Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 32
'Pvé&úskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. f j /~J f \ r 555 5 SKAFTAHLÍÐ24, 105 ftEYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMIS505000 • Davíð Oddsson forsætisráð- herra hefur hleypt öllu í loft upp með því að draga fjölskyldu for- seta íslands inn í umræðuna um fjölmiðlafrumvarpið. Segir for- setann vanhæfan þar sem dóttir hans starfi til að mynda hjá Baugi. Til að hafa þetta nákvæmt skal tekið fram að Tinna dóttir Ólafs Ragnars starfar á að- alskrifstofu Baugs Group í Grjótaþorpinu sem verkefnastjóri en var áður hjá Kaupþingi. Dalla tvíburasystir hennar dregst þó seint inn í umræðuna því hún er stikkM í laganámi í Háskóla fslands. Varla er heldur hægt að tengja stjúpdætur forsetans tvær við fjölmiðlalögin því önnur er kennari á Selfossi og hin myndlistarkona á Skólavörðu- stígnum. Sjáum hvað setur... Báðar með baug á fingri! framan 140 milljónlr Þótt Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sé ekki nema 23 ára fór hún létt með að tala beint til 140 miiljóna Evrópubúa fyrir hönd íslands í beinni útsend- ingu á Eurovision: „Þetta var nú ekki nema ein og hálf mínúta og ég neita þvf ekki að ég var stressuð en hef sé það verra. Til dæmis þegar ég þurfti að halda út- skriftarræðuna í Fjölbrautaskóla Vesturlands í febrúar 2001. Þá var ég að fara yfir um af stressi þó áheyr- endur væru aðeins um fimmú'u," segir Sigrún Ósk sem eyddi deginum í gær í sjö ára afmæli bróður síns á Akranesi. Þangað er hún núna aftur ílutt eftir dvöl í höfuðborginni en Sigrún Ósk stjórnaði sem kunnugt er unglingaþættinum At í Ríkissjón- varpinu í vetur. Nú hefur hún ráðið sig sem markaðs-og atvinnufulltrúa á Akranesi og meðal verkefna hennar er að skipuleggja 17. júní-háú'ðar- höldin uppi á Skaga, Sjómannadag- inn og svo írska daga sem þar verða haldnir. „Það versta við útsendinguna var að þurfa að hanga í kulda og trekki inni í stúdíói og bíða eftir að röðin kæmi að manni. Og svo þegar stund- in rann upp fór ég bara með texta sem hafði verið skrifaður fyrir mig,“ segir Sigrún Ósk sem fylgdist spennt með keppninni eins og aðrir þrátt fyrir álagið: „Sjálfri fannst mér lagið frá Kýpur best og hefði valið það til að hlusta á í bílnum mínum frekar en önnur. Jónsi stóð sig þó vel þó lagið sé ekki til þess fallið að ná eyrum 140 milljón manna í einni hlustun." Sigrún Ósk hefur ekki samið um laun fyrir þessa framgöngu sfna í Eurovision en er þó sannfærð um að aldrei fyrr hafi hún verið á jafn góðu ú'makaupi enda mínútumar aðeins ein og hálf. Og svo þurfti að passa upp á útliúð: „Það var fatahönnuðurinn Fjóla Ósland sem fékk það verkefni að klæða mig upp og hún gerði það með stæl. Skreytú mig með skartgripum sem ég held að séu ættargripir ffá henni sjálfri og svo greiddi hún mér meira að segja sjálf. Ég vona að aflir hafi verið ánægðir með mig. Ég gerði mitt besta," segir Sigrún Ósk. Sigrún Ósk á skján um 140 milljónir Evr- ópubúa höfðu hana fyrir augunum íhálfa aðra mínútu. Eggjagolf Ástand á golfvöllum landsins mun vera ótryggt þessa vordaga vegna fugla sem gera sér hreiður og verpa þétt upp að golfvöllun- um. Telja dýrafræðingar að fuglarn ir noti golfleikarana sem fuglahræð Golfleikari Fuglarnota þá fyrir fuglahræður. ur og telji sig þar með öruggari um egg sín. Eina vanda- málið er þegar golfleikararnir rugl- ast á eggjun- um og golf- kúlunum. Hefur mörgum brugðið í brún þegar „driverinn" skellur á egginu. [------------ Forsetinn á tískusýningu útskrift- arnema i Listahdskóla Islands á laug ardaginn. Við hlið hans siturÁsa Rid ardsdóttir, eiginkona Hjálmars H. rektors skólans. Ragnarssonar, |H| m i| 'i£t£S. Nýtur menningar í biðstöðu og bakaríi Forseti íslands hefur verið í bið- stöðu. Setið heima í stað þess að sækja brúðkaup í Kaupmannahöfn. Telur ástand þjóðmála kalla á nær- veru sína. En forseúnn situr ekki að- gerðalaus og bíður þess sem verða vill. Þrátt fyrir viðbragðsstöðuna nýt- ur hann menningarinnar í höfuð- borginni í botn og sækir viðburði sú'ft á meðan Dorrit gegnir skyldum hans í Kaupmannahöfn. Á fimmtu- dagskvöldið var forsetinn á frumsýn- ingu á Don Kíkóta í Borgarleikhús- inu. Lét forseúnn vel af verkinu þó dómarnir hafi verið slakir. Á föstu- daginn var hann viðstaddur opnun Listaháú'ðar í Listasafhi íslands. Þar vakti athygli að Halldór Ásgrímsson stóð þétt að baki hans á meðan á opnuninni stóð án þess þó að yrða á hann. Hefði utanríkisráðherra þó vel getað hvíslað ofan í hálsmálið á for- setanum orðum að eigin vali. En gerði ekki. Á laugardaginn birúst for- setinn svo á opnun sýningar á út- skriftarverkum nemenda í Listahá- skóla fslands og fylgdist þar með tískusýningu eins og hér má sjá. Á eftir fór hann í Björnsbakarí við Hringbraut og keypú sætabrauð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.