Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 59
Og þar var hann drepinn 102 á þann hátt, að akkeri var bundið
við háls honum og honum sökt í sjávardjúp. — Klemensi var
kelguð kirkja á Hofi í Öræfum og enn fleiri kirkjur.
. 25. er nefndur RnMnnrmeasn, sem er helguð Katrínu mey,
emhveijum helzta dýrðlingi kaþólsku kirkjunnar hjer á Norður-
löndum. Hún var kóngsdóttir egipzk, en snerist snemma til
kristinnar trúar. Svo er sagt, að ‘Kristur hafl sjálfur birzt henni
eitt sinn og ijett að henni trúlofunarhring; skildi hún það svo,
að hún ætti að vera brúður Krists alla ævi. Katrín var nafn-
toguð fyrir lærdóm sinn og fór því til borgarinnar Alexandríu til
að_ veq'a trúarbræður sina gegn heiðnum spekingum, sem Maxi-
mian keisari ijekk til að hrekja kristin trúarbrögð. Sagt er að
hun hafi þá rekið 50 þeirra algjörlega í vörðurnar, en við það
varð keisari svo reiður, að hann Ijet kasta henni í myrkvastofu
og ætlaði að láta hana deyja þar úr sulti; sat hún þar í tólf
“aga, en á hvequm degi kom dúfa af himnum og færði henni
fflat. Keisarinn ætlaði þá að pynda hana til dauða, en elding
^om afhimni, sem drap böðlana og ónýtti verkfærin. _ j>á yar
uun loks höggvin og segir sagan, að mjóík hafi runnið úr strjúp-
anum í stað blóðs, en englar hafi tekið líkama hennar og flutt
uann yfir Hafið Rauða til Sínai-fjalls. |>ar fann munkur einn,
Sýmon að nafni, líkið og gróf það við kirkju. — Katrínu mey
vóru helgaðar um sex kirkjur á Islandi, og bæði saga og kvæði
eru til um hana. Hún á að hafa dáið um 307. _
30. er Andrjesmessa til minningar um Andrjes postula. Hann
Vav fæddur í Bethsaida í Galíleu og var bróðir Pjeturs postula.
Peir vóru Jónassynir og fiskimenn og urðu fyrstir postular Krists.
Af Andrjesi eru til fjórar sögur á íslenzku, sem prentaðar eru í
Heilagra mánna sögum. Eptir sögum þessum fór Andrjes_ post-
oii fyrst til Svíþjóðar hinnar miklu, þegar postular skildust,
en síðan hafðist hann mest við á Grikklandi, einkum í Mikla-
garði. Hann var loks krossfestur í Patrasborg í Achaia hjeraði
af jarli einum, sem Egeas hjet, árið 80 eða 83. Sú var trú sain-
staðar í löndum, að taka mætti mark á Andrjesmessu um veðr-
áttufar. Yar þá tekið vatnsglas fullt og látið standa_ einhvers
staðar á afviknum stað næstu nótt. Sæist það morguninn eptir,
að flóið hefði upp úr glasinu, táknaði það votviðrasaman vetur
en heldur mildan, en annars mátti búast við þurviðrum og
°g mestu hörkum. — Eitthvað um 11 kirkjur íslenzkar vóru
helgaðar Andrjesi postula, þar af 3 í Arnes_ sýslu og 2 í Skaga-
firði. Drápa hefur og verið til um hann á íslenzku, sem sjá má
af Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar.
Deceníber. pennan mánuð kallar Guðbrandur byskup
shammdegismámtð í almanaki sínu, en það nafn er eflaust búið til
af honum sjálfum og hefur aldrei tíðkast á Islandi. Karlamagnús
þefnir december »mánuðinn helga» (Heiligmanoth) sökum fæð-
>úgar Krists. Hjá Rómvequm var þetta tíundi mánuðurinn, eins
?g nafnið bendir á (decem = tíu), og helguðu þeir liann sáðgoð-
inu Satúrni og eldgyðjunni Vestu. Satúrn var faðir Júppíters,
sem á að hafa steypt föður sínum frá völdum, og sögðu Rómverjar
(55)