Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Page 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 2 I. ÁGÚST2004 3 Kemuráundan sjálfum sér í mark Þórarinn Eldjárn hefur hlaupið í 20 ár. Hefur oftast tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni þar sem hann hefur iðulega hlaupið hálft mara- þon. Hann hefur ekki tekið þátt í tvö ár og ætlar að láta 10 kílómetra duga í ár.“ Ég ætla að sýna hófsemi í þetta skipti og hleyp ekki nema 10 kílómetra," segir Þórarinn, sem hleypur ekki eins reglulega eins og hann var vanur að gera en reynir að halda sér í formi sem hann best get- ur. „Ég hleyp alltaf öðru hvoru, ég bý að þeim brunni að geta alltaf hiaupið 10 kílómetra án mikilla erf- iðleika. Hleyp ekki eins oft nú og áður, bara svona þrisvar sinnum í viku þegar best lætur,“ segir Þórar- inn, sem hljóp