Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 43
Kinley-lög. Mac Kinley er frá Ohiofylkinu og mikill
atkyæbama&ur í flokki samveldismanna. Hann fjekk því
framgengt, a& lagbir voru afarháir tollar á fjölda margar
þær vörur, er fluttur voru inn í landiÖ, og hefur þaí) or&iít
f'l mikils hnekkis fyrir verzlun þjó&verja og Englendinga,
enda fór Gladstone kallinn allóvir&ulegum or&um um lögin,
er þau voru komin í gildi og spá&i þeim skammra líf-
daga. Annars hafa lög þessi veri& til hnekkis fyrir verzlun
flestra nor&urálfu þjó&a og jafnvel Islendinga. Nú er
enganveginn svo a& skilja, a& ekki væru háir tollar á
ýmsum vörum á&ur í Bandaríkjunum. Höf&u þeir veri&
lagbir á, af því ríkisfjehirzluna vanta&i fje þegar dfri&num
var Ioki&, en þegar Mac Kinley kom lögum sínum fram,
var nóg fje fyrir hendi í ríkissjó&i, og eiga Bandaríkja-
•nenn þa& því a& þakka, a& þeir verja miklu minna fje
til herkostna&ar en stórþjó&irnar í nor&urálfunni. Sam-
veldismennirnir Ijetu þa& í ve&ri vaka a& þa& mundi lei&a
af lögum þessum, a& laun allra verkamanna færu mjög
haekkandi, er Vesturheimsmenn yr&u sjálfir a& vinna allar
vörur sínar, þó ekki hafi or&i& sú reyndin á, en aptur
hafa einstakir au&menn grætt stórfje á lögum þessum og
®iki& fje hrúgast saman í ríkissjó&inn.
Á þenna hátt var málunum komi& er nýjar kosningar
fóru fram sí&astli&a& ár. Harrison var þá, eins og si&ast,
forsetaefni samveldismanna og haf&i hann or&i& hlutskarp-
ari enn Blaine, er einnig vildi ná kosningu, en forsetaefni
sjerveldismanna var nú enn sem fyrri Cleveland, og er
þa& bert af því, hve miki& traust fiokksbræ&ur hans bera
til hans, er þeir kusu hann nú í þri&ja sinn til þess.
Eins og alkunnugt er, unnu sjerveldisraennirnir mikinn sigur,
og mun Cleveland fá um 270 atkvæ&i gegn 150, og er
þá au&sætt a& li&smunur er allmikill, enda gekk hvert
fylkiö eptir anna& undan forustu samveldismanna og áttu
þeir þa& toll-Iögum sínum a& þakka. Illinois, Michigan,
Calífornía og jafnvel Ohíó, þar sem Mac Kinley hefur
a&setur sitt, ur&u öll á bandi sjerveldismanna. Au&sætt
er þa& og, a& New-York, er á&ur hefur rá&i& mestu um
úrslit kosninganna, ræ&ur nú miklu minna en á&ur. þunga-
mi&ja ríkisins færist vestur á vi&; hún er ekki lengur á
austurströndinni, heldur kringum Missisippífljóti&. þa& er
(sr)