Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1899, Blaðsíða 74
r
gjaldið er svo hátt, að útgerðin ekki svarar kostnaði, eða
að skipseignin komist að eins á fáar hendur, sem þá geta
með samtökum farið sínu fram; komi aflaleysi og lágt
fiskiverð 2—S ár í röð, þá missa hinir efuaminni skipa-
eigendur skip sín upp í skuldir, eða verða að láta þau
liggja aðgjörðalaus, þegar þeir hafa ekki ráð á að leggja
þeim það til, sem árlega þarf til útbúnaðar.
2. Sem þó er meira vert er það, að landbúnaðinum er
inikil liætta búin af sjávarútveginum meðan kaupið ersvona
hátt. Meðan svo' stendur, að þeir sem sjóinn stunda, geta
fengið tvöfalt hærra kaup um mánuðinn, eu þeir, sem við
landvinnu eru, þá er eðlilegt, að menn streymi til sjávar-
ins. og láti landbúnaðinn eiga sig, sem minna gefur af sér.
Það hefir aldrei verið tilgangur minn, að hvetja til þil-
skipakaupa og styðja þau, til þess þar með að draga vinnu-
afl frá landbúnaðinum, honum til skaða, heldur hef ég vilj-
að styðja að þvi, að þeir sem þurfa að hafa sjávarútveg-
inn fyrir aðalatvinnuveg, fái betri fleytur en opnu bátarn-
ir eru, svo lífi þeirra sé minni liætta húin, og þeir síður séu
bundnir við þann fjörð eða flóa, sem þeir búa við, ef fisk-
nrinn kemur eigi þangað meðan veiðitíminn er.
Nú er talað um bjargarskort um hásumar i þeim sveitum
sumum hér við sunnanverðan Faxaflóa, sem ekki hafa ann-
að að bjarga sér á en opna báta. En i Reykjavik og ná-
grenninu er ógrynni af fiski, sem þilskipin hafa því nær
eingöngu sótt austur íyrir Reykjanes og norður fyrir vest-
fjörðum alt á Húnaflóa. Þetta sýnir hve miklir bjargvætt-
ir þilskipin eru fyrir þá, sem fiskiveiðar stunda, en þvi
liörmulegra er það, ef þessir ágætu hlutir — þilskipin — verða
til þess að stórskemma landbúnaðinn fyrir heimskulega liá-
ar kröfur skipstjóra og háseta, og gunguskap og samtaka-
leysi skipseigenda.
»Hvaða kaup hafa stéttarbræður minir á líku reki að
meðaltali i útlöndum, og hve hátt kaup hafa jafnokar minir
við landvinnu hér á landi? Þetta vil ég hafa og ríflega það
meðan ég er á sjónum«. Svona ættu sjómenn að hugsa, og a
þennan mælikvarða ættu þeir að mæla kröfur sinar, hann
er sanngjarn fyrir báða málsparta; væri mælt á hann, þa
mundi hvorki sjávarútveginum ué landbúnaði hætta búin.
(66)