Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Síða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 77. MAÍ2004 13 Vinir Pútíns í vandræðum Einn stærsti styrktaraðili Vladimirs Pútín í kosninga- baráttu hans, Sodbizne- bankinn, var sviptur bankaleyfi sínu á fimmtu- daginn vegna ásakana um peningaþvott í tengslum við morðrannsókn. Þetta er í fyrsta skiptið sem banki er sviptur leyfi á þennan hátt. Bankinn á að hafa tekið þátt í að borga lausnargjald fyrir tvo starfsmenn fyrir- tækisins KamAZ. Seinna fundust starfsmennirnir lámir. Störukeppni endarítárum Mainichi-dagblaðið í Japan segir frá störu- keppni sem endaði á óvenjulegan hátt. Annar keppendanna dró upp táragas og sprautaði í augu andstæðingsins. Fómarlambið var 21 árs gamall og mætti hann hinum manninum við lestarstöð. Augu þeirra mættust en skömmu síð- ar fóm hlutimir úr bönd- unum. Lögreglan kom og handtók rnanrún með táragasið. Fórnarlambið og tíu aðrir kvörtuðu undan óþægindum en lögreglan segir að ástand þeirra sé ekki alvarleg. Andstæðingar Hringbrautar berjast áfram Undirskriftasöfnunin á vegum Átakshóps gegn færslu Hringbrautar er enn í gangi. Hún mun standa til 31. maí. Þeir sem skrifa undir fara ff am á ff est- unfram- kvæmda og að þetta stór- mál fari í atkvæðagreiðslu í tengslum við forsetakosn- ingamar 26. júm'. í gær, sunnudaginn 16. maí, vom 515 búnir að skrifa undir. Að sögn forráðamanna und- irskriftasöfiiunarinnar verð- ur það að teljast nokkuð gott þar sem hópurinn hef- ur enga peninga til að aug- lýsa þetta framtak. Bæturnar samþykktar Ný lög um atvinnuleys- isbætur vom samþykkt á Alþingi um helgina. Margir hafa beðið nokkuð lengi eftir þess- ari hækk- unsem ríkis- stjórnin hafði samþykkt í kjölfar síðustu samninga. Samkomulag varð um það milli þing- flokksformanna og forseta að afgreiða atvinnuleysis- tryggingafrumvarp íjár- málaráðherra til þess að bótaþegar, sem bíða eftir hækkun á atvinnuleysis- bótum, þurfi ekki að bíða áfram í óvissu vegna tafa sem eru að verða á þing- störfúm. Bætumar em aft- urvirkar til 1. mars sl. Búist er við snörpum umræðum um veiðiheimildir smábáta á þingi í dag. Um er að ræða tilboð sjávarútvegsráðherra um að bjóða smábátaeigendum upp á að skipta úr sóknardagakerfi yfir í kvótakerfi auk þess sem frumvarpið gerir ráð fyrir að fækka sóknardögum úr 23 í 18. Smábátar eru hitamálið á Alþingi í dag ■■ Nýtt frumvarp um veiðiheimildir smábáta verður til íyrstu um- ræðu á Alþingi í dag og er búist við heitum umræðum. Magnús Þór Hafsteinsson Reiknar með heitum umræðum á þingi idag um smábátafrum- varpið. Eins og fram hefur komið í frétt- um hyggst sjávarútvegsráðherra bjóða smábátaeigendum upp á að skipta úr sóknardagakerfi og yfir í kvótakerfi ef þeir vilja og mun veiðireynsla síðustu ára verða lögð til grundvallar. Að öðru leyti gerir frumvarpið ráð fyrir að fækka sókn- ardögum úr 23 og niður í 18 daga á ári. Þeir sem besta veiðireynslu hafa á sl. þrem árum eru ekki mótfallnir því að skipta yfir í kvótakerfi enda mun verðmæti kvóta þeirra á mark- aði nema um 6-7 milljónum kr. samkvæmt yfirliti frá Fiskistofu um afla þeirra. Aðrir eru hins vegar mjög á móti þeirri fækkun á sóknar- dögum sem stendur til. Magnús Þór Hafsteinsson þing- maður Frjálslyndra segir að það verði forvitnilegt að fylgjast með málflutningi þeirra Einars Odds og Einars K. Guðfinnssonar þing- manna Vestfjarða. Magnús segir að á þekktum fundi á fsafirði á síðasta ári hafi þeir báðir verið mjög mót- fallnir atriðum sem er nú að finna í frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Á fundinum sagði Einar Oddur m.a. um gólf í sóknarkerfi smábáta sem samkvæmt frumvarpinu á að verða 18 dagar: „Ég hef margsinnis lýst því yfir að það sé lífsnauðsynlegt fyrir dagabátana að hafa þetta gólf. Margsinnis lýst því yfir að ég sé til- búinn að styðja þessa 23 daga. Og svarið er já áfram. Já“ Og Einar K. sagði m.a. á sama fundi:. „Ég held að það þurfi að gera tvennt varðandi dagakerfið. Það er annars vegar að setja í það gólf, og hins vegar að tryggja það að sóknarmátturinn auldst ekki í heild sinni. Það er mjög mikilvægt til að verja þetta dagakerfi í heild sinni að það sé líka gert jafnframt því að gólfið sé sett í kerfið." Taumlaust írskt stuð í Höllinni 29. maí ,Allir dansa við þessa tónlist nema hinir steindauðu“ rf Landsbankinn Stuðboltarnir frá París -Klezmer Nova á Broadway 28. maí Seiðandi söngstjarna frá Perú -Susana Baca á Broadway 30. og 31. maí íí fn Miðasalan opin kl. 10-18 og kl. 12-16 um helgar Bankastræti 2, s. 552 8588 og á www.artfest.is ^Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.