Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Síða 48

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Síða 48
ARBÓK ÍSLANDS 1884. a. 7. ian. Parast 4 bátar af Suðurlandi, 2 af Akranesi, 1 af Álpta- nesi og 1 úr Hvalfirði, 31 menn drukkna. 19. Tók Skúli Thoroddsen próf í lögum við Kmh. háskóla með 1. eink. Seinast í janúar farast 2 bátar á ísafjarðardjúpi; 8 menn drukkna. Um áramótin kom upp fjárkláði í Múlasýslum. það þótti.og brydda á fjárkl. víðar um landið fyrri hluta ársins; en hvergi varð hann þó skæður; um haustið þegar fjeð kom af fjalli bar ekkert á honum. 27. fd<r. Bókm.ijel.fundur í Kmh.; nefnd sett í málið um heim- flutning Hafnardeildarinnar. 29. Byijar blaðið Fjallkonan í Rkv. Ritstj. Valdimar Ásmundsson. í febrúar voru 116 piltar í latínuskólanum en 14 utanskóla (fleiri en nokkum tíma áður), 10 stúd. á prestaskólanum en 6 á læknaskólanum. Á Möðruvallaskóla 25. Á búnaðarskólum 21, Eyðum 6, Hólum 7, Ólafsdal 8. Á kvennaskólum 44 náms- stúlkur, Rkv. 24, Laugalandi 20. Á Flensborgarsk. 50—60 manns (10 af þeim stunduðu gagnfræði). Á alþýðusk. í Lauf- ási 12. 20. mnn. Kom til Rkv. enskt gufuskip Glenwilliam til að kaupa blautfisk sem átti að flytjast út í ís; fór þaðan snemma í apr. og; hafði meðferðis fisk fyrir 5000 kr. 21. Fórst skip af Seltjarnarnesi með 7 mönnum. 26. Varð maður undir skipi, sem var verið að setja fram á Flat- eyri vestra og beið bana af. Snemma í Mars farast 4 frönsk fiskiskip við Suðurland. 5. opr. Brotnaði kaupskip við Strandir. í sama veðrinu brotn- uðu 4 teinæringar á Gjögri. 6. Fórst frakkn. fiskiskip við Vestmanneyjar. 16. Drukknuðu 2 menn af skipi í lendingu, undir Eyjafjöllum. 6. nuri. Brotnaði norskt timburskip við Akranes. 7. Fórst sldp í Bolungarvík; 4 menn drukknuðu. 18. Prestvígður þórhallur Bjarnarson cand. theol. Seinastí Maí komútl. hefti aftímaritinu "Iðunn«. Ritnefnd: Björn Jónsson, Jón Ólafsson og Steingr. Thorsteinson. 2. juní. Komu skotskir sjómenn á litlum hvalveiðabát til Raufar- hafriar; höfðu vilst í þoku frá hvalveiðaskipi norður af Sljettu og hrakist um 20 daga. Hákarlamenn af Eyjafirði fundu annan bát af sama skipi norður við Kolbeinsey. Á honum voru allir dauðir af sulti og kulda nema einn, sem hafði lifað á likum þelaga sinna. 3-4. Amtsráðsfundur í Suðuramt.; veitt fje til að kanna óbyggðir norður af afijettum Skaptfellinga. ö.Tók þorgrímur þórðarson úr Rkv. próf frá læknaskól. í Rkv. með 1. eink. 6. Voru liðin 300 ár síðan Guðbrandarbiblía, fyrsta bibl. á ísl., kom út; minnst á það af prestum landsins. 8. s. m.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.