Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Page 74

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1886, Page 74
»Já átti jeg eKki á því von. því, hjerna — haldið þjeryður í nú í eitthvað, því jeg ætla að trúa yður fyrir dálitlu, sem ef til : vill tekur svoíitið uppá yður. — f)að var maður, sem fór sjer að , voða áðan . . . Jeg hef dómarann gamla í vitum mínum hjerna úti í vagninum, og þegar þjer sjáið hann, þá munið þjer held jeg kannast við, að það einasta sem honum getnr komið verulega ■ vel úr þessu, það er að hann sje lagður til«. KAPLAR ÚR GÖMLDM PRJEDIKUNUM. a. Búrkonan tekur mjólkina, og lætur hana í strokkinn, ber : hana, lemur hana og skekur hana með sinni bullu. Síðan skilur j hún hið æðra frá hinu óæðra, nefnilega smjörið frá áunum- Áunum hellir hún í sáinn, en smjörið lætur hún upp á sína búr- hyllu. Eins fer guð með oss. Hann ber oss, lemur oss og skekur oss með sinni himnesku krossbullu. Síðan skilur hann hið æðra frá hinu óæðra, nefnilega sálina frá líkamanum. Líkamann leggur hann í gröflna, en sálinni lyptir hann upp, upp á sína himnesku búr-hyllu. — jregar jeg nú þannig í dýrðinni verð staddur ofar ; drottni mínum, og sje ykkur velta niður til helvítis, eins og lambaspörð ofan eptir harðri hjarnfönn, þá mun jeg signa mig ! og segja: »Skrattinn gefi ykkur það, ykkur var nær að hlýða i mjer, þegar jeg pijedikaði fyrir ykkur í Hoftegi«. b. »Ef allir menn yrðu að einum manni, og ölljfjöll að einu fjalli, og allir steinar að einum steini, og öll vötn að einu vatni, og sá hinn stóri maðurinn stæði uppi á því hinu stóra fjallinu, og kastaði þeim hinum stóra steininum ofan í það hið stóra vatnið, þá mundi koma eitt óendanlegt bomsaraboms, mínir elskanlegir. Eins mun fara, bræður minir, þegar sálum yðar óguðlegra verður steypt niður til helvítis á efsta degi«. c. »Vjer riðum niður að Ósi í gær. Hvað sáum vjer þar? Vjer sáum eina örn, og einn lax. Örnin gimtist að krækja í hann klónum, en laxinn girntist að rífa undan henni hennar lær. |>á hugsuðum vjer: sjá teikn mikið, því að þannig girnist hinn helvízki hræfugl djöfullinn að rífa undan oss vor andlegu sálar- lær. Hvað skulum vjer þá til bragðs taka, mínir elskanlegir? Vjer skulum taka þráð þrenningarinnar, og þræða liann á nál einingarinnar, og sauma saman allar vorar andlegu sálar holur, svo að hann sá hræfugl nái ekki að rífa sig þar inn með klónum, si sona, og si sona« (krafsar með höndunum á víxl út í loptið)- d. »Dæmisögu vil jeg yðursegja, elskulegir bræður og systur. i Menn voru á bát fyrir utan odda, og hvirfilbylur kom og hvolfdx y bátnum. Einn af hásetum komst á kubb, sem gat að eins einum : (ro) .r

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.