Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 56
Munch,CAndr., norskt skáld, 28. júní. 78 ára.
Nielsen, Easmus, uppgjafakennari i heimspeki við Kmh. hásk.,
30. sept., 76 ára.
Prinsinn af Óraníu, 21. júní.
Schödte, J. Chr., prófess. í dýrafr. yið Kmh. hásk., 22. apr., 69 ára.
Skeel, E., uppgj. innanríkisráðgj. Dana, 6. nóv., 66 ára.
Stang, Fred., fyrrum stjómmálaráðg. í Noregi, 8. júní, 76 ára.
Stieglitz, Eússi. Einhver ríkasti maður í heimi, 5. nóv.
ALMANAK, ÁESTÍÐIE OG MEEKIDAGAE.
VL
Eptir tíuðmund Þorláksson.
1. nóvemher er Allra heilagra messa, sem var merkishátið
mikil á kaþólsku tímonum og eins að miklu leyti eptir siða-
skiptin. Hátíð þessi er gömul mjög og segja sumir, að hún eigi
í raun rjettri rót sína að rekja til Eómveija hinna fomu og
standi í sambandi við algoðahús þeirra (Pantheon), sem Fóka
keisari á að hafa látið Bónifacius páva fjórða hafa fengið.
Pávinn gerði hofið að kirkju og á svo út úr þessu að hafa stofh-
að allra heilagra messu um 610, en látið hana vera 12. maí.
þessu breytti svo Gregor pávi þriðji árið 731 þannig, að messan
var haldin 1. nóvember og varð þá almenn hátið um öU kristin
lönd. þá mintust menn englanna einkum og þeirra dýrðlinga
mannlegra, sem enginn dagur var sjerstaklega kendurvið. Eptir
siðaskiptin hefur hátiðin að nokkru leyti haldizt hjá mótmælend-
um, og 1770, var boðið að halda hana fyrsta sunnudag í nóvember
á Islandi. I fornum bókum islenzkum er hátíðar þessarar mjög
opt getið og má þar sjá, að hún hefur verið stórhátíð hjá oss.
Til dæmis má nefna það, að í máldaga fyrir feiju á Ölfusá (um
1200) er það tekið fram, að ferjumaður sje ekki skyldur að feija
þijá daga á ári, páskadag, kirkjudag (þ. e. vígsludag kirkjunnar,
sem feijumaður ,á til) og allra heilagra messu dag. Eitthvað
um 5 kirkjur á Islandi vóru helgaðar »öllum heilögum«.
2. er kallaður allra sálna messa, og var sú hátíð stofnuð
fyrst á 11. öld, en ekki var hún alment haldin fyr en löngu
seinna. þá var beðið fyrir sálum framliðinna manna, til að koma
þeim sem fyrst úr hreinsunareldinum: og er sagt að messan sje
fyrst stofnuð sökum fátæklinga, sem ekki gátu í lifanda lífi gefið
svo mikið fje til kirkna, að prestar bæðu sjerstaklega fyrirsálum
þeirra.
3. Hugbjartur eða Hubertus var byskup í Liittich á 8. öld.
Hann var veiðimaður mikill á yngri árum, en hætti alveg sökuro
þess, að hann einu sinni var rjett að segja búinn að skjóta
hjört, sem hafði krossmark millum hornanna. Eptir dauða
hans urðu mörg kraptaverk að líki hans, sem ekki gat rotnað
með neinn móti svo árum skipti.
(58)