Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Side 11
DV Fréttir MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 11 Björn Bjarnason las upp á Alþingi um helgina bréf frá Þresti Emilssyni, blaða- manni á Fréttablaðinu, þar sem hann segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir hafa þegið fé frá Jóni Ólafssyni. Stálu hjólum frá lögreglu Aðfaranótt sunnudagsins kom leigubflstjóri með tvo menn inn í port lögreglu- stöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem hann gat með engu móti losað þá úr bfl sínum. Inni í portinu stálu þessir tveir menn óskilareiðhjólum úr vörslu lögreglunnar en vom handsamaðir nokkm síðar á hjólunum. Lögreglan ákvað að bjóða reiðhjóla- þjófunum upp á gistingu í geymslum sínum en í gær- morgun var þeim síðan sleppt eftir að lögreglan hafði rætt við þá um málið. Utankjörs fyrir austan Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Héraði er hafin. í tilkynn- ingu frá kjörstjórn kemur fram að hægt sé að greiða at- kvæði hjá sýslumönn- um, sendi- ráðum, ræðismönnum og fastanefndum hjá alþjóða- stofnunum. Þar kemur einnig fram að kjósendur skuli rjta á kjörseðil orðið „já", ef þeir eru meðmæltir sameiningu - en „nei“, séu þeir á móti. Kosningin fer fram samhliða forsetakosn- ingum, 26. júm' nk. Ingibjörg segist ekki hafa íengið krönu „Þetta er dónaskapur gagnvart mér,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. „Eins og ég hef margoft sagt þá hef ég aldrei fengið krónu frá Jóni Ólafssyni." í umræðum á Alþingi um helg- ina las Björn Bjarnason upp bréf sem hann taldi sanna að Ingibjörg Sólrún hefði þegið fé frá Jóni Ólafs- syni. Bréfritari hefur Björgvin G. Sig- urðsson, þáverandi framkvæmda- stjóra Samfylkingarinnar, fyrir upp- lýsingunum. „Björn hefur veifað þessu bréfi án þess að ég vissi hvað í því stæði, það er gott að þetta er komið upp á borð- ið og lýsir ráðherranum ágætlega," Ingibjörg. „Mér finnst ekki við hæfi að Sjálf- stæðis- menn séu alltaf að igibjörg Sólrún Gísladóttir, vara- rrmaöur Samfylkingarinnar „Mér nnst ekki við hæfi að sjálfstæðismenn ’u alltafað dylgja um þessi mál." dylgja um þessi mál. Það er kominn tími til að þeir komi með sannanir fyrir þessum áburði sínum." Ingibjörg segir einnig að í bréfinu sé farið með bein rangindi. Birni Bjarnasyni hafi verið kunnugt um það að bréfið hafi verið skrifað þeg- ar bréfritari hafði verið launalaus mánuðum saman vegna erfiðleika á vinnustað sínum; fyrirtækinu Innn, sem var í eigu sonar Jóns Ólafssonar. Alfreð Þorsteinsson, borgarfull- trúi R-listans, kannast ekki við efni bréfsins...þó þekki ég fjármál Reykjavíkurfistans mjög vel,“ bætir hann við. Aðspurður af hverju Björn dragi þetta bréf upp núna segir Al- freð: „Þetta er nauðvörn manns sem er í slæmum málum og á í erfiðleikum með að réttlæta gerðir sfn- ar og síns flokks á erfiðum tímum." í bréfi Þrastar Emilssonar til Stefáns Jóns Hafstein vitnar Þröstur í samtal sem hann átti við Björgvin G. Sigurðsson: „Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar fullyrti hins veg- ar þegar ég maldaði í móinn að Ingi- björg Sófiún Gísladóttir hefði jú vissulega þegið umtalsverða fjár- muni úr vasa Jóns Ólafssonar," segir í bréfinu. Björn Bjarnason segir enga ástæðu til að ætla að Þröstur hafi haft rangt eftir Björgvini eða