Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Síða 93
„Nú hefir þú sjálf búið til töfradrykkinn, sem þú baðst
mig um. Parðu nú heim og vertu eins góð við manninn
þinn og þú hefir verið við Ijónið; honum fer þá aftur að
Þykja vænt um þig. Eða heldur þú að maðnrinn sé verri
en Ijónið? Þú hefir hænt það að þér með vingjarnlegum
atlotum og góðum mat; hændu nú manninn að þér á
sama hátt.
Konan fylgdi ráðum vitringsins, var upp frá þessu
þolinmóð og eftirlát við mann sinn og lét hann ætíð fá
góðan mat.
Svo hætti hann að hugsa um skilnaðinn og um hinar
stúlkurnar, en varð eins góður við konu sína og hún var
v'ð hann.
Þetta er fyrirsögnin um tilbúning töfradrykkjarins
°g getur nú hver kona, sem þetta les, búið sér hann til
sjalf. ef henni finst hún þurfa hans.
Myndirnar.
Pyrsta myndin er af Kristjáni konungi IX. og önnur
af Friðrik konungi VIII. Æfiágrip þeirra eru hér að
framan.
Þriðja myndin er af Kristjáni konungi IX. og 6 börn-
um hans. Konungur situr sjálfur í miðjunni. Til hægri
handar honum er Dagmar, keisaraekkja Kússlands, en til
vinstri handar honum Thyre, furstainna áÞýzkalandi. Á
bak við stendur lengst til vinstri hliðar á myndinni Georg
Drikkjakonungur, þá Alexandra Englandsdrottning, þá
núríkjandi Danakonungur, Friðrik VIII. og bróðir hans
Valdemar prins.
Pjórða myndin er af konungshöllinni Amalíuborg í
Kaupmannahöfn. Milli súlnanna sést Friðrik konungur
VIII,, og drottning hans, er hann tekur við konungdómi
og ávarpar mannfjöldann i hallargarðinum.
(81)