Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17.MAÍ2004
Fréttir DV
Winterston
snýr aftur
Lighthousekeeping, ný
skáldsaga eftir velsku skáld-
konuna Jeanette Winterston,
hlýtur um þessar mundir af-
burða dóma í flestöllum
enskum blöðum. Winter-
ston, sem er fædd 1959, varð
fræg fyrir skáldsögur á borð
við Oranges Are Not the
Only Fruit og Sexing the
Cherry (Kynjaber í ísl. þýð-
ingu) en þótti svo tapa sér í
stirðbusalegum orðaleikjum,
þunglamalegri ádeilu og
innantómum oflátungs-
hætti. Nú ber gagnrýnend-
um saman um að hún sé aft-
ur komin á beinu brautina í
flókinni en bráðskemmti-
legri frásögn um stúlku, vita-
vörð og margt, margt fleira.
Áofsahraða
meðfarþega
Vélhjóli, sem ekið var
um Reykjanesbraut í átt
til Reykjavíkur um hálf-
tíuleytið á laugardags-
kvöld, var ekið á 122 km
hraða, samkvæmt mæl-
ingum lögreglunnar í
Keflavík. Lögregla gaf
ökumanninum merki
um að stöðva hjólið, en
ökumaðurinn, sem var
með farþega með sér á
hjólinu, sinnti ekki
stö ð vunarmerkj unum
heldur jókhraðann. Lög-
reglan í Hafnarfirði fór á
móti manninum og
stöðvaði hann við hring-
torgið við kirkjugarðinn
ofan við Hafnarfjörð.
Mældist hjólið þá á 168
km hraða. Að sögn lög-
reglunnar verður við-
komandi sennilega
sviptur ökuleyfinu.
Efnahvörf
kríunnar
Farfuglarnir eru nú allir
komnir til landsins. Hvemig
þeir rata yfir jafnvel hálfan
hnöttinn, eins og í tilfelli
kríunnar, hefur
lengi verið ráð-
gáta. Lengi hafa
menn haft grun
um að þeir nýttu
á einhvem hátt
segulsvið jarðar og t.d. hefur
verið talið að segulmagnaðir
málmar í nefi þeirra leiddu
þá á rétta stefhu. Nú hafa
vísindamenn við Kaliformu-
háskóla hins vegar sýnt
fram á að efnahvörf í öllum
líkama þeirra verða fyrir
áhrifúm af segulsviðinu og
þannig rata þeir rétta leið.
Thorsten Ritz prófessor seg-
ir að í raun sé um að ræða
sérstakt skynfæri en ólrkt
öllum skynfærum manns-
ins, s.s. sjón, heyrn og
þefrtæmi.
Fyrrverandi og núverandi íbúar við Langholtsveg 174 hafa staðið í stappi við Örn
Karlsson byggingarstjóra hússins vegna vanefnda hans við að skila formlega af sér
húsnæðinu og fá lokaúttekt á þvi frá byggingarfulltrúa. Langlundargeð byggingar-
fulltrúa er á þrotum og hefur hann sent Erni bréf.
Hótað dagsektum ef
hann klárar ekki mólið
Fyrrverandi og núverandi íbúar við Langholtsveg 174 hafa stað-
ið í stappi við örn Karlsson byggingarstjóra hússins vegna van-
efnda hans við að skila formlega af sér húsnæðinu og fá lokaút-
tekt á því frá byggingarfulltrúa.
Fasteignasali
Alvilda segir að fyrir nokkmm
vikum hafi fasteignasalinn sem sá
um viðskiptin haft samband og þoð-
ist tfl
Langlundargeð byggingarfulltrú-
ans er nú á þrotum og hefur hann
sent Erni bréf þess efnis að ef hann
gangi ekki frá málinu nú muni emb-
ættið beita hann dagsektum, 25.000
kr. á dag, þar tfl húsnæðið er klárt
fyrir lokaúttekt. Um er að ræða hús-
næði þar sem áður voru verslanir en
var breytt í íbúðir.
Alvilda Magnúsdóttir sem bjó
áður að Langholtsvegi 174 er ein
þeirra sem lent hefur í töluverðum
vandræðum vegna þessa máls.
