi fyrir- tæki megi fjárfesta í fjölmiðlafyrir- tækjum verulega. Einn lögspekingur sem DV ræddi við sagði að vafi léki á að hægt væri að skerða heimildir fyrirtækja til fjárfestinga eins og fhtmvarpið kveður á um þar sem ólflcar reglur gildi um fyrirtæki eftír stærð og markaðsstöðu. Framsóknarmenn nefna einnig að ekki megi taka leyfi af þeim sem hafa útsendingarleyfi og því verði að leyfa þeim að renna út. í þriðja lagi er það talið brjóta í bága við tjáningarfrelsi að binda hendur þeirra sem eiga dagblöð með víxleign- arhaldi og þannig setja skorður við útgáfu dag- blaða. Þá hafa ummætí Davíðs Odds- sonar um forsetann og Norðurljós bent til þess að lögin verði sértæk en ekki almenn og það er brot að setja lög sem bitna bara á einu fyrirtæki sem er óheimilt. Éinn þingmaður framsóknar- flokksins orðaði það sem svo að meðalhófið skiptí miklu. Spyrja þyrftí, hvaða markmiðum ættí að ná og hvernig hægt væri að ná þeim. Þá er grundvallaratriði að lögin gangi ekki lengra en þarf til að ná mark- miðunum. Davíð hefur þegar þurft að bakka Sjálfstæðismenn segjast ætla vinna málið áfram í rólegheitunum. Framsóknarmenn hafi verið búnir að gefa fyrirheit í stjórnarsamstarf- inu og verði að standa við þau. Þeir hafi verið búnir að lofa stuðningi við fj ölmiðlafrumvarpið og eigi að standa við það. Davíð Oddsson hef- ur þegar þurft að bakka verulega frá upphaflegu frumvarpi sem átti að talönarka dagblaðaútgáfu og banna ákveðnum fyrirtækjum algjörlega að fjárfesta í fjölmiðlafyrirtækjum. Nú reynir á hvort Halldóri takist að sannfæra Davíð um að enn verði að breyta frumvarpinu en ella er stjórnarsamstarfið í hættu. Davíð til skammar Einhverjir þingmenn fram sóknar hafa alla tíð skilyrt stuðning sinn við fjölmiðla- frumvarpið. Þeir hafi viljað ræða málið í víðara sam- hengi, meðal annars út frá stöðu Ríkisútvarpsins. Línan í flokknum í gær var að halda sig til hlés, láta daginn líða. Eins og DV greindi frá á laugardag- inn ofbýður ffamsóknarmönnum framganga Davíðs Oddssonar í mál- inu og þótt þeir telji Ólaf Ragnar Grímsson hafa ögrað honum, þá sé til skammar hvernig Davíð hefur komið ffam. Margir flokksmenn þrýsta mjög á þingmenn að standa ekki að fjöl- miðlafrumvarpinu. Tveir miðstjórn- armenn sem DV ræddi við, orðuðu þá hugmynd að steypa þyrfti Hall- dóri Ásgrímssyni úr formannsstóli ef hann hyggðist styðja Davíð Oddsson í fjölmiðlafrum- varpinu. kgb@dv.is Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson Viðbrögð Daviðs við skila- boðum Halldórs um að ekki sé þingmeirihluti fyrir fjölmiðlafrumvarpinu, geta ráðið örlögum rikisstjórnarsamstarfsins. Fangaböðlar benda hver á annan Varskipaðað haldaíólina Réttarhöld eru hafin yfir nokkrum af þeim bandarísku her- mönnum sem tóku þátt í grimmdar- verkunum í Abu Ghraib-fangelsinu í írak. Sex af hinum ákærðu er haldið í fangelsi í Bagdad. í frétt New York Times um málið kemur fram að sak- borningarnir benda ítrekað á hvern annan og gera sem minnst úr þætti sínum í voðaverkunum. Ein af þeim sem er ákærð, Megan M. Ambuhl, segir til dæmis að hún hafi verið „áhorfandi"; gefið íröksku föngunum eintök af Kóraninum og séð til þess að ekkert svínakjöt væri í matnum þeirra. „Yfirmenn mínir sögðu mér að standa fyrir framan myndavélina og halda í þessa ól,“ sagði Lynndie Eng- land í viðtali. Myndirnar af henni og nöktu íföksku föngunum hafa vakið óhug. Sjálf segir hún yfirmennina hafa verið mjög ánægða með mynd- irnar; mesta niðurlægingin fyrir múslímska karlmenn sé að neyða þá úr fötunum fyrir framan konur. Deilan stendur því um hvort verðirnir séu ábyrgir eða hvort hægt Lynndie England Sést halda i ól sem er vafin um háls íraksks fanga. sé að kenna yfirmönnum þeirra um. Ýmsir vilja jafnvel að ábyrgðin nái hærra; Economist krafðist þess til dæmis að Rumsfeld segði af sér. Bjarni Már Magnússon, sem skrifar á vefsvæði Deiglunnar, bend- ir á að fyrirmæli yfirboðara sem gildrar refsileysisástæðu hafi verið hafnað að meginstefnu til í alþjóða- kerfinu. Þá bendir hann á að í einu af kennsluritum bandaríska hersins kemur fram að hermönnum sé ekki einungis skylt að óhlýðnast ólögleg- um fyrirmælum yfirboðara sinna heldur sé þeim beinlínis skylt að til- kynna um háttsemi yfirboðaranna. Bréfaskriftir formanns blaðamanna- félagsins hafa vakið athygli Fantafrumvarp og grenjandi þingmenn „Mér finnst ekki eðlilegt að tjá mig um þessi mál opinberlega," seg- ir Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu og stjórnarmað- ur í Blaðamannafélagi íslands. í fréttum RÚV í gær kom fram að óánægju gætti meðal blaðamannafélagsins vegna bréfaskrifta Róberts Mars- hall, formanns blaðamanna- félagsins. í bréfi Róberts talar hann um þingmenn sem grenji í ræðustólum og hvetur félagsmenn til að skora á Olaf Ragnar að skrifa ekki undir 5 ölmiðlafrumvarpið. „Nú reynir á okkur að rísa til varnar. Að óbreyttu verður fantafrumvarpið að lögum eftir helgi," segir Róbert í bréfi sínu. Á vef blaðamannafélags- ins er auglýst eftir þeim stjórnar- mönnum sem eru óánægðir með þetta bréf. Enginn hefur gefið sig fr am. Varðandi frétt RÚV segir Arna Schram að viðkom- andi stjórnarmenn verði að tjá sig um hina meintu óá- nægju. Jafnframt segir Arna að boðað hafi verið til stjórn- arfundar í dag; meðal annars út af bréfi Ró- berts. Róbert Marshall, formað- ur blaðamannafélagsins Hvetur blaðamenn til að berj- astámóti fantafrumvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.