Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 Fréttir DV Skotleyfi á Guðna Helgi Hjörvar skrifar á heimasíðu sinni um Guðna Ágústsson landbúnaðar- ráðherra, sem er þessa dag- ana með höndina í fatla. Helgi segir deilt um hvort ástæðan fyrir meiðslum Guðna sé það skodeyfi sem HalldórÁsgrímsson sé sagður hafa gefxð út á Guðna, eða hitt að Guðni hafi loksins lamið í borðið og sagt um íjöl- miðlafrumvarpið - hingað og ekki lengra." Guðni gef- ur hins vegar sjálfur ein- falda ástæðu fýrir fatíanum. „Gömul fþróttameiðsl tóku sig upp,“ segir hann. Mikið fyllerí í miðborg- inni Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var mjög mik- ið fyllerí í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins og hélt það áfram langt ff am eftir morgni. Þús- undir manna söfnuðust saman á svæðinu og var mikiil erill hjá lögreglu. Á áttunda tímanum var enn fjöldi ölvaðs fólks í miðbænum og fyrst eftir þann tíma fór hópurinn að þynnast. Lögreglan segist ekki muna eftir jafnmiklu fylliríi í borg- inni í mjög langan tíma. Ekkert stórvægilegt kom þó upp og gekk þetta að mestu stórslysalaust fyrir sig. Girti niður um sig við stjórn- arráðið Eins og fram hefur kom- ið var mikill erill hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfara- nótt sunnudagsins. Ekkert alvarlegt kom upp á vaktinni en þó var í ýmsu að snúast. Má m.a. nefna að lögreglan var kölluð til er maður einn girti niður um sig fyrir framan stjórn- arráðið. Ekki liggur á ljósu hvort viðkomandi hafi ver- ið að efna til eins manns mótmæla gegn ríkisstjórn- inni enda var hann töluvert drukkinn er lögreglan tók hann úr umferð. Jóhann Ágústsson. fangavörður á Litla-Hrauni, ræsti út fanga 1. maí til að vinna úr rörum á járnsmíðaverkstæði fangelsisins. Hann tók rörin til eigin nota. Kristján Stefánsson fangelsisstjóri segir málið innanhússmál og gefur ekki upp hvort fanga- verðihum verði hegnt fyrir brot á lögum um opinbera starfsmenn. Fangavörður stal rörum al Litla-Hrauui Fangar á Litla-Hrauni segja að fangavörðurinn og aðstoðarvarð- stjórinn Jóhann Ágústsson hafi ræst út einn fanga klukkan 10 að kvöldi frídags verkamanna, 1. maí síðastliðins, og beðið hann að vinna úr rúmlega þriggja metra löngu röri smærri rör til nota á heimili sínu. Fangar hafa ekki aðgang að járnsmíðaverkstæðinu eftir klukkan fimm. Samkvæmt heimildum DV var Jóhann í símasambandi við eigin- konu sína meðan á vinnslunni stóð til leiðbeiningar um fysilega lengd röranna þannig að þau kæmu til nota á heimilinu. Hann hafi beðið fangann um að segja ekki frá. Rör- hvarfið uppgötvaðist hins vegar eftir helgina og segja fangar að sérstök rannsókn og talning hafi farið fram, með þeirri niðurstöðu að framburð- ur fangans sem látinn var vinna rör- in hafi verið réttur. Máhð er altalað meðal fanga á Litía-Hrauni og vilja fangar að lög- brjóturinn í röðum fangavarða hljóti refsingu, líkt og þeir hlutu sjálfir refsingu fyrir sína glæpi. „Við erum Litia-Hraun Fangar á Litla-Hrauni við Eyrar- bakka vilja að fangaverði sem tók rörbúta úr járnvinnstu fangelsisins tileigin nota verði hegnt, líkt og þeim var sjálfum hegnt fyrir glæpisína. „Við erum hér til að verðabetri menn og fangaverðir eru okkar fyrirmyndir." hér til að verða betri menn og fanga- verðir eru okkar fyrirmyndir. Ef hann fær að komast upp með þetta, hvaða skilaboð er hann að gefa öðr- um föngum?" spyr Hannes Hálfdán- arson, fangi á Litía-Hrauni til sjö ára. Hann segir það erfiða stöðu fyrir samfanga sinn að hafa fylgt eftir vilja fangavarðar sem hafi brotíð lög. Bróðir Jóhanns fangavarðar er Tryggvi Ágústsson, deildarstjóri yfir flutningum og refsingum, en bróðir þeirra beggja er Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Tryggvi synj- aði fanganum, sem vann rörin fyrir Jóhann, um að fá til sín tölvusnúru skömmu eftir að upp komst um þjófnaðinn. Kristján