Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Side 51
settum, án þess að nokkur munur væri þar gjörður
á Friðriki Gliicksborg (en undir því nafni var hann
innritaður í bókum skólans) og öðrum drengjum,
enda höfðu foreldrar hans beinlinis mælt svo fyrir.
Frá þessari skólaveru hans innan um »annara manna
börn« stafar vafalaust meðfram hið látlausa og al-
Þýðlega viðmót og hin hispurslausa framganga, er ávalt
hefir prýtt dagfar konungs vors og gjört hann svo
ástsælan af öllum þeim, sem honum kyntust. En eft-
ir að Kristján prins hafði verið kjörinn rikiserlingi í
lianmörku 31. júli 1853 og oFriðrik GluCksborg« við það
var orðinn »Friðrik Danaprins«, þótti ekki hlýða, að
hinn væntanlegi ríkiserlingi héldi áfram skólagöngu í
almennum mentaskóla. Var hann því sagður úr skóla,
H1 þess eftirleiðis að njóta heimatilsagnar ásamt yngri
bróður sínum Vilhjálmi (síðar Georgios I. Grikkja-
konungi), og aðalumsjónin með kenslu þeirra fengin
í hendur fyrst F. Chr. Stjernholm kapteini, en síðar
L. W. Petersen prófessor. Fr það einróma dóniur
allra kennara haus í uppvextinum, að leit væri ájafn
námfúsum lærisveini og hinum unga prins. Pegar
hann var orðinn fjórtán vetra, var hann jafnframt
bóknámi sínu látinn taka þátt í æíingum liðsforingja-
efna.
Hinn 19. október 1860 var prinsinn, ásamt systur
sinni Alexöndru (nú Bretadrotningu), fermdur i Hall-
arkirkjunni i Kaupmannahöfn af Paulli hallarpresli,
°g degi síðar skipaði Friðrik VII. konungur nafna
s*nn undirliðsforingja (utan númers) í landhernum.
Undir árslok sama árið lauk prinsinn fullkomnu liðs-
foringjaprófl. Til frekari mentunar í þeim fræðum, er
að hermensku lúta, dvaldi hann síðan um eins árs
tíma í Nyborg sem liðsforingi við fótgönguliðið og
seinna í Næstved á Sjálandi, til þess þar að fullkomna
sig sem riddaraliðsforingi. Var hann þá orðinn höf-
uðsmaður i hernum. Fn nokkru áöur hafði Friðrik
(39)