Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 17.MAÍ2004 9 háloftunum Gríðaríeg hagræðing fylgirþví hjá félaginu að geta fyrirvaralaust tekið fólk út aflauna- skrá þegar þannig árar í rekstrinum. sjálfu. í dag hefur Atíanta hætt við- skiptum við umrædda áhafnaleigu en skiptir þess í stað viö aðra sem heitir Airborne og er skráð til heimil- is í annarri skattaparadís norðar á hnettinum. Starfsmönnum þótt skondið að lesa það eftir Arngrími Jóhannssyni, eins stofnenda félags- ins, að samstarfið við Ace hefði verið einkar farsælt. Enginn vissi annað en að Ace væri skrifborðsskúffa hjá félaginu. Að þessu sinni er um að ræða eyjuna Guernsey við strendur Bretíands, þekkta skattaparadís. Heimildarmenn DV innan Atíanta telja að þarna sé um að ræða feluleik og bent er á að lykilmaður nýju áhafnaleigunnar sé Guðmundur Hafsteinsson, fyrrverandi starfs- mannastjóri Atíanta. Þegar DV spurðist fyrir um Guðmund í höfuð- stöðvum fyrirtækisins var sagt að hann hefði verið færður til í starfi innan fyrirtækisins. Símastúlka Atíanta sagðist ekki vita símanúmer hans eða aðsetur. Ekki fengust svör frá félaginu um það hvar skyldi á milli félagsins og áhafnaleiganna tveggja. Leiguliðarnir Kjör íslenskra leiguliða hjá Atíanta eru afar slök á íslenskan mælikvarða. fslenskir flugmenn sem ráðnir eru í gegnum áhafnaleigur hafa um 170 dollara á dag meðan á einstökum verkefiium stendur. Að hluta eru þau laun gefin upp sem dagpeningar sem kemur sér vel til skemmri tíma fyrir launþegana sem greiða þar með ekki skatta af allri þeirri upphæð. En flugliðar höfðu 25 dollara á dag r' byrjunarlaun auk 40 doliara sem dagpeninga. Samanlagt hafa flugUðamir 65 doUara á hvem unninn dag eða sem nemur um 5 þúsund krónum þegar dagpeningar em meðtaldir. Áhafnaleigan er sögð vera vinnuveitandinn en ekki flugfé- lagið. Vandinn er sá að sem verktakar er þetta fólk réttíaust þegar kemur að veikindum og eins á það ekki rétt á atvinnuleysisbótum þótt syrti r' álinn. SUkar bætur eru aðeins greiddar þeim sem starfað hafa sem launþeg- ar með þeim réttindum og skyldum sem fylgja. HeimUdarmönnum DV ber saman um að starfsfólki Atíanta sé gjarnan fyrirvaralaust sagt að fara t' fft' þegar verkefhum lýkur og þá hverfur það af launaskrá samstundis. Þá nefiia heimildarmenn blaðsins að flugmönnum sé gert að greiða fyrir námskeið sem þeir sækja vegna þjálf- unar á nýjar flugvélar. Kostnaður við slíkt er gjaman á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. Kjörum leiguliðanna r' háloftunum er gjaman líkt við það sem gerist hjá undirverktökum Impregilo við virkjunarframkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu. Þar em starfs- mannaleigurnar milliliður milli fyrir- tækisins og starfsmannanna og hægt að vísa ábyrgð annað ef óánægja kemur upp 6 ö U % S a ^ á vinnustað. Nýlega sótti flugliði Atíanta sem starifað hafði hjá fyrir- tækinu um árabil um að fá staðfest- ingu þess að hafa starfað hjá Atíanta umræddan tíma. Flugfélagið vísaði á áhafiialeigumar Ace og Airbome og neitaði að staðfesta önnur störf en þau sem unnin vom á íslandi. Svarið var að viðkomandi hefði í raun ekki starfað fyrir Atíanta. Fiugleiðir vilja ekki Önnur hlið á þessu máli er að samkeppnisumhverfi flugfélaganna skekkist með tilkomu áhafnaleig- anna. Stjómendur Flugleiða