Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1891, Side 82
almenna náttúrulögmáli, að þjettast og þyngjast í vaxandi kulda.
því að þá hlyti yfirborð vatnsins, að þyngjast svo við að kólna,
að það sykki til botns, þegar hitastig þess væri orðið lægra enþ
4 st. +, og hin heitari vatnslög, sem dýpra liggja, kæmu npp *
yfirborðið, kólnuðu þar og sykkju, ,og þannig gengi koll afkolh,
unz allt vatnið væri botnfrosið. ísinn, sem þannig myndaðist,
gæti heldur ekki þiðnað, væri vatnið ekki þyngst nokkurum hita-
stigum fyrir ofan frostdepil þess. Að vísu gæti sólarhitinn brætt
ísinn lítið eitt að ofan, og myndað vatnslag ofan á honum, e'1
jafnframt því sem yfirborð þess vatnslags hitnaði, ljettist það og
flyti því ofaná, og hindraði hitann gjörsamlega frá að liafa áhrn
á ísinn undir. En einmitt vegna pess, að vatnið er þyngst a
hærra hitastigi, enn frostdepíll þess er, þá þiðnar fljótara, vegna
þess, að yfirborð vatnsins, sém fyrst myndast ofan á ísnum,
þyngist við það að hitna, og sekkur þá ofan að ísnum, og bræðit
hann, en kólnar við það og ljettist, og kemur því upp á yfirborðið
aptur, til þess að sækja nýjan hita, sekkur svo aptur ofan að
ísnum og heldur áfram að "bræða hann, og þannig gengur koli
af kolli, unz allur isinn er fullbráðnaður.
Að því sje í raun og veru þannig varið, að vatnið þenjist
út við kuldann, er hægt að sjá af því, að þegar vatn frýs, þa
verður isinn íýrirferðarmeiri enn vatnið, sem hann er myndaður
af. Einnig sjezt Ijóslega, að vatnið ljettist við kuldann, á þv>,
að hið frosna vatn, eða ísinn, flýtur á þíðu vatni, oghlýturhann
því að vera ljettara enn það.
Frímerkin.
50 ár eru nú liðin, síðan byijað var að senda brjef með
frímerkjum. það var á Englandi að það var fyrst gjört. Row'
land Hill fjekk því til vegar komið, þrátt fyrir megna mótstöðu,
til ómetanlegs hagnaðar fyrir allt mannkynið. — Aður var gre»t
fyrir hvert brjef, því meira fje, sern það átti lengri leið til við-
takanda; þannig var burðareyrir undir brjef frá Lundúnaborg 0,
Birmingham 70 a., en til Edinborgar eða Dublin 1 kr. Af þv1
burðargjaldið var svo hátt, þá hlífðu menn sjer við að skru*
optar enn brýn nauðsyn bar til. Árið 1839, sama árið sem R-
Hill fjekk því framgengt, að frímerkin voru upp tekin, bárust
með pósti á Englandi aðeins 76 milljónir brjefa, en 6 árum síðar
voru þau orðin 271 mill., árið 1865 var tala þeirra orðin 679
mill. og árið 1889 1588 mill. pegar bætt er við brjefspjöldum,
dagblöðum, bókum og böglum, þá flutti pósturinn á Englandi
síðast liðið ár 2353 mill. sendinga. — Árið 1855 voru tekjurnar
af póstflutningum á Englandi, að ko_stnaðinum frá dregnum, rúmai
7 mill. kr., en 1889 57‘/s mill. — Áður enn burðargjaldið var sett
niður á Englandi, barst með póstinum til hvers manns 1 brjef a
ári, að meðaltali, en 1889 42 brjef. Á Englandi eru 18,000 póst-
stofur og 20,000 afgreiðslustaðir; við þctta starfa 58,000 embættis-
menn og 50,000 póstar.
(68)