Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Qupperneq 72
me5 þessa skipshöfh, sem raskt upp í höndumar á okkur um
daginn og engin útsjón til að fá nýtt ket i bráðina."
»Og vertu ekki að því arna, uppi á hyllunni eiga að standa
leifar af köldum kristniboðara.«
Læknirinn: »Hvemig gastu fengið af þjer að eiga stúlku,
sem stamar svona gríðarlega?« það var nú einmitt það, semkom
mjer til að giptast henni; jeg sá nefnilega strax í hendi mjer,
að hún mundi aldrei geta orðið mjög nöldrunarsöm.
Konan: Skelflng glápirðu á mig núna maður, þú ert þó
ekki vanur að gefa mjer hýrt auga í seinni tíð.
Maðurinn: Jeg er að brjóta heilann um það, hvað það eigin-
lega hafi verið, sem mjer hefur þótt fallegt við þig þegar jeg
trúlofaðist þjer.
Maður stendur fyrir framan ljónabúr hjá konu sinni; konan
segir: «Hvað heldur þú segðir, ef ljónið brytist út úr búrinu og
tæki mig?« — »Verði því að góðu.«
• Hvað kemur til þess að Jón, sem kemur svo ódæmalega
illa saman við konuna sína, hefur hana með á öllu sínu ferðalagi?"
»]iað er af því að hvorugt hjónanna ann hinu að lifa 1 friði.»
■ Hversvegna heldur þingmaðurinn okkar þessar löngu ræður
hverja eptir aðra á þessu þingi?«
»það er vegna þess, að hann er nú giptur, og fær ekkert orð,
að segja heima hjá sjer.«
Bóndi: »Nú ofbýður mjer ósvífni þín, þú kemur og biðurað
gefa þjer sem hefur þó nýlega erft mörg hundruð krónur ■
Beiningamaðurinn: »Já ekki dugar nú að leggjast í leti
og ómennsku fyrir það.«
»Hvað er þetta, herra hjeraðslæknir! þjer heimtið peninga
fyrir að lækna mislingana í stráknum mínum. Hann sem hefur
smittað alla sveitina, og útvegað yður nóga atvinnu. þjer ættuð
heldur að borga mjer«.
Hógværð: »])jer trúið því ef til vill ekki, að það sjeu til
hundar, sem eru hyggnari en eigendurnir?«
»Jú, því trúi jeg dável; jeg á sjálfur hund sem er svoleiðis.«
Hann: »þjer megið trúa því kæra fröken, að jeg vildileggja
lífið í sölumar til þess að gjöra yður lukkulega.«
Hún: »Já! bara jeg vissi, að þjer hefðuð tryggt líf yðar
fyrir nógu mikilli peninga upphæð. þá skyldi jeg taka því þakk-
látlega.«
Börnin: Við erum komin til þess að bjóða þjer góðanótt,
pabbi minn!
Kennarinn: Jeg hef ekki tíma núna, komið þið ífyrramálið.
Kaupmennska. Kennarinn: Nú drengir, getur enginn
(68)