Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 75
8pur8u að, hvert skóarinn væri flnttur, og hann var á endanum
°rðinn svo gramur i geðinu yfir þessu, að hann gat ekki á heil-
im sjer tekið. Um þetta leyti kom bóndi einn inn í skrifstofuna
°g segir: njeg sje að skóarinn er fluttur«. »Já, hann erfluttur«,
®e,gir málfærslumaðurinn. »Hvað verzlið þjer nú með?« segir
“óndi. »Flónshausa«, segir hinn. «Jeg samgleðst yður innilega«,
Segir bóndi, »því jeg sje að verzluninin gengur prýðilega; allt
1,1 á heita út selt — það er ekki nema einn eptir í búðinni*.
Gamla Maria Thompson.
María Thompson í Lundúnum er enn á lífi 106 ára gömul.
"ón er fædd 1787 og hefur enn þá gott minni og man glöggt
eptir því( þegar frjettin kom um sjóbardagann mikla við Tra-
&lgar (1805).
, Nj'lega var hún spurð um, hvernig maður Napóleon mikli
nefði verið. »Hann var vondur maður«, svaraði hún, »í mínu
óngdæmi var það í almæli, að faðir hans hefði verið höggormur,
a?, tígrisdýr hefði alið hann upp og sálina hefði djöfullinn
sjálfur húið til.
þetta lýsir vel þjóðarhatrinu í þá daga á Englandi til
‘^apóleons fyrsta.
Stór ostur.
Ameríkanskur maður, Robertson að nafni, hefur sent til
Veraldarsj''ningarinnar í Chicago hinn stærsta ost, sem nokkurn
Wma hefur verið búinn til. Hann er 22,000 pd. að þyngd, eða
110 hestburðir. Til hans var safnað í þrjá daga mjólk úr 10,000
*úm, og urðu það samtals 180,000 pottar af mjólk. Tilbúning-
órinn á svo stórum osti var bæði örðugur og vandasamur, en
Hnna verst viðfangs var þó að fá nógu mikinn þunga eða þrýst-
ing á hann. Eina nótt lá hann undir 480,000 punda þrýstingu,
°g var hún þó tæplega nóg.
Annar erfiðleikinn var sá, þegar ólgan kom í ostinn, þá
sprengdi hann öll járnbönd og allar járnfestar af sjer; en á
þessu var ráðin bót með því, að bora stórar holur í hann. Hann
er ferstrendur, hálfönnur alin á hvern veg og 18 al. á lengd.
Úr mysunni, sem síuð var úr ostinum, fengust 7,240 pund
af mjólkursykri.
Að lokinni sýningunni á ostur þessi ekki að seljast en skipt-
ast til gefins útbýtingar milli allra þeirra blaðamanna, sem skrifa
lof um hann, meðan á sýningunni stendur.
Gott tækifæri fyrir íslenzka ritstjóra að ná sjer í ostbita
frá sýningunni í Chicago.
(65)