hafa bent á þetta við gerð kjarasamninga og lýsa því að erfitt sé að keppa við fé- lög sem búi við miklu lægri launa- kostnað vegna leiguliðanna. Málið hefur þó aldrei komist á dagskrá og hjá Flugleiðum starfa einungis laun- þegar á íslenskum kjarasamningum. Kæra Félags íslenskra atvinnu- flugmanna beinist ekki síst að Flug- málstjóm sem þeir telja bera mikla sök í málinu með því að skrifa upp á það fyrir áhafnaleigumar að tilteknir flugmenn megi fljúga íslenskum flug- vélum. Krafa flugmannanna er sú að Flugmálastjórn spyrni við fótum og stöðvi það að erlendir flugmenn streymi bakdyramegin inn á Evr- ópska efnahagssvæðið. Flugmála- stjóm telur aftur á móti að hlutverk Aðaleigandinn Magnús Þorsteinsson hefur tögl og hagldir ÍAtlanta. Óánægja er meðal verk- taka félagsins vegna launastefnunnar. stofhunarinnar sé eingöngu að ganga úr skugga um að mennirnir hafi þau réttindi sem þeir segjast hafa. Því sé ekki hægt að neita uppáskrift ef þau mál séu í lagi. Þar verði aðrar stofn- anir að koma til. Þrælsótti Innan Atíanta gætir gríðarlegrar óánægju vegna launastefnu félags- ins. Heimildir DV meðal núverandi og fyrrverandi starfsmanna herma að á undanförnum mánuðum hafi um 25 íslenskir flugmenn og flugffeyjur hætt störfum vegna láglaunastefnu félagsins. Enginn þeirra sem DV ræddi við vill koma fram undir nafiú af ótta við að það skemmi atvinnu- möguleika þeirra í framtíðinni. Starfsmenn líkja starfsmannastefn- unni við þrælahald í háloftunum og lýstu furðu sinni á því að alþingis- menn skyldu þiggja boðsferðir til út- landa. Þar er vísað til ferðar til írlands og Bretíands sem Atíanta bauð sam- göngunefhd Alþingis, ráðherra sam- göngumála og Þorgeiri Pálssyni flug- málastjóra sem á að hafa eftirlit með félaginu. í ferðinni var innifalin gist- ing á Hiltonhóteli. Heimir Már Pét- Hvítt þrælahald HugtaMÖ „hvítt þrælahald" varö tíl á 19. öld og þá notaÖ fyrst og fremst ytír kynlífsþræla. Merkingm sneristlítt eöa ekki um kynþátt viÖ- komandi. Nú á seinni tímum hefur hugtakiö veriö notaö yfír fyrirtæki sem mismuna svo starfsmönnum sínum (t.d. á grundvelli þjóöemis eöa stéttar) aö sumirþeirra eru nánast í stööu þræla, a.m.k miöaö viö hina. Þaö eríþessari merkingu sem „hvíttþrælahald“ ernotaÖ íþess- ari umfjöllun. ursson, upplýsingafulltrúi Flugmál- stjómar, segir að flugmálastjóri og aðrir starfsmenn sem þáðu ferðina hafi greitt hótelreikninginn ásamt flugfarinu heim til íslands. Embættið hafi aðeins þegið farið út til írlands enda hafi ekki verið selt í þá vél. Fyrr- verandi flugffeyja Atíanta segir að fólki misbjóði þessi aðferð félagsins til að ná sér í velvild eftirlitsaðila og þeirra sem setja lög á íslandi. Hún segir að stjórnendum félagsins sé meira í mun að kaupa sér velvild ut- anaðkomandi aðila en að gera vel við starfsfólk sitt. Sjálfvirkar uppáskriftir Stjórnvöld virðast þess vanbúin að takast á við vandann sem fylgir starfsmannaleigunum ef marka má þá ákvörðun Félags íslenskra at- vinnuflugmanna að kæra þessi mál til Eftirlitsstofnunar EFTA. Viðhorfið hjá FÍA er að Flugmálastjórn hafi skrifað, nánast sjálfvirkt, upp á fyrir fjölda flugmanna sem búa utan Evr- ópska efnahagssvæðisins. Hér sé því eins konar starfsmannaþvætti stundað. Flugmálastjórn þvertekur fýrir þetta og viðhorf þeirra er að