Stefánsson, fangelsis- stjóri á Iátía-Hrauni, vill ekki tjá sig um tiltekið mál og gefur ekki upp hvort gripið hafi verið til einhverra ráðstafana vegna þjófriaðarins. „Ég get ekkert sagt um þetta á þessu stigi. Þetta er innanhússmál og trún- aðarmál innan fangelsisins." Spurð- ur um reglur almennt segir Kristján: „Það gilda um þetta lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Svona mál myndi væntanlega fara fyrir Fangelsismálastofnun," segir hann. Valtýr Sigurðsson tók við sem fangelsismálastjóri sama dag og meintur rörþjófhaður átti sér stað. Spurður hvort Fangelsismálastofn- Atli Helgason Trúnaðarmaður fanga á Litla-Hrauni vill að mál fangavarðarins Jóhanns Ágústssonar verði leitt til lykta. Hann vill heyra skýringar hans varðandi málið, þar sem hann er sakaður um að stela röri afjárnsmíðaverkstæði fangelsisins. un hafi málið tíl meðferðar segir Val- týr: „Ég get ekki svarað að svo komnu máli.“ „Ég þekki fangavörðinn og hann er ágætur," segir Atíi Helgason, trúnaðarmaður fanga á Litla- Hrauni. „Mér finnst það ótrúlegt ef fangavörður biður fanga um að gera eitthvað svona. Ég á vont með að trúa alltaf því versta. Ef fangavörður inni í fangelsi stelur er það ekki sú fyrirmynd sem getur tekið lykilinn og læst menn inni í klefa. En það verður að hlusta- á skýringar fanga- varðarins líka. Mér finnst hættan við þetta sú að öll línan sé tekin að fangaverðirnir séu ómögulegir, enda eru þeir almennt mjög góðir. Það þarf að eyða öllum vafa í þessu máli, bæði fyrir fanga og fangaverði." Jóhann Ágústsson fangavörður vhdi ekki ræða málið þegar DV leit- aði eftir því í gær. jontraustiis>dv.is Aftur á spenann Svarthöfði gat ekki annað en glaðst yfir þeim fréttum sem birtust um helgina og sögðu Árna Johnsen vera aftur kominn á spenann. Nú er hann víst í stjórn Rarik. Viðskipta- ráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, segir það Sjálfstæðismönnum að kenna en sér ekkert athugarvert við það að Árni fái pláss á ríkisjötunni því hann hefur jú tekið út sína refs- ingu. Er að vísu enn á reynslulausn frá Kvíabryggju. Að einhverju leyti hefur hann iðrast, en þó ekki það mikið að hann hafi beinlínis játað allt og beðið þjóðina afsökunar. Enda það kannsld aukaatriði þegar Svarthöfði kemur að stjórnvöldum að verð- launa sína bestu syni. Nema þetta sé eitthvað voðalega nýtt konsept hjá stjórnvöldum. Að þjóðnýta fanga. Kannski líta herr- arnir svo á að það séu hvort eð er bara glæpamenn í þessum stjórnum nú þegar og í raun miklu hagstæðara fyrir Ríkið að hafa Árna þarna í stað þess að hann sé atvinnulaus og á bótum. Eflaust fer Lahi Johns í stjórn íbúðalánasjóðs næst þegar hann losnar af Litía-Hrauni. Hann er alla- Hvernig hefur þú það? Hildigunnur Þráinsdóttir leikkona.„Ég hefþað bara mjög gottíaugnablikinu. Ég held meira að segja að sumarið sé loksins komið hér fyrir norðan. Það er allavega komin sót og bliða og því ætla ég að nota tækifærið nú á eftir og slá garðinn minn. Þetta er í fyrsta sinn í vor sem ég slæ garðinn og ætli maður noti ekki tækifærið og snyrti aðeins til í garðinum. Ann- ars er stefnan settáað gera eitt í tilefni sumarsins. Svona reyna að komast í sumarskapið. “ vega sérfræðingur í að vera heimils laus og ætti í raun meira er- indi í stjórn íbúðalána- sjóðs en Árni Johnsen á í Rarik. Já, þau eru sniðug blessuð stjórnvöldin og ef Svarthöfði væri ekki með hjálm tæki hann ofan fyrir hug- kvæmninni. Því þetta hefúr fleiri kosti í för með sér en að forða Árna Johnsen frá því að leggjast á hreppinn. Hann veit nefnilega hvernig á að stela frá Ríkinu og er því tilvalinn í það að vera í stjórninni. Þá sem sérfræðingur í því að koma í veg fyrir þjófnað. Eflaust verður Rarik miklu betur rekið í fram- tíðinni. Til hamingju Árni og velkominn heim. Aftur á spenann. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.