Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 54
Okt. 7.Brann bærinn allur iKirkjubæ í Hróarstungn ásamt fjósi
með 7 kúm, bækur og handritasafn. Manntjón ekkert.
— 8. Andarnefja náðist á Aknreyrarpolli, 14 álnir á
lengd.
— 80. Vigð ný timburkirkja á Olafsvöllum á Skeiðum af
Valdimar próf. Briem.
Nóvemoer 4. Ofsaveður á Vestfjörðum; týndust 4 bátar á
Isafjarðardjúpi með 18 mönnum. Fórst bátur frá Húsa-
vik ú Skjálfanda með 4 mönnum.
— 1(1. Brann fjósið i Laugarási i Biskupstungum með 5
nautgripum.
— 18. Asmundur Jónsson, vitavörður á Dalatanga í Mjóa-
firði, brapaði til bana.
— 20. Hagakirkja á Barðaströnd fatik í ofsaveðri.
— 24. Brann bús Olafs Guðmundssonar, útvegsbónda á
Hesteyri i Mjóafirði; nokkrir munir náðust; manntjón
ekkert.
— 25. Magnús .lónsson, 19 ára gamall piltnr, hengdi sig í
Minni-Hlíð i Bolungarvik.
Desember 3. Kaupfarið »Asta< (eign H. P. Duus verzlunar
i Keflavík) strandaði á Hænuvík við Patreksfjörð. —
Varð úti á Koílafjarðarbeiði Sigmundur Guðmundsson
bóndi frá Fjarðarborni i Gufudalssveit.
— 4. Fórst bátur úr Keflavik með 4 mönnum.
-— 11. Souur prestsins á Útskálum, 7 ára gamall, datt ofan
úr stiga og dó skömmu siðar.
— 28. Sigurður nokkttr Markússon fanst nær belfrosinn á
fjallinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar eftir fjögurra
dægra útivist, og dó litlu siðar.
(Desember.) Eak bval á Nesjum i Hornafirði. — Byrjaði
nýtt blað í ltvík, »Barnablaðið«. Ttg. Briet Bjarnbéð-
insdóttir. — Fyrirfór sér maður frá Fyjólfsstöðum í
Vatnsdal.
b Lög og ýms stjórnarbréf.
Janúar 15. Auglýsing um nýja lyfjaskrá. Eáðberrabréf um
synjun á lagafrv. um borgaralegt bjónaband og öðru um
stofnnn lagaskóla.
(46)