Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 17.MA/2004 Fókus TfV Squarepusher Ultravisitor Warp/Smekkleysa Ásamt vini sínum Aphex Twin er Tom „Squarepusher" Jenkinson einn af frjóustu og hugmyndaríkustu raftónlist- Plötudómar armönnum síðustu ára. Hann er sonur djasstromm- ara og ólst upp við tónlist manna eins og Miles Davis, Augustus Pablo og Art Blakey. Hann byrjaði sem bassa- og trommuleikari, en kynntist raftónlistinni í gegn- um Carl Craig og LFO. Squarepusher hefur lengi blandað djassgrúvi og djassspuna saman við raftónlist, teknó og drum&bass. Útkoman er oft mögnuð, t.d. á meistara- verkum eins og Hard Normal Daddy, Music Is Rotted One Note og Go Plastic. Ultravisitor er engin bylting, en Tom heldur áfram að vinna úr hugmyndum af fyrri plötunum. Oft með skemmtilegri útkomu. Tiausti Júlíusson Amy Winehouse Frank ★ ★★ Island/Skífan Amy Winehouse er ung tónlistarkona frá London sem vakti mikla athygli í Bretlandi á síðasta ári fyrir fyrstu plötuna sína Frank sem hér er til umfjöllunar. Amy hefur oft verið nefnd ein þeirra söngkvenna sem fengu tækifæri í kjölfar gríðarlegrar velgengni Nomh Jones. Það má eflaust til sanns vegar færa, en Amy er samt ólík Noruh. Hún spilar á gítar, syngur og semur sjálf öll lögin á plötunni nema eitt og þótt tónlistin sé undir sterkum djass-áhrifum þá setur karakter Amy mjög sterkan svip á útkomuna. Amy hefur svolíúð sérstaka rödd sem getur farið í taugamar á manni í byrjun, en þegar maður er búinn að venjast henni þá er þetta ágæúsplata sem sækir í soul og r&b, ekki síður en poppið og djassinn. Trausti Júllusson Guns N 'Roses Greatest Hits ★ ★★■i Geffen/Skífan Þar sem ekkert gerist hjá Axl og nýju félögunum sá Geffen sér leik á borði og henti út þessari safnplötu, í óþökk hans og gömlu félag- anna sem nú eru í Velvet Revolver. Af 14 lögum eru fjögur tökulög, sem er nátt- úrlega mjög hallærislegt, en því verður ekki neitað að þetta er nokkuð þéttur pakki. Hef aldrei sökkt mér mikið ofan í hljómsveitina og tek því plötunni fagn- andi; kemur sér vel þegar leikar taka að æsast í partí- um. Það er reyndar alveg merkilegt hvað maður hef- ur gaman af þessu, miðað við hvað sumt er hallæris- legt. Maður fær bara ekki leið á lögum eins og Sweet Child, Paradise City, Don’t Cry og Live And Let Die. Höskuldur Daöi Magnússon PlatanVanLear Rose með hinni gf ry sjötugu kántrýgoðsögn * Lorettu Lynn hefur fengið góðar viðtökur. Það var Jack White sem pródúseraði og menn líkja sambandi þeirra gjaman við samstarf Johnny Cash og Ricks Rubin. Nú hefur Loretta lýst því yfir að þau ætli að gera tvær aðrar plötur saman. Mick Jagger og Dave Stewartsömdu 3 nýlega saman þrjú J lög fyrir endurgerð ILm/í kvikmyndarinnar \ Alfie sem upphaflega var gerð árið 1966 og sem Charles Shyer er að gera nýja útgáfu af. Það er Jude Law sem leikur aðalhlutverkið 1' nýju myndinni, en í þeirri uppnmalegu var það Michael 2. (2) TheStreets- You’re Fit But You... 3 . (5) The Beastie Boys - Ch-Check It Out Pardon My Freedom 5. (3) FranzFerdinand- Matinee 6. (4) TheZutons- Pressure Point 7. Í7) Young Heart Attacks Tommy Shots 3. (8) Razorlight- Golden Touch 9 ,(10)Wiley- Wot Do U Call It? 1 0. (6) D12- My Band Það er von á tveimur nýjum útgáfum frá Josh Davis, sem er þekktari undir nafninu DJ Shadow. Product Placement On Tour eru tónleikaupptökur með honum og Cut Chemist, en fyrri platan þeirra Product Placement frá 2001 var mikil snilld. Svo er það In Tune And On Time, tónleikar frá Brixton Academy með DJ Shadow, Cut Chemist og DJ Nu-Mark plötusnúði Jurassic 5. WMw íiJJJj Hljómsveiún Velvet Revolver ociii iiciui ijiivciauui Guns & Roses (Slash, DuffMcKagan, Matt Scorum) og Stone Temple Pilots (Scott weiianaj meöiimi hmanborðs virðist vera í góðiun málum. Það seldist á einum degi upp á tónleikaferðalag sveitarinnar og mikill spenningur er fyrir plötunni þeirra Contraband sem kemur út 7. júní. Hljómsveitin The Shins kemur frá Albuquerque í Nýju-Mexíkó Fyrsta plata hennar Oh, Inverted World var á mörgum listum yfir bestu plötur ársins 2001 og önnur platan Chutes Too Nar- row sem er nýkomin út í Evrópu þykir sömuleiðis mikill önd- vegisgripur. Trausti Júlíusson kynnti sér bandið. „Það er hreinlega