Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 75
fleytt og flaut á honum. þá kom annar npp víð hliðína á honum
°g sagði: «lof mjer á kubbinn«. »Jeg lofaþjer ekkertákubbinn*
eagði hinn. »Æi jú, það stendur skrifað, að þú eigin að elska
náunga þinn einsog sjálfan þig; lofaðu mjer á kubbinn«. »Já!
eþ hvar stendur, að jeg eigi að elska hann meira en
sjálfan mig; jeg lofa þjer ekkert á kubbinn*. þannig sjáið þjer
^n^n elskanlegu börn, að þó heilög retning segi oss, að elska
náungann eins og sjálfa oss, þá býður hún vergi að vjerelskum
flann meira, og getur því svo farið á stundum, að vjer verðum
elska hann minna en oss sjálfa þegar í nauðirnar rekur.
DÆMISAGA
eptir Benjamín Franklín.
Einusinni var gamall maður sem hjet Jakob. Hann varð
alt í einu fárveikur. Presturinn hans gerði sjer ferð til hans og
tjeði honum til að ráðstafa búi sínu og gera upp reikninginn við
guð og samviskuna, svo hann færi vel ef hann sálaðist. »Jeg er
Dú ekkert hræddur hvað það snertir«, sagði Jakob, »því það bar
fyrir mig vitrun í nótt, svo jeg get dáið rólegur*. »Hvernig var hún?«
spurði presturinn. »Jeg þóttist vera staddur við dyrnar á Himna-
riki. þar var múgur og marg menci og vildu allir inn. Sánkti
Pjetur spurði hvern fyrir sig hverrar trúar hann væri. Sumir
sögðust vera rómversk-katólskir. »Jæja« sagði Sankti - Pjetur,
•Kondu’ inn og fáðu þjer sæti hjá páfatrúar mönnum. Sumir
sögðust vera reformertir (endurbættrar trúar). »Gott« sagði Pjetur
•Parðu þarna til trúarbræðra þinna«. Loksins spurði hann mig
hverrar trúar jeg væri. Æ, því miður trúi jeg ekki á annað en
náttúrulögmálið og mannkærleikann, svaraði jeg. Sankti-Pjetur
hugsaði sig um stundarkorn og sagði svo: »Kondu’ inn líka. Þú
getur valið þjer sæti, þar sem þjer þóknaat«.
VÍNDRYKKJA.
Af öllum löndum í Evrópu er minnst brennivín drukkið í
Noregi; það er löggjöflnni að þakka og háum tolli. Snemma í
þessari öld voru drukknir þar 20 pottar af brennivíni á mann, á
ári, 1851 7 pottar, og nú tæpir 4. Árið 1851 voru í Noregi 248
afbrotamenn af hveijum 100,000 manna, nú 180. í Belgíu voru
árið 1840 drukknir 8 ptt. á mann, nú 12 pottar. þá voru þar
269 afbrotamenn af hverjum 100,000, nú 648. Af 100,000 manna
í Noregi eru, nú 3,300 sem þyggja af sveit 83 sinnisveikir, 7
sjálfsmorð. I Belgíu 14,000 þurfameun, 150 sinnisveikir og tíu
sjálfsmorð.
Hvervetna koma fram sláandi dærai þess, að ofdrykkjan
er vissasti leiðtogi til fátæktar og volæðis, andlegrar og líkam-
legrar eyðileggingar.
(ti)