Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 30
- 30 MÁNUDAGUR 17. MAÍ2004 Síðast en ekki síst DV Rétta myndin Beðið eftir miðum á Metallica. Ekkjan eftir „sjahen" í Ólafur Ragnar Grímsson taldi sér ekki stætt á að fara til Danmerkur vegna ástandsins heima fyrir. Sitt sýnist hverjum um það allt saman en innst inni vitum við að hann skipti Dani eflaust ekki miklu máli. En Dorrit Moussaieff fór samt og var fulltrúi þjóðarinnar í þessu brúð- kaupi sem einhverjir lýstu sem [TgH brúðkaupi aldarinnar. í ' T VIT1 Danmörku var bein út- sending á báðum stóru ríkissjón- varpsstöðvunum DR 1 og TV 2. Út- sendingin hófst klukkan 8 um morg- uninn og voru margir orðnir langeygir þegar loksins kom að rauða dreglinum. Þjóðhöfðingjar, kóngar og drottningar og Dorrit Moussaieff gengu inn í kirkjuna. Kynnirinn á DR 1 kynnti hana þá sem ekkju „sjahens" í íran. Eftir sjálft brúðkaupið, í veislunni, á sömu stöð, birtist Dorrit aftur á skjánum og var þá kynnt sem her- togafrúin af Lúxemborg. íslendingar búsettir í Danmörku skemmtu sé konunglega yfir þessum kynningum og þökkuöu í raun sínu sæla fyrir að Ólafur skyldi hafa hætt við að koma. Því hvernig hefðu þeir kynnt hann? Dorrit Moussaieff Ekki vissu Danir hver hún Dorrit okkar er í raun og veru. Var hún kynnt undirýmsum nöfnum i beinum út- sendingum frá brúökaupinu. • Margir hafa velt fýrir sér ástæð- um þess að Ólafur Ragnar Gríms- son forseti íslands skuli ekki hafa getað yftrgeftð ísland vegna umræðna um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi. Hann ákvað að sitja heima á afmælisdaginn sinn en Dorrit eigin- kona hans var fulltrúi íslands. And- stæðingar forsetans hafa hent þetta á lofti og gantast með það í ljósi at- burðanna á heimastjórnarafmælinu Síðast en ekki síst að Ólafur sé í útlöndum þegar hann á að vera heima, en heima þegar hann eigi að vera í útlöndum... • Aðrir hafa séð lausn á vandanum og veltu upp þeim möguleika hvort ekki hefði átt að senda handhafa for- setavalds til brúð- kaupsins í stað Ólafs. Þannig hefðu þeir Halldór Blön- dal, Davíð Oddsson og Markús Sigur- bjömsson forseti Hæstaréttar tekið sig vel út allir þrír við hátíðarhöldin en Ólafur getað verið heima að fylgjast með fjöl- miðlamálinu... • Magnús Ragnarsson sjónvarps- stjóri Skjás eins hefur löngum verið nefndur sem kandídat í Þjóðleik- hússtjórastólinn en aldrei sem fyrr. Segja menn hann með framgöngu sinni í fjölmiðla- frumvarpsmálinu, þar sem hann tekur eindregna afstöðu með Davíð Oddssyni, vera pólitísk klókindi af hans hálfu og lóð á vogaskálarnar þegar Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir tekur um það ákvörðun hver hreppir hina eftir- sóttu stöðu. Svo mikil móðgun þykir þetta frumvarp vera við heilbrigða skyn- semi að útilokað er annað en menn séu því hliðhollir nema eitthvað annað hangi á spýtunni. Skjás eins-menn eru reyndar hoppandi af gleði því þarna er verið að skera helsta keppinautinn niður við trog og svo fylgir með sem bónus þessi meinta aukageta fyrir Magnús... FLOTTUR Gísii Örn Garðarsson og loftíimleikarnir sem hann stýrði fyrir framan Hótel Borg á iaugardag. Setti svip á bæjarlífíð og þaö mætti vera meira afþessu. EN ER ÖA VIÖ PÁ EKICt LÍKA VANHÆFUR VEGNA OPINBERRAR ANÖSTÖÖU SINNAR SASNVART SÖMU FYRIRTÆKJUM? BLESSADUR. PALLX. X HEYRRU! NÚ SESIR DA VÍÐ AÐ FORSETINN SÉ VANHÆFUR VESNA TENGSLA SINNA ^ VIG NORÖURLJÓS OG BAUG! ÉG HELD A6 ÞESSIR HÁU HERRAR ÆTTU AD ÖETT-IÖA SAMAN HIKKI ..