Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 78
foreldrctr hans voru fjarverandi«. »Þegar .Julíus Cæsar
var drepinn, brá hann með annari hendinni kápunni upp
yfir höfuðið, en hrópaði um hjálp með hinni«. »Þannig
byrjaði ógurlegur bardagi á bls. 94«. «Þvi miður eru lika
til í Norðurálfunni menn, sem eklci kunna að stjórna geði
sínu«.
* * •*•
Presturinn. »Er það nú óbreytanlegur ásetningur yðar
að skilja við manninn yðar? hugsið þér yður vandlegaum
áður en þér gjörið það; mér sýnist hann vera elskulegur
maður«.
Konan. »Ja! Það er einmitt það sem að honum er;
það eru minnst 10 stúlkur sem elska hann og hann
þær«.
* * *
Presturinn: »Eg hef heyrt eptir honum Hans nágranna
þinum að ræðurnar minar væru léttmeti og leiðinlegar*.
Bóndinn: »Þér skuluð, prestur góður, ekki taka mark
á því, sem hann Hans segir; hann hefir aldrei á æfi sinni
haft sjálfstæða skoðun, hann bara lepur upp það, sem hann
heyrir að aðrir segja«.
*■ * *
Prestur nokkur var vanur að halda mjög langar ræður.
En eitt sinn varð ræðan með lengsta móti, svo allir voru
gengnir úr kirkjunni, nema djákninn; en loksins leiddist
honum líka, svo hann gengur að prédikunarstólnum, leggur
á hann kirkjulykilinn og hvíslar að presti, »Viljið þér
gjöra svo vel að loka kirkjunni, pegar þér eruð búinn,
því nú fer ég«.
Prestur endaði einu sinni ræðu sína þannig: »(Juð
hjálpi þeim, sem sjúkir og sorgmæddir eru, þeim heilbrigðu,
sem vanbrúka sunnudaginn með vinnu, og þeim lötu, sem
ekki nenna til kirkju«. Söfnuðurinn skildi, hvert þetta
stefndi, og sótti betur kirkju en áður.
* *• ■*■
Prestur erlendis, sem prédikaði stundum, nokkuð hart
(70)