Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Side 74

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Side 74
SMÁSÖGUK. Sólargeislarnir. (Eptir Ourtmann). Sólin var nýkomin upp og hin skínandi fagra sólkringl* Ijómaði á himinhvelfingunni. þá sendi hún geisla sína yfir allt landið til að vekja þá, er sváfu. Einn geislinn kom til lóunnar, hún skauzt úr hreiðri sínu, sveif hátt upp í loptið, söng allt hið fegursta, er hún kunni, og lofaði liinn yndæla sumar morgun. Annar geislinn skauzt iþ11 til hjerans og vakti hann; hann eyddi ekki tímanum til að nua augun, heldur stökk hann á augabragði út úr skóginum ogvaWj sjer þar á enginu, hin ljúffengustu blöð, og fegurstu blómin tn morgunverðar. þriðji geislinn smeygði sjer inn í hænsna húsiðí þá gól haninn, og hænsnin flugu öll ofan af prikum sínum og klökuðu; svo hlupu þau út í garðinn, og fóru að leitasjer matar og leggja eggin í hreiðrin sín. Fjórði geislinn gægðist í gegn' um litla gluggann á dúfnahúsinu, og dúfurnar kurruðu og kurruðu, hver framan i aðra, því að hurðin á húsinu þeirra var ennþa lokuð; en þegar henni var lokið upp, þá flugu þær allar út a baunaakur og tíndu baunir í litla sarpinn. Fimmti geislinn lenti á býflugnabúi; býflugan kom þjótandi út, hristi dustið af vængjun- um, og flaug suðandi út í fjallshlíðina; svo settist hún á WoW trjánna og viðarrunnanna og hjelt síðan heim með byrði sína af hunangi. Að endingu kom sjötti geislinn að rúmi letingjans, og ætlaði að vekja hann, en hann aðeins rumskaðist, sneri sjer á hina liliðina og hraut svo jafnliátt og áður; svona hagaði hann sjer þegar aliir aðrir voru að vinna og bjarga sjer. Úrið mitt. (Lærdómsrík smásaga) eptir Mark Twain. þetta Ijómandi úr mitt, hafði gengið alveg uppá mínútu ; 18 mánuði, án þess að flýta sjer eða seinka, án þess einusinni að gjöra sig líklegt til að hrökkva í sundur, og án þess að verkið í því hefði bilað minnstu vitund. Jeg var farinn að halda, að það væri alveg óskeikult, og áleit alla gjörð þess og innri byggingu óforgengilega. En eitt kvöld gleymdi jeg að draga það upp. þetta ergði mig til munfc því að í atviki þessu sá jeg fyrirboða einhverrar óhamingjn- Smámsaman komst jeg þó í betra skap, dró úrið upp, setti þal1 af handa hófi og sló frá mjer öllum áhyggjum. Daginn eptir fór jeg til hins bezta úrsmiðs í bænum, til að fá það sett, nákvæmlega íjett, sem unnt væri. Foringi úrsmiðjunnar tók vm úrinu og fór að setja það, um leið og hann sagði: »það gengþr fjórum mínútum of hægt. Við verðum að færa stillinálina da- lítið til«. Jeg reyndi, hvað jeg gat, til þess, að aptra honum frá, a“ hreifa við stillinálinni og að koma honum í skilning um, aö (80)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.