ÞAÐ MYNDI REDDAR ÖLLU! x HA-JU' x ÆTLIÞAGGI?! HiKKt > Hver býðir hesl? Forsetætnin berjast un undirskriftir „Einhvem veginn þarf maður að ná þessum undirskriftum," segir Baldur Ágústsson forsetaffambjóð- andi en hann borgar hverjum þeim sem safnar fyrir hann undirskriftum 250 krónur á hvert nýtt nafn. Þannig skipar Baldur sér í hóp Snorra Ás- mundssonar og Ástþórs Magnús- sonar sem báðir borga fyrir undir- skriftir - hver á sinn hátt. Ólafur Ragnar Grímsson leitar hins vegar á önnur mið. Borgar ekki krónur fyrir undirskrift heldur stólar á góðvilja fólksins til að sfyðja hann til emb- ættis. „Ég er ekki að borga fólki fyrir að skrifa á listana," segir Baldur og vill leiðrétta ákveðinn misskilning, „heldur borga ég æskulýðs- og íþróttahreyfingum fyrir að fara út og safna undirskriftum fyrir mig“. Bald- ur segir að með þessu sé hann ánægður með að geta lagt sitt af mörkum - „því verðugur er verka- maðurinn launanna," segir hann. Snorri Ásmundsson verðlaunar einnig þá sem skrifa undir hans lista. Hann segist upprunalega hafa ætíað að borga 50 kall en hætt við þegar hann sá að Baldur borgaði 250 krón- ur - enda skítfátækur listamaður. „í Hver býður best? BaldurÁgústsson: Þeirsem safna undirskriftum fá 250 krónuránafn. Snorri Ásmundsson: Aflátsbréf fylgir hverri undirskrift. Ástþór Magnús- son: Búinn að skila listum en bauð frítt út að borða. ólafur Ragnar Grfmsson: Engin tilboð og skilar listunum í vikunni. staðinn ákvað ég að bjóða fólki sértilbúin aflátsbréf," segir Snorri. „Þar fær fólk fyrirgefningu synda sinna; eitthvað sem er mun praktískara en skammvinn gleði smáauranna." Aðferðir Ástþórs Magnússonar eru aðeins hefðbundnari. Hann hef- ur stólað á bari landsins til að safna undirskriftum en einnig fengið menntskælinga í lið með sér. í frétt DV 27. mars kom fram að nemendur í menntaskólum fengu frítt út að borða og einhverja peningastyrki til Baldur Agústsson, forsetaframbjóðandi og Jean Plummer Styrkir æskulýösstarfsemi með undirskriftasöfnun. að safna undirskriftum. Sjálfur vildi Ástþór ekki staðfesta að peningar væru í spilinu; sagði einu umbunina fría máltíð. En Ólafur Ragnar sker sig úr hópnum. Gunnar Jónsson, lögfiræð- ingur Norðurljósa, er umboðsmaður hans. Gunnar segir enga styrki frá framboðinu vera í gangi. „Það er nokkuð síðan við kláruðum að safna undirskiiftunum og verður þeim skllað í þessari viku," segir Gunnar. „Söfiiunin gekk vel og ég er fullviss um að enginn fékk borgað fyrir að skrifa undir." simon@dv.is Lárétt: 1 heiðarleg,4 köld, 7 hrasa, 8 ferill, 11 hvetji, 12 góð, 13 rúmi, 14 rök, 15 spil, 16 tusku, 18passa,21 þrælkun,22 hönd, 23 grind. Lóðrétt: 1 andlit, 2 ill- menni, 3 ræna, 4 ríkur, 5 skjól, 6 þreyta, 9 yfirsetu- konu, 11 sjúkt, 16 úr- skurð, 17 hamingja, 19 látbragð, 20 þrif. Lausn á krossgátu •JJB 07 'igæ 61 'ub| i t 'tuop 91 'i>psA l1 'nsoí| 6 '101 9 'JBA s 'JnBnpuojs ý 'puniiAgauj £ 'opo z 'ssj L -jsu £7 'puntu zz 'gneue L7 'Bjseö 61 'n|np 9 l 'nij S L '6|SP Þ L '!|oq £ l 'uæA j l '|AJQ 0 L 'Q9|s 8 'e»sp L 'IQAS t? 'ujojj l :jjajeg Veðrið 4.0 * * Strekkingur +3 Nokkur vindur 4.A á * . Nokkur vindur t * . Nokkur vindur Nokkur P vindur +9 <2SI Gola 4á a,'. Nokkur vindur O . , +9 Nokkur vindur 40 Gola 4-<| 2 Nokkur vindur 4* +( Nokkur vindur **

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.