Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Side 54

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1889, Side 54
ÁEBÓK ÍSLANDS 1887. 3.jan. Fórnst 5 skip af Skagastr. með 24 mönnum í ofsa stormi- 12. Bókmenntafjelagsfundur í Kpmh. Hafnað tillögum Eeykjavíkur- deildarinnar um heimflutningsmálið. 26.2 skiptapar í Bolúngarvík; forust 8 manns. 28. Fyrri ársfundur búnaðarfjelags suðuramtsins; 50 ár liðin frá stofnun þess. 31. Hrapaði maður til bana í Saurbæ vestra. í þessum mánuði fórust 2 aðrir menn vestra af slysförum. 2. febr. Varð úti Egill Benediktsson, bóndi úr Haukadal. 7. Bókmenntafjelagsfundur í Reykjavík. Samþykkt að leggja heimflutningsmálið í gerð. 24. Fórst bátur af Eyrarbakka; 6 menn drukknuðu af 7. 26. Bókmenntafjeiagsfundur í Höfn um heimflutningsmálið. 19. marz. Strandaði frönsk fiskiskúta í Grindavík. 20. Bátur fórst í Varaósi í Rosmhvhr.; 3 menn drukknuðu. 29. Fórust 2 fjögramannaför úr Keflavík; 7 menn drukknuðu. S. d. Fórst skip af Vatnsleysuströnd; druklmuðu 3 menn af 8. S. d. Fórst fjögramannafar við Ekv.; 3 menn drukknuðu. S. d. Fórst bátur frá Eyrarsveit með 5 mönnum. 31. Tók Valtýr Guðmundsson magisterpróf í norrænni málfræði. 15. apríl. Kvaddi konungur til þingsetu: Júlíus amtmann Hav- steen, Theódór amtmann Jónassen, Lárus yfirdómara Svein- bjömsson, Árna landfógeta Thorsteinsson, Arnljót prest Ólafs- son og Jón skólastjóra Hjaltalín. 17.Drukknaði maður í Barðastrandarsýslu. 28. Kviknaði í geymsluhúsi Kristjáns bóksala þorgrímssonar í Rkv, 29. Fórst sexæringur af Miðnesi syðra; 3 menn drukknuðu. 1 þ. m. fórst 4-mannafar af Snæfjallaströnd og drukknuðu 2 menn. Um suinarmálin kom ákaflegt hret er, gjörði stórskaða á sauðfje. þ>á rak hafísinn að öllu norðurlandi. 3. maí. Bókmenntafjelagsfundur íEkv.,heimflutningsmálinufrestað. 9. Drukknuðu 4 menn úr Suðursveit. 14. Vorvertíðarlok. Austanfjalls góður afli, að meðaltali 500 í hlut; við Faxaflóa ágætur afli. 15. Prestaskólakand. Skúli Skúlason vigður til Odda á Rángárvöllum. 17.—20. Stórkostlegt hret aftur á Norður- og Vesturlandi; stór- tjón á skepnum einkum í Skagaf. og Húnavatnssýslu. 7.-9. júní. Amtsráðsfundur suðuramtsins í Rkv. Amtsráðsmenn: Skúli prófastur Gíslason og ísleifur prestur Gíslason. 17. Alþíngiskosning fyrir Snæfellsness- og Hnappadalssýslu; kosinn cand. jur. Páll Briem með 33 atkvæðum. 20.-22. Ámtsráðsfundur vesturamtsins í Bæ í Hrútafirði. Amts- ráðsm. Sigurður sýslum. Sverrisson og Hjálmur b. Pjetursson. 20. Kvennmaður í Reykjavík drekti sjer. 21. Vorvertíðarlok. Mokfiski við Faxaflóa, að meðaltali 900 í hlut. Góður afli einnig við ísafjarðardjúp. 23. Brann íbúðarhús í Vestdal. (ss)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.