Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Page 50
Priörih konungur áttundi,
sem viö ríkjum tók 29. jan. 1906, er kominn yiir sex-
tugt, og' heíir pví haft góðan tíma til undirbúnings
undir hina vandasömu stöðu sina. En það má pá
líka segja með sanni, að fáir munu peir ríkiserfingj- ^
ar vera, sem betur hafi notað undirbúningstímann en
hann. Líf hans heflr ekki verið tómur leikur, heldur
óslitið starfslíf alt frá æskuárum. Þótt hann hafl ekki
tekið beinan pátt í opinberum málum, heiir liann
alla æfi verið hinn athugulasti áhorfandi, er ekki lét
neitt af ánugamálum pjóðar sinnar vera sér óvið-
komandi. Og' hann heiir ekki látið sér nægja yflr-
borðsþekkingu eina, heldur hefir hann ávait gjört sér
far um að kynnast hlutunum frá rótum. Hann heiir
ekki látið sér nægja dóma annara manna, heldur á-
valt reynt að afla sér sjálfstæðrar pekkingar á hverju
máli, sem var, — og veitt það pví auðveldar sem .>•
hann er maður með ágætum hæflleikum og ágætri
mentun. Fáir konungar munu við ríkistöku sína hafa
verið jafn gagnkunnugir öllum högum þeirrar pjóðar, j
sem þeir áttu að stjórna, og haft til að bera jafn djúp- j
settan skilning á öllum áhugamálum hennar, bæði
andlegum og verklegum sem Friðrik konungur áttundi.
Friðrik konungur er fæddur í »gulu höllinni« í
Kaupmannahöfn hvítasunnudagsmorgun 3. júní 1843,
sem elzta barn þeirra Kristjáns Lukkuborgar-prins
(seinna konungs IX.) og konu hans Lovísu. Mánað-
argamall hlaut hann í skírninni natnið Kristján Frið-
rik Vilhjálmur Karl. *
Þegar á barnsaldri kom í ljós hjá honum óvenju- I
mikil fróðleiksást og pekkingarfýsn. Hann nautfyrst
heimilisfræðslu, en var seinna settur í skóla þann í
Khöfn, sem kendur er við Maribo prófessor, og naut
þar tilsagnar innan um aðra drengi af borgaralegum
(38)
a