hafi ákveðið að setja sig í þá stöðu að .senda Stefáni Jóni Hafstein, for- manni framkvæmdastjórnar Sam- fylkingarinnar, rangar upplýsingar. „Bréfritari er þrautþjálfaður fréttamaður, sem er vanur að hafa eftir fólki," segir Björn. „Hvers vegna skyldi ég eða aðrir draga í efa að Björgvin hafi sagt öðru vísi frá þessu máli en hann vissi satt og rétt? Hvaða hagsmuni hafði Björgvin af því að búa eitthvað til um þessi fjárhagslegu sam- skipti?" Björgvin G. Sig- urðsson segir að það sem er borið upp á hann sé rangt. „Ég hef aldrei haft neina aðkomu, innsýn eða vitneskju um ijármál R-listans né for- „Þetta er nauðvörn manns sem er í slæm- um málum og á í erf- iðleikum með að rétt- læta gerðir sínar og síns flokks á erfiðum tímum." ystumanna hans á hverjum tíma og hvað þá Jóns Ólafssonar og hef því engar forsendur til að fjalla um málið," segir Björgvin. Bréfritarinn, Þröstur Emils- son, vildi ekki tjá sig um hvort hann stæði við bréfið. „Mér finnst afar undarlegt að þetta komi upp núna þar sem bréf- ið er yfir þriggja ára gamalt," segir Þröstur, „... en mest er ég undrandi á viðbrögðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur - þau verður hún að hafa við sína samvisku - ef hún þá hefur einhverja." simon@dv.is Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra Telur bréfið sanna tengsl milli Samfylkingarinnar og Jóns Ólafssonar. Ríkisstofnun ársins hefur verið valin. í fyrra var það ÁTVR en nú var Heil- brigðisstofnun Akraness valin. Heilbrigðisstofnun Akraness Fékk sérstök hvatningarverðlaun og þykir reksturinn til fyrir- myndar. Heilbrigðisstofnun Akraness hlaut hvatningarverðlun Heilbrigðisstofnunin á Akranesi fékk sérstök hvatningarverðlaun frá nefnd sem hafði það hlutverk að velja rfkisstofnanir sem þóttu til fýr- irmyndar á árinu 2004. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, varð fyrir vafinu sem ríkisstofnun til fyrir- myndar, Fiskistofa hlaut einnig við- urkenningu fyrir góðan árangur og Heilbrigðisstofnunin Akranesi fékk sem sé sérstök hvatningarverðlaun fyrir góða frammistöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Þar seg- ir að Heilbrigðisstofnunin Akranesi hafi markað sér stefnu árið 1998 sem nýlega var endurskoðuð og staðfest af heilbrigðismálaráðherra. í áætlunum sínum setur stofnunin fram skýr markmið, m.a. töluleg, leiðir til að ná markmiðum og hvernig staðið skuli að árangurs- mati. Hluti árangursmælikvarða er sameiginlegur með öðrum heil- brigðisstofnunum og hefur stofn- unin verið virk í því þróunarverk- efni. Stjórnendur og hluti annarra starfsmanna unnu að stefnumót- uninni og er unnið að því að hrinda aðgerðaáætlun í framkvæmd með gæðaverkefnum. Nefndin telur að þær breytingar sem unnið er að innan sjúkrahússins séu afar áhugaverðar. Hvatt er til þess að unnið sé ötullega að málum til þess að ná sýnilegum árangri sem fýrst. Nefndin telur að fleira sé til vitnis um að vel sé staðið að málum og að stofnunin standi framarlega meðal heilbrigðisstofnana. Þar skal helst nefna lyfjamálin, innkaup, áætl- anagerð og samstarfssamninga. Úrvalto (i er hja okkur BARNAVÖRUVERSLUN GLÆSIBÆ sími 553 3366 - www.oo.is Graco Mirage svefnkerra Verö 11.550 Staö.gr. 10.970 Urval af barnakerrum Graco, Basson og Brio

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.