Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 24
í austur jiað sem eptir er af árinu. fiegar hann í December
sjest á morgunhimninum, er hann á leiðinni frá Vogarmerki
inn í Sporðdrekamerki, og i árslok sjest hann 1° fyrir vestan
stjörnuna Beta ((5 Seorpíi) í stjörnumerki þessu.
Satúrnus er allt árið svo suðlægur, að hann kemst einungis
40 til 5° yfir sjöndeildarhring Eeykjavíkur, þegar hann er hæst
á lopti, og er því ekki fyrir ofan sjóndeildarhringinn nema sem
svarar tveimur tímum fyrir og eptir. Hann er í hádegisstað sein-
ast í Janúar um dagmál, seinast í Febrúar kl. 7 um morgun,
seinast í Marts kl. 5 um morgun, seinast í Apríl ki. 3 um morg-
un, og 11. Júní er hann gagnvart súl og því hæst á lopti um
miðnætti. I miðjum Júlí er hann hæst á lopti einni stundu eptir
náttmál og síðan tveim stundum fyr á hverjum mánuði, svo að
hann gengur svo snemma undir, að hann varla getur sjest. 18.
December gengur hann á bak við súlina. Satúrnus reikar allt árið
nærri takmörkunum á milli Sporðdrekans og Skotmannsins; snemma
í Apríl heldur hann í vestur og þangað til í lok Agústmánaðar,
en annars gengur hann í austur.
SÝNILEGLEIKI TDNGLSINS í REYKJAVÍK.
I almanakinu 1899 eru engar tölur í þriðja dálki („t. ih.“)
á milli innilokunarmerkja. Slikur hornklofi í almanökunum fyrir
undanfarandi ár sýndi, að tunglið kom eigi upp fyrit sjúndeildar-
hringinn í Reykjavík jafnvel er það var hæst á lopti. 1899 og
um nokkur eptirfarandi ár kemur tnnglið á hverjum súlarhring
upp yfir sjóndeildarhring í Reykjavik. Til þess að geta sýnt,
hve nær tungliú er lengi á iopti og hve nær það að eins er skamma
stund að sjá, er sett í almanakið „tungl hæst á lopti“ og „tungl
lægst á lopti”. þegar tungl er hæst á lopti, kemst það hæst 50°
yfir sjóndeildarhring Reykjavikur, kemur upp 10 tíl 11 stundnm
fyrir þann tíma, sem tilgreindur er í þriðja dálki, og gengur
undir 10 til 11 stundum eptir þá stund. j>egar tungl er lægst á
lopti, kemst það hæst 1° til 2° yfir sjúndeildarhring £ Reykjavík,
kemur upp einni til tveim stundum fyrir þann tíma, sem stendur
í þriðja dálki, og gengur undir einni til tveim stundum eptir
þann tíma. Viku fyr eða síðar kemst tunglið hæst á lopt hjer
um hil 26° yfir sjóndeildarhring í Reykjavík, kemur upp í miðs-
morgunsstað og rennur undir í miðaptansstað, eða 6 etnndum
fyrir og eptir þann tíma, sem stendur þriðja dálki.