Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 Sport UV Kanadamaðurinn Alen Marcina bjargaði stigi fyrir Skagamenn á elleftu stundu er Fylkismenn komu í heimsókn. Leikurinn var bráðfjörugur og fín skemmtun fyrir áhorfendur. Það var lítill vorbragur á leik ÍA og Fylkis á Akranesi í gær. Bæði lið spiluðu ágætis- fótbolta og voru óhrædd við að sækja grimmt. Fylkismenn tóku forystuna í fyrri hálfleik. Skagamenn sóttu síðan grimmt í síðari hálfleik og uppskáru jöfnunarmark er rúmar Qórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem verður að teljast sanngjörn niðurstaða. Skagamenn byrjuðu leikinn betur. Stýrðu umferðinni en gekk illa að opna sterka vörn Fylkis. Á sama tíma var nokkuð basl á varnarmönnum ÍA og þeir fengu áminningu er Finnur Kolbeinsson skaut í stöng eftir flmm mínútna leik. Skagamenn hertu tökin eftir stangarskot Finns og fengu þrjú góð færi næstu mínútur. Það besta fékk Haraldur Ingólfsson en hann skaut yfir úr upplögðu færi. Það var síðan nokkuð gegn gangi leiksins að Sævar Þór Gíslason tók forystuna fyrir FyM. Kári Steinn Reynisson ætlaði að hreinsa frá marki ÍA en gerði það ekki betur en svo að boltinn hafnaði í fótunum á Sævari sem þakkaði pent fyrir sig með því að leggja boltann í fjærhornið fram hjá Þórði Þórðar- syni. Björgólfur Takefusa hefði getað bætt við öðru marki skömmu síðar en Þórður sá við honum. PKiAcm Vhsim i • $im! 431 j2Ci: £9?M váikosm i Einstefna ÍA í síðari hálfeik Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, hefur væntanlega ekki verið á rólegu nótunum í leikhléi og það mátti sjá á hans mönnum sem mættu mjög grimmir til síðari hálfleiks. Marcina fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks en Bjarni varði vel. Þegar 20 mínútur hfðu leiks settu Skagamenn síðan í fimmta gír. Þeir óðu hreinlega í færum en létu Bjarna verja eða voru klaufar og skutu yfir. Það voru síðan komnar rúmar fjórar mínútur fram yfir venjulega leiktíma þegar Marcina potaði boltanum í markið ogjafnaði. Leikurinn var bráðfjörugur og bæði lið eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan leik. Fylkismenn litu ágætíega út í þessum leik. Hinn óreyndi Bjarni Þórður stóð sig frábærlega í erfiðri ffumraun og vörn FyMs var mjög traust með Val Fannar í fantaformi. Miðjan var massíf og var sérstaklega gaman að sjá hvað Finnur Kolbeinsson var í góðu formi. Ólafur Stígsson var fjarri sínu besta en Fylkismenn verða erfiðir viðureignar er hann kemst í gang. Björgólfur skilaði sínu og vel það á toppnum hjá FyM þrátt fyrir að vera greinilega ekM í sínu besta formi. Hans leikur kemur með nýja vídd í sóknina hjá FyM og Sævar Þór á eftir að græða mikið á því en hann var einnig mjög sprækur. ÍA klaufar Fylkismenn voru vel skipulagðir en féllu fullmikið til baka í seinni hálfleik. Skagamenn hefðu hæglega getað unnið þennan leik en sóknar- menn þeirra voru ekki á skotskón- um. Leikur þeirra var heldur ekki nógu markviss og of mMð var um langar sendingar fram völlinn. Hópurinn hjá ÍA vakti reyndar athygli en aðeins einn vængmaður var í hópnum, Haraldur Ingólfsson, og Fylkismenn voru fljótir að loka á hann. í hópnum voru heldur ekki Hjálmur Dór, Ellert Jón og Garðar, en Hjörtur Hjartarson, sem er nýkominn frá Bandaríkjunum, var óvænt kominn í hópinn. Fyrir vMð átti ÍA enga spræka menn til að leysa sóknarmennina og Harald af hólmi. Vörnin