Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Page 44
stannidlstrimill og broddur, sem rispar hann, eru stdrgjörS
verkfæri í samanburbi vib raddfæri mannsins.
Meb rafmagnspennanum má skrifa og teikna
þannig, ab hægt er ab taka <5tal eptirrit af því, sem skrifab
hefur verib. Pennaskaptib er holt, og í því er stáloddur,
sem gengur upp og nibur, eins og nál í saumavjel, og þab
svo ótt, ab hann hreifist 100 sinnum á sekúndu. Oddurinn
hreifist af dálítilli rafmagnsvjel á endanum á skaptinu.
þegar penninn er dreginn yfir pappírinn gjörir hann ein-
tóm smágöt á blabib. Á þessa gataskript er nú borin
sverta; og pappírinn, sem eptirritib á ab koma á, er lagbur
undir ósverta hlibina á götótta pappírnum, og blöbunum
svo þrýst saman. þrýstist þá svertan gegnum götin, og
koma punktar, sem svara til þeirra, á blabib sem eptir-
ritib á ab koma á.
þegar sterkur rafmagnsstraumur er leiddur gegnum
efni, sem veitir honum mikla mótstöbu, kemur einlægt
mikill hiti fram. Á þessu er tilbúningur rafmagns-
ljóssins byggbur. Rafmagnsljósib er tvennskonar:
bogaljós og glóbaljós. Bogaljósib er framleitt
þannig, ab tvær málm- eba kolastengur, sem rafmagns-
straumur gengur í gegnum, eru látnar koma hvor vib abra,
og svo færbar lítib eitt í sundur aptur. Rafmagnsstraum-
urinn getur nú brotizt í gegnum hib þunna loptlag milli
stanganna (ef stengurnar ekki væru látnar snerta hvor abra,
kæmist straumurinn ekki gegnum loptib; þab veitir svo
mikla mótstöbu) en af mótstöbu loptsins myndast ofsahiti
og eldbogi milli stanganna. þetta ljós er mjög bjart og
notab þar, sem á miklu ljósmagni þarf ab halda. I
glóbaljósinu, sem Edison hefur fundib, framleibist birtan
af glóandi kolþræbi; kolib er brúkab vegna þess, ab þab
bæbi veitir rafmagnsstraumnum töluverba mótstöbu og
brábnar ekki. þráburinn er látinn vera í glerkúlu, sem
loptib er tekib úr, ab svo mikiu leyti sem mögulegt er,
til þess ab kolib ekki brenni upp. Menn hafa gjört sjer
mjög mikib far um ab fá hentugan kolþráb, mjóan og
sterkan, og Edison sendi menn út um allan heim, til þess
ab finna svogjörban þráb. þetta tókst líka. Á Japan vex
bambusreyrtegund, sem tæta má upp í þræbi, sem eru
mjög jafnþykkir, og alstabar eru sömu efni í þeim. Meb
(40)