Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 60
byggja kirkju yfir. Sú kírkja er enn yíð Iíðí. — A Moríafjalb.
þar sem musterið stóð til forna, stendur nú hið skrautlega
Omars-moske, er arabiskur kalífi mun hafa byggja látið á <•
öld; það er mikill helgistaður hjá Múhameðstrúarmönnum.
Strikið á uppdrættinum, sem Iiggur frá höll Pílatusar yfir
Golgata, á að tákna veg þann, er Kristur gekk með krossinn
(»via dolorosa«). Pyrir austan Jósafatsdalinn liggur Olíd'
fjallið; er það hæðst af Júdeufjöllum og er þaðan fagurt að
líta yfir Jerúsalem. Eru á því þrír hnúkar; og á hinum syðst*
þeirra er sagt að konur Salómons hafi blótað goð sín; var það
hneikslun mikil og nefndist hnúkurinn því »hneikslunar-
hæðin«. Miðhnúkurinn er hæðstur; munnmælin segja, að þaj;
haíi Kristur orðið uppnuminn til himna; en það getur ekki verið
rjett, því ritningin segir, að það hafi verið í austurhlíð fjallsins náleg"
Betaniu. Helena, móðir Konstantínusar keisara hins mikla, ljet
byggja kyrkju þar á hnúknum, er nefndist »uppstigningarkirkjan'’
Við rætur Olíufjallsins að vestan er Getsemane-garðurinþ;
sem allir kannast við úr sögu frelsarans. Garð þennan má sja
enn þann dag í dag, og hafa múnkar nokkrir (Fransiscanere) 1
Jerúsalem nú umráð yfir honum. — Austanmegin Olíufjallsin®,
liggur Betanía, þorp lítið og er nú kennt við Lazarus. ^1
Betfage finnast nú á dögum engar menjar.
Merkust af vatnsgryíjunum eða brunnunum í Jerúsalem ®r
Betesdadýkið, er kunnugt mun öllum þeim, er lesið hafa J?"
hannesarguðspjall (Jóh. 5,2), í því mun hafa verið málmblandið
vatn. Meðal lindanna var Siloa (á grísku Siloam) nafnkennd
fyrir heilnæmt vatn; hún spratt upp undan kalk-kletti á Zionsfjal*1-
Kristur hafði fyrirsagt, að Jerúsalem mundi eyðilögð verða,
spádómur hans rættist árið 70 e. Kr., þá er Rómverjar nnn11
borgina. Var hún þá rifin niður til grunna og musterið fagra
brann til kaldra kola. Hadrianus keisari ljet að vísu endureis*
bæinn og kalla »Ælia Capitolina«. En aldrei hefur borgin sfðan
náð sinni fornu frægð. Ýmsar þjóðir hafa haft yfirráð yfir borg'
inni og mikið var um hana barist á miðöldunum (krossferðirnarþ
Nú hala Tyrkir völdin á Gyðingalandi og Jerúsalem er að eW*
óásjálegur smábær. Hefur íbúum hennar raunar fjölgað að mnn
hin síðustu árin, svo að nú mun tala þeirra ver hjer um nl1
43,000 (þar af 28,000 Gyðingar), en á Krist dögum mun taia
búsettra manna i borginni hafa verið um 150,000, auk allra ut-
lendra kaupmanna og Gyðinga víðs vegar að, er þangað söfnuð'
ust, einkum á hátíðum. Um páskaleitið safnast þangað enn
fjöldi pílagríma. í bænum búa nú Gyðingar, Tyrkir, kristnir menn
og fieiri trúar- og þjóðflokkar.
Meðal ýngri stofnana í Jerúsalem mætti geta stofnunai
einnar (»det syriske Waisenhus«), er vinnur mikið að evangehsk
kristniboði, eigi að eins í Jerúsalem, heldur einnig nm allt Gyo'
ingaland; styrkja |>jóðverjar það mest og bezt. ,
Tölurnar 1 til 9 á uppdrættinum tákna hin ýmsu hn^
borgarinnar. Merkust af þeim eru: Sauðahliðið (9), Damaskus-
hliðið (3) og gullna hliðið (8). ff