var óvenju ótraust til að byrja með en lagaðist er leið á leikinn. Miðjan hefur oft verið betri og sóknarmennirnir voru ekki upp á sitt besta. Marcina skoraði samt sem er hans hlutverk en þess utan gerði hann ekki nokkurn skapaðan hlut. henry@dv.is Kári Steinn Reynisson ætlaði að hreinsa frá marki ÍA en gerði það ekki betur en svo að boltinn hafnaði í fótunum á Sævari sem þakk- aði pent fyrir sig með því að ieggja boltann í fjærhornið fram hjá Þórði Þórðarsyni. Var að verða bilaður „Ég var nánast að verða bilaður að bíða eftir þessu marki. Ég hélt það ætlaði ekki að detta en það datt og við héldum einu stigi," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir leikinn. „Ég er sáttur við eitt stig en hefði verið sáttari við þrjú. Svona er þetta bara. Við vorum ekki að spila vel í fyrri hálfleik en tókum okkur saman í seinni. Við hefðum getað skorað fleiri mörk því við fengum fleiri færi en þeir. Það vantaði svolítið flæði í sóknarleikinn. Spennan og ákefðin voru svo mikil að byrja mótið að við ætluðum helst að skora 3-4 mörk í hverri sókn.“ Sanngjörn úrslit „Tilfinníngin eftir þennan leik er bæði sæt og sár,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis eftir frumraun sína með liðið í Lands- bankadeildinni. „Fyrri hálfleikur var frábær hjá okkur og við vorum klaufar að vera ekki fleiri mörkum yfir í hálfleik. Seinni hálfleik spiluðum við illa og á endanum voru þetta kannski sanngjörn úrslit. Þeir spiluðu með vindi í báðum hálf- leikjum sem er mjög sérstakt og gerist bara á íslandi. Þetta er vonandi það sem koma skal hjá Fylki en við þurfum að bæta það sem gerðist í seinni hálfleik." Kærkomið mark „Okkur gekk erfiðlega að skora en við fengum færin. Það var samt kærkomið að fá markið í lokin," sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði ÍA. „Við ætlum ekki að tapa á heimavelli í ár og hin liðin verða að skilja að það verður ekkert gefið eftir hérna. Það gekk eftir." henry@dv.is Barátta Það var ekkert gefið eftir i návígjum á Skaganum igær. Hér eru Skagamaðurinn Grétar Rafn Steinsson og Fylkismaðurinn Eyjólfur Héðinsson að berjast um boltann. DV-mynd Viihelm ÍA-FYLKIR 1-1 Dómari: Magnús Þórisson (5). Áhorfendur: 1.500. G»ði leiks: 5. Gul spjöld: lA: Engin. Fylkir. Ólafur Stígsson 39., Finnur Kolbeinsson 63., Valur Fannar Gtslason 64. Rauö spjöld: Engin. Mörkin: 0-1 Sævar Þór Gíslason 28. Skot úr teig Kári Steinn 1-1 Alen Marcina 90. Skot úr teig Kári Steinn Leikmenn ÍA: Þórður Þórðarson 3 Guðjón Sveinsson 3 Gunnlaugur Jónsson 3 Reynir Leósson 4 Kári Steinn Reynisson 2 Pálmi Flaraldsson 2 Grétar Rafn Steinsson 3 (76., Hjörtur Hjartarson -) Julian Johnson 4 Haraldur Ingólfsson 1 (67., Andri Karvelsson 3) Alen Marcina 2 Stefán Þórðarson 2 Leikmenn Fylkis: Bjarni Þórður Halldórsson 5 Gunnar Þór Pétursson 3 Valur Fannar Gíslason 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 4 Guðni Rúnar Helgason 4 Ólafur Stígsson 2 Finnur Kolbeinsson 4 Helgi Valur Daníelsson 3 Sævar Þór Gíslason 4 (72., Ólafur Páll Snorrason -) Eyjólfur Héðinsson 2 (90., Jón B. Hermannsson -) BjörgólfurTakefusa 4 (68., Þorbjörn Atli Sveinsson 2) Tölfræðin: Skot (á mark): 23-14 (12-9) Varin skot: Þórður 7 - Bjarni 11. Horn: 5-1 Rangstöður: 3-11 Aukaspyrnur fengnar: 20-19. BESTUR Á VELLINUM: Bjarni Þórður Halldórsson, Fylki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.