„Þannig er mál með vexti að ég
og maðurinn minn lentum í fast-
eignasölu sem hefur komið okkur
„Við erum með í
höndunum pappíra
frá byggingarfulltrúa
þarsem talið er upp
allt það sem er ólög-
legt og óklárað og
það er mikið meira en
við vissum þegar við
áttum íbúð-
ina.
næstum því á hausinn. Við keyptum
íbúð á Langholtsvegi 174 af þessari
fasteignasölu árið 2001. Það er
ekki enn búið að ganga frá
afsali af henni því vanefndir
byggingarstjórans eru tölu-
vert miklar," segir Alvilda.
„Stúlka sem keypti af
okkur íbúðina ári
seinna heldur enn eftir
peningum, sem við
eigum vegna þessara
vanefnda. Á þessum
íbúðum hefur aldrei
verið gerð lokaúttekt
af byggingarfulltrúa og
byggingarstjóri ekki einu
sinni skflað inn teikningum af
rafmagni. Við erum með í
höndunum pappíra frá
byggingarfulltrúa þar sem
talið er upp allt það sem
er ólöglegt og óÚárað
og það er mikið
meira en við viss
um þegar við
áttum íbúð-
að ljúka málinu svo framarlega sem
Alvilda vfldi gefa eftir það sem stúlk-
an átti enn eftir að borga en það eru
100.000 kr. Alvilda segir að þótt
þetta sé kannski ekki há fjárhæð þá
sé hún ekki svo heimsk að sam-
þykkja svona boð. „Það getur vel
verið að ég eigi skaðabótakröfu
einhverstaðar vegna þessarar
málsmeðferðar," segir Alvilda.
Enginn lögfræðingur
Alvilda segir að sér
gangi erfiðlega að fá lög-
fræðing tfl að taka að
sér mál hennar.
„Sennflega er þetta
ekki nógu stórt mál
fyrir þá,“ segir Al-
vflda. „Ég er búin að
hafa samband við
marga í gegnum tölvu-
póst og þeir svara ekki
einu sinni. Ég er búin að
tala við þrjá lögmenn og allir
eru of uppteknir til að taka þetta
að sér. Við erum orðin úrkula
vonar um að fá hjálp og það eina
sem mér datt í hug var að hafa
samband við blaðámann sem vfldi
kannski hjálpa okkur að koma
þessu á framfæri."
fri@dv.is
Hamfarir miklu meiri en þegar risaeölurnar dóu út
Dauðinn mikli fundinn
Vísindamenn telja sig nú hafa
fundið sannfærandi sönnun þess
að fyrir 251 milljón ára hafi loft-
steinn á stærð við Everest-fjall rek-
ist á jörðina þar sem nú er norður-
hlutiÁstralíu. Svæðið var þá hluti af
hinu stóra meginlandi Pangeu
ásamt Suðurskautslandinu, Afríku,
Indlandi og fleiri svæðum.
Leifar af gíg hafa nú fundist,
tæpir 200 kílómetrar í þvermál. Eft-
ir öll þessi ár er hann hulinn jarð-
vegi og á u.þ.b. tveggja kílómetra
dýpi. Áreksturinn hafði skelfileg
áhrif á jurta- og dýralíf og talið er
að allt að 90% alls lífs á jörðinni þá
hafi dáið út. Þetta var löngu fyrir
daga risaeðlanna sem dóu út við
svipaðan árekstur fyrir 65 milljón
árum. Engin stór dýr lifðu þá á
landi, heldur aðeins lítil froskdýr,
skordýr o.þ.h. Nokkur skriðdýr
voru komin til sögu, t.d. svonefnd-
ur „dicynodon" sem reyndar svip-
aði meira til spendýra en skriðdýra
að því er talið er, þótt skriðdýrin
hafi síðar náð yfirhöndinni um
langt skeið.
Dyconodon Þessi litli náungi dó úti Dauðanum mikla fyrir 251 milljón árum.
Lengi hefur verið vitað að ein- hefur hlotið nafnið „Dauðinn
hverjar gífurlegar hamfarir hafi átt mikli“. Nú virðist sökudólgurinn
sér stað á þessum tímapunkti sem fundinn.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*
★ Rafmagnsgítar
a magnari poki, ól- snúra -stillir
og auka strengjasett
Söngkerfi Trommusett frá
frá 59.900,- 49.900,- stgr.
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Klassískir gítarar
frá 9.900,- stgr.