Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Qupperneq 42
yfirhershöfðingja (Generallöjtenant) og jafnframt að
yfirgæzlumanni (Generalinspectör) riddaraliðsins.
Staða hans i hernum gaf honum nóg að start'a.
En fyrir það vanrækti hann ekki þær skyldur, sem á
honum hvíldu sem húsbónda og heimilisföður. Hann
hafði hinn næmasta skilning á þýðingu heimilislífsins
og helgi þess fyrir hina upprennandi kynslóð, og
gjörði sér þess vegna alt far um, að liinn rétti andi
mætti rikja þar á heimili sínu. í*au hjónin höfðu hið
nánasta eftirlit með uppeldi barna sinna, og létu sér
mjög ant um, að þau snemma vendust á iðjusemi og
reglusemi í hvívetna. Bæði voru þau hjón innilega
guðhrædd og unnandi af alhug kirkju- og kri>itin-
dómsmálum, og var þvi ekki sízt lögð rækt við hina
trúarlegu hlið á uppeldi barnanna, að innræta þeim
lifandi kristna trú og gjöra sannan guðsótta að sterk-
asta atlinu í lífi þeirra. Yfir höfuð má segja, að sjald-
an hafi uppeldi nokkurra barna verið betur vandað en
uppeldi barnanna i ogulu höllinni«, enda lánaðist það
vel. Þau voru, þegar hér er komið sögunni, orðin
fjögur: Friðrik, núverandi konungur vor, Alexandra,
nú Bretadrotning, Vilhjálmur, nú Grikkjakonungur
(Georgius I.) og Dagmar, nú rússnesk keisaraekkja.
Seinna fæddust tvö, Pgri, gift Ernst Kumbralands-
hcrtoga, og Valdimar.
fegar Friðrik VII. konungur tók við ríki eftir
föður sinn látinn, stóðu einir tveir menn upþi af karl-
legg Friðriks III. konungs, en það voru konungur
sjálfur og föðurbróðir hans Friðrik Ferdinand erfða-
prins. En þeir voru báðir barnlausir og öll von úti
um, að þeim yrði héðan af barna auðið. Hér bar
því alla nauðsyn til, að eitthvað væri gjört til að
tryggja ríkiserfðirnar. En það varð ekki gjört án
þess að leitað væri atkvæða stórveldanna. Eftir erfða-
lögunum í konungsríkinu stóð Friðrik prins frá
Hessen næstur til að erfa konungdóm i Danmörku,
og þá Lovísa systir hans, kona Kristjáns Lukkuborg-
(30)