Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus MÁNUDAGUR 17. MAl2004 25 í dag verður að skila inn undirskriftum til stuðnings forsetaframboði. Þegar þetta er skrifað bendir ekkert til annars en að í framboði verði fjórir: Ástþór Magnús- son, Baldur Ágústsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Snorri Ásmundsson sem einn frambjóðenda býður þjóðinni ekki upp á erlenda húsfreyju á Bessastaði með fram- boði sínu. < i\ Forsetaframbjú&endafrúr Donit Moussaieft Jean Plummer og Natal- la Wiium. Snarrí, einn frambjoðenda hefur enga konu hvad þá erlenda, upp a arminn, „Margoft hafa menn bent mér á þetta. Ég hef bara ekki fundið mína heittelskuðu ennþá og spurning hvað hægt er að gera í þvf með svo skömmum fyrirvara," segir Snorri Ásmundsson forsetaframbjóðandi um þá staðreynd að hann einn for- setaframbjóðenda hefur ekki konu upp á arminn. Ekki einu sinni ís- lenska konu en eins og alþjóð veit þá eru það eingöngu konur af erlendu bergi brotnar sem sækjast eftir hús- freyjustarfanum á Bessastöðum: Gyðingurinn Dorrit Moussaieff kona Ólafs Ragnars Grímssonar, Englend- ingurinn Jean Plummer spúsa Bald- urs Ágústssonar og hin rússneska Natalía Wiium sem er kona Ástþórs Magnússonar. „Ég hef vísað í Vigdísi og hennar tíð sem forseti. Hún hafði engan maka sér við hlið en þá er mér bent á það á móti að hún sé kona," segir Snorri en það skiptir meira máli í þessu sambandi en margur gæti æti- að í fljótu bragði. Þannig virðist nefnilega að íslendingar elski „tengdadætur sínar", það eru þær konur sem íslenskir karlmenn hafa sótt sér út í heim. Jafnvel litið á það sem ákveðna landvinninga. Hins vegar er ekki hið sama uppi á teng- ingnum þegar þessu er öfugt farið. Snorri segir það reyndar ögrandi að fara í kosningar óundirbúinn og vopnlaus. En þrætir ekki fyrir að hann kíkioft nið- ur í Snorri Ásmundsson ásamt Vigdísi Finnbogadóttur Snorri hefur bentá Vigdísi þegar honum hefur verið núið þvi um nasir að standa einn í forsetaframþoði sínu en Vigdís er reynd- ar kona og það breytir miklu i þessu sambandi. Alþjóðahús og tali við stelpurnar þar. „Já, já, þar er fullt af spennandi konum og ég er ekki frá því að þær séu léttari á bárunni þessar er- lendu," segir Snorri sem um helgina hélt sigurhátíð á Akureyri. Hann segir gott að senda sigurorkuna út í loftið og sýna stuðningsmönnum sínum fram á að þetta er hægt. Og undirskriftirnar eru að skríða í hús hjá Snorra en í dag þarf að leggja þær fram vilji menn í framboð. Snorri leitaði eftir íjárstuðningi frá Playboy-veldinu við upphaf sinnar kosninga- baráttu en hafði ekki erindi sem erfiði. Snorri fékk skilaboð frá varafor- stjóra Kostirog gallar mótframbjóðenda Snorri Ásmundsson var beðinn að nefna kosti og galla á mótframbjóðendum sinum og hans palladómar eru stuttir óg hreinskilnir. Ólafur Ragnar - kostir&gallar veriö aðdáandi Ólafs. Hann er vingjarnlegur. Það erþað eina sem ég get sagtumhann.Ólafur . kallar ekki fram lýsingar- orð, hvorki slæm né góð. Greindur og gáfaður. Verð- ^ugur keppinautur. Gaman llljfe^að kljást við hann." W1É3* Ástþór Magnusson - kostir&gallar „Ég kaus hann i slðustu kosningum en ég myndi ekki kjósa hann núna,þó svo að ég væri ekki I fram- boði. Ég skil ekki málstaö- inn hans.Og held að hann ætti að fara I áfengismeð- ferð." Baldur Ágústsson „Baldur.Jámmm. Ég hef beint kynnt mér hann. En heyrt sögu- sagnir. Auðugur mað- ur og drykkfelldur hef ég heyrt. Stofnaði Vara, seldi fyrir tíu árum, fór til Bretlands og er auðug- ur maður i dag." fyrirtækisins, Bill Farley, þess efnis að ísland væri of lítill markaður fyrir Playboy. „Þeir eru ekki einu sinni með umboðsmann hér og sáu sér ekki hag í að taka þátt í framboði mínu. Þeir misstu af því tækifæri. Vonandi að þjóðin missi ekki af þessu tækifæri einnig." En að forsetafrúnni aftur, Snorri segir að hann dáist að Dorrit. „Ég er algjört „fan“. Hún er náttúrlega með mann. Vonandi að hún sjái sig um hönd þegar ég verð orðinn draumaprins margra meyja sem forseti ísland. Þar með verð ég einn eftirsóttasti piparsveinninn í Evr- ópu. Sem hefði ótvírætt auglýsinga- gildi fyrir land og þjóð,“ segir Snorri. jakob@dv.is Óttar Sveinsson Segist í finum málum en bók hans Útkall i djúpinu er að koma út i Amertku undir nafninu: Doom and the Deep. Útkall - Ameríka kallar „Já, já, ég er í fínum málum. Út- kallsbækurnar eru á leið til út- landa. Ein þeirra, Útkall í djúpinu eða Doom and the Deep, mun koma út í Ameríku seinni part árs,“ segir Óttar Sveinsson fyrrum blaðamaður á DV en hann hefur nú snúið sér alfarið að því að skrifa bókaflokkinn Útkall og sinna út- gáfumálum honum tengdum. Það er útgáfufyrirtækið Lyons Press sem annast útgáfuna en for- lagið hefur tryggt sér alheimsrétt- inn á útgáfu bókanna á ensku og hyggst gefa út bækur Óttars í öllum hinum enskumælandi heimi. Óttar kýs að upplýsa ekki hvaða þýðingu þetta hefur fyrir hann fjárhagslega en Ameríka er gríðarlega mikilvæg- ur markaður. „Þetta er ágætt," seg- ir hann. Bók hans Útkall - Geysir horfinn, hefur þegar verið þýdd og er nú verið að skoða hana með það fyrir augum að gefa hana út á er- lendri grundu. Óttar vinnur nú að 11. bókinni í bókaflokknum en húin mun fjalla um hápunkt átakanna sem urðu í landhelgisdeilu Breta og íslend- inga árið 1976 en þá er síðasta þorskastríðið að líða undir lok og átökin að harðna. Þetta var þegar íslendingar færðu landhelgina í 200 mílur og Guðmundur Kærne- sted skipstjóri og fleiri stóðu í ströngu. „Ég mun að auki ræða við ýmsa Breta til að fá hina hliðina sem og blaðamenn sem fylgdust með í návígi." :kynna Islenski boltinn er að hefjast og við flautum til leiks! veidu þitt eigið draumelið STFIfíX á vísir.is áViqns, aðalvinningurinn er ferð fyrir tvo á fírsenal-ManUtd í vetur. Þeir stigahæstu eftir 6 ag 12 umferðir fá vegleg verðlaun. visir.is . ..Landsbankadeildin er líka á Lengjunni!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.