Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1907, Side 94
Fimta myndin sýnir framfarir íslands á 18 ára tíma-
bilinu frá 1885 til 1903. Hún er tekin eftir stórri málaðri
mynd, sem stórkaupmaður Thor E. Tulinius lét gera, og
setti á síningu þá, er Danir héldu í Kaupm.h. næstliðið
sumar. Það gerð hann landinu til sóma og til þess að
auka þekkingu Dana á þyí. Efst á myndinni miðri er is-
lenzki fáninn með fálkanum, en til heggja hliða útfluttar ]
vörur af landi og sjó í krónutali. Þar fyrir neðan eru
flattir þorskar sem sýna hve útflutningur af þorski hefur
aukist, svo er sýndur mismunurinn á fjölda og stærð vöru-
skipa, sem frá landinu fara, árin 1885 og 1902, og svo
á skipaeign landsmanna þá og nú. Neðar á myndinni er
landbúnaðurinn. Þar er sýnt með hlutfallsstærð, hve jarð-
eplarækt, rófnarækt og heyafli hefur aukist, einnig fjölgun
sauðfjár, nautpenings og liesta, en þau hlutföll munu tæp-
lega rétt, og er óáreiðanleiki landhagsskýrslnanna mest
orsök í því. Neðst á myndinni vinstra megin eru grísir
tveir misstórir, og sína þeir mismun á inneign landsmanna í
sparisjóðum 1885 og 1902. Síðast er munurinn á tekjum
landsins þá og nú, sýndur með tveimur misstóru peninga-
kössum.
Allar eignir landsmanna hafa vaxið þetta timabil og
tekjur landssjóðs aukist í öllum greinum, nema vínfanga-
tollurinn hefir minkað, og er sú afturför ef til vill einhver
stærsta framförin.
Þessi mynd hefir, eins og 9. myndin hin aftasta, verið
minkuð svo mikið úr upphaflegri stærð, að margar tölurn-
ar eru illlesandi, öðrum en þeim, sem góða sjón hafa eða
þá með sjónauka. En bæði er myndin svo falleg og á-
nægjuleg fyrir landsmenn, að ég vildi að hún gleymdist
ekki, en geymdist í almanakinu, meðan það fær að vera í
bókahyllum landsmanna.
Sjötta myndin er af forsetum franska lýðveldisins.
Efst í miðju er Thiers, forseti 1871—73; til hægri handar
honum og litlu neðar Mac Mahon, fors. 1873—79, en til
vinstri handar G-révy, fors. 1879—87. Neðan við Thiers
(82)