Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Side 60

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Side 60
að forfeður þeirra hefðu lifað gullðldina undir stjóm Satúms. Var honum því haldin mikil hátíð í þessum mánuði, sem stóð í samfleytta viku, svo sem í minningu þess að þann tímann lá hið fijóvga sáðkorn í jörðu. Vesta var hin hreina og helga gyðja, sem ijeð fyrir arineldinum, og var því gyðja heimilisfriðar og samheldis. Henni reisti Núma kóngur hof mikið í Róm og setti sex meyjar að gæta hofsins o^ hins helga arinelds, sem altaf brann þar. þær áttu að vera ogiptar og skírlífar alla ævi, og svo var mikið Iagt við, ef nokkur grunur komst á þær um ó- skírlífi að þær vóru óðara kviksettar. ÍVestuhoíi var griðastaður fullkominn öllum sakamönnum, sem þangað komust. Aðalhátíð Vestu hjeldu Rómveijar í júnímánuði og getur því leikið efi á, hvort það sje með öllu ijett, að december hafi verið helgaður henni, þó svo standi í sumum hókum. 1. deeember er helgaður Arnnldi nokkrum, sem var munkur í Kolni^í byijun 14. aldar. Um hann vita menn það síðast, að hann fór til Sínlands sem trúarboði, en lítið mun honum hafa orðið ágengt þar. 4. er Barbnrumessa. Barbara var dóttir höfðingja eins í Níkomedíu, sem var svo gagntekinn af fegurð hennar, að hann timdi ekki að gefa hana neinum manni og læsti hana inni í sterkum turni, til þess að gárungamir skyldi ekki glepja hana. Alt fyrir þetta komst þó Órígenes kirkjufaðir inn til hennar og kendi henni ijetta trú; en við það varð faðir hennar svo reiður, að hann seldi hana sjálfur heiðingjum í hendur, sem kvöldu hana fyrst á marga vega, og tóku síðan af henni höfuðið. það var árið 240, og þá var hún tvítug að aldri. — Af Barböru mey er saga ti_l á íslenzku í Heilagra manna sögum. Henni var og helguð kirkja í Reykholti með fleirum öðrum, og ef til vill viðar. 6. er Nik’ilásmessu. Nikulás þessi var fæddur í Pataraborg í Lýceu og andaðist 343 sem byskup í Mirreu. Hann var einkum nafntogaður fyrir hógværð sína, örlæti og lítillæti, sem hann sýndi alla ævi. Sagt er að hann hafi verið á stöðugum ferðum um byskupsdæmi sitt til að hjálpa fátæklingum og styrkja þá í trúnni. — A Islandi var Nikolás byskup tignaður einna mest af öllum útlendum dýrðlingum, og er það eitt með öðru því til sönnunar, að um 35 kirkjur vóru helgaðar honum; fleiri kirkjur eru að eins helgaðar þeim Maríu mey, Pjetri postula og Óíafi helga. Af Nikuiási er og mikil saga — eða reyndar tvær — til á íslenzku með formála Bergs ábóta Sokkasonar á Munkaþverá, sem andaðist 1350. Til er og brot úr dróttkvæðri drápu um hann, sem finst í «Málskrúðsfræði« við Snorraeddu. Sú drápa mun ort um 1300. Aðra Nikulásdrápu, hrynhenda, orti Hallur prestur (Ögmundarson) um 1400, og er hún öll til og prentuð af dr. Carpenter í Ameríku. 8. er Maríumessa hin flórða, sem stofnuð var í minningu um fæðingu Maríu meyjar. Svo sögðu munkar á miðöldonum, að eins og Jesús væri getinn án syndar, svo yrði María líka að vera það, og þetta var samþykt á kirkjufundi i Buslarahorg (Basel) árið 1439. Skoðun þessi hefur þó aldrei náð verulegri fótfestu í

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.