stofnuninni sé ekki fært að neita að skrifa upp á fýrir flugmenn sem sýna að þeir hafi fullgild réttindi. Þar verði að koma til önnur yfirvöld á borð við félags- málaráðuneyti og Vinnumálastofnun sem virðast ekkert aðhafast. rt@dv.is Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna um Atlanta: Fyrrverandi flugfreyja Atlanta: Ástandið eins og hjá Impregilo „Ástandið er orðið svipað og gerist hjá Impregilo á Austfjöröum. Leiguliðar hafa smám saman verið að taka störf frá íslenskum flug- mönnum. Við höfum ritað Flugmálastjóm, Vinnumála- stofnun og samgönguráðu- neytinu en fengið takmörkuð svör. Nú höfum við gripið til þess ráðs að skrifa Eftirlits- stofhuninni vegna þessa máls,“ segir Halldór Þ. Sig- urðsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um þá stefnu að ráða flugmenn í gegnum áhafnaleig- ur. Hann segir að málið sé grafalvar- legt. Ekki sé gengið að fullu úr skugga um að réttindi þeirra flug- manna sem koma á vegum áhafna- leiga séu í lagi. „Með því að kvitta upp á fyrir Halldór Þ. Sigurðsson Kærir til Eftirlits- stofnunar EFTA vegna óhafnaleiganna. áhafnaleigurnar er verið að opna þessum flugmönnum leið inn á Evr- ópska efnahagssvæðið," segir hann. Félag íslenskra atvinnuflug- manna er með kjarasamning við Atíanta. Halldór segir að félagið hafi markvisst fengið flugmenn til að yf- irgefa félagið. Þess vegna hafi verið stofnað Frjálsa flug- mannafélagið sem hafi innan sinna vébanda rúmlega 30 flugmenn Atlanta. „Markmið þeirra virðist vera að gera sem flesta að leiguliðum sem eru nær rétt- lausir. Nú er aðeins einn starfsmaður Atíanta eftir í FÍA,“ segirhann. Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Atíanta, segir að félag- ið líti á málin eins og gerist í fisk- verkun. Hann segir að kjör flugliða séu breytileg eftir því í hvaða um- hverfi sé starfað hverju sinni, „Það er enginn alþjóðlegur launataxti í gildi og það er reynt að greiða í samræmi við það sem gerist í því umhverfi sem við störfum hverju sinni. Við reynum að velja áhafhir í því um- hverfi," segirÁsgeir. Enginn þorirað æmta né skræmta Flugfreyja sem starfaði um ára- bil hjá Atlanta segir að kjörin séu smánarleg. Hún vill ekki láta nafns síns getið af ótta við að fá ekki vinnu annarstaðar ef hún kemur fram opinberlega. „Þetta eru fáránleg laun en það þorði enginn að æmta né skræmta," segir hún. Flugfreyjan segir að það hefði verið ævintýraþrá sem fékk fólk til að starfa fyrir félagið. „Kosturinn við að starfa fyrir fé- lagið var að maður fékk tækifæri til að skoða heiminn. En vandinn er gjaldið því manni leið eins og mað- ur væri misnotaður með þessum smánarlaunum," segir hún. Launin sem í boði eru fyrir flug- liða voru á starfstíma flugliðans 25 dollarar á dag auk 40 dollara í dag- peninga. Flugfreyjan segir að kost- urinn hafi verið sá að þurfa aldrei að greiða skatta en ókostirnir hafi verið að fara á mis við öll almenn réttindi launþega svo sem veik- indarétta og lífeyrisrétt. „Launin hjá Atlanta hafa verið óbreytt í yfir tíu ár. Þá var mjög erfitt að búa við það að þegar verk- efni lauk þá fór maður strax af launaskrá. En ég sakna þess góða starfsfólks sem vinnur hjá félaginu. Vandinn liggur í framkomunni í garð starfsfólksins," segir flugfreyj- an.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.