glæpsamlegt órétúæú að það þekki ekki fleiri þessa hljómsveit," sagði blaðamaður franska tónlistarblaðsins Les In- rockupúbles nýlega í grein um bandarísku hljómsveiúna The Shins. Hann er ekki einn um það að vera mikið niðri íyrir í umfjöllun um sveit- ina; dálæú gagnrýnenda og þess til- tölulega þrönga hóps tónlistaráhuga- manna sem til hennar þekkja er slíkt að það jaðrar við ofstæki. Fyrsta plata The Shins, Oh, Inverted World sem kom út árið 2001, vakú ekki mjög mikla athygli, en þeir sem heyrðu hana virtust flestir vera sammála um að þarna væri sannkölluð poppperla á ferðinni. Plata númer tvö, Chutes Too Narrow, kom út í Bandaríkjun- um seint á síðasta ári en er nú ný- komin út í Evrópu. Hún hefur ekki síður fengið góðar viðtökur. Margra ára gerjun The Shins er skipuð þeim James Russell Mercer aðallagasmið, söngv- ara og gítarleikara, Martin Lesley Crandall hljómborðsleikara, James Neal Langford bassaleikara og Jesse Carruth Sandoval trommuleikara. Þeir voru allir saman í hljómsveit- inni Flake (síðar Flake Music) sem var stofnuð í Albuquerque í Nýju- Mexíkó árið 1992. Flake Music gaf út nokkrar smáskffur og eina stóra plötu, When You Land Here, It’s Time To Return, árið 1997. Hún þótti efnileg en líka svolítið ómótuð og stefnulaus. Skömmu eftir út- komu stóru plötunnar stofnuðu James Mercer og Jesse Sandoval nýja sveit, The Shins. Hún var í upp- hafi tveggja manna, en ýmsir bætt- ust í hópinn þegar á leið. Eftir nokk- uð margar mannabreytingar endaði The Shins með sömu mannaskipan og gamla Flake Music. The Shins gáfu fyrst út tvær smá- skífur hjá Omnibus-útgáfunni, Nat- ure Bears A Vacuum árið 1999 og When I Goose-Step árið á eftir. Þeir fóru á tónleikaferð með Modest Mouse árið 2000 og á einum af þeim tónleikum heyrði Jonathan Ponem- an hjá Sub Pop-útgáfunni í þeim og bauð þeim að gera smáskífu fyrir „Smáskífa mánaðarins‘‘-klúbbinn sem útgáfan rekur. Sú smáskífa, New Slang, var svo gefin út af Sub Pop vorið 2001 og í framhaldinu kom fyrsta stóra platan þeirra, fyrr- nefnd Oh, Inverted World út í júní 2001. Gæðapopp The Shins leika sannkallað gæða- popp. Samanburður við sveiúr eins og Beach Boys og Big Star er algeng- ur og áhrif frá ýmsum öðrum tónlist- armönnum í poppsögunni heyrast hér og þar. The Shins eiga sér samt alls ekki jafiiaugljósa fýrirmynd og sumar ungar hljómsveitir í dag. Þeir virðast hafa fundið skika á popp- landakortinu sem er þeirra eiginn. Chutes Too Narrow er sérstaklega heilsteypt plata. Lagasmíðarnar eru flottar, textarnir oft skemmtilegir og þó að það sé töluverð íjölbreymi í út- setningunum þá hefur platan mjög sterkan heildarsvip. Allir þeir sem hafa gaman af vönduðu og metnað- arfullu poppi ættu hiklaust að tékka á þessari plötu. Ash með Ameríkuplötu „Ég held að vera okkar í Ameríku hafi haft mikil áhrif á þessa plötu,“ sagði Tim Wheeler aðalsprauta norður-írsku hljómsveitarinnar Ash í viðtali um nýju plötuna þeirra Meltdown sem kemur út á morgun. „Við fórum á staðiþar sem rokkið er virkilega lifandi. A vissan hátt var þetta eins og að sækja í ræturnar. Við vildum gera alvörugítarplötu." Hann bætti því lflca við að hljóm- sveitin hefði lengi átt sér þann draum að taka upp plötu í Kaliforn- íu. Þau létu þann draum rætast með nýju plötunni. Meltdown var pró- dúseruð af Nick Raskulinecz sem hefur unnið með sveitum eins og Foo Fighters og System Of A Down. Tim segir að þau séu orðin mun betri hljóðfæraleikarar en áður og nefnir sérstaklega Rick McMurray trommara sem hann segir setja sterkan svip á plötuna. „Hann er bú- inn að breytast í trommandi skrímsli!" Tónninn á Meltdown er öllu dekkri en á síðustu Ash-plötu. Ekki síst í titillaginu sem Tim samdi eftir að hafa tekið þátt í friðargöngu Ash Nýja platan er kraftmikil gítarrokkplata. í febrúar árið 2003. „Það lýsir reið- inni sem þú upplifir þegar þú hefur gengið með tveimur milljónum manna og það virðist ekki breyta neinu." Meltdown telst vera fjórða Ash-platan og hljómsveiún virðist eiga nóg efúr. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Tim og bassa- leikarinn Mark Hamilton stofnuðu Iron Maiden-stælingarhljómsveit- ina Vietnam þegar þeir voru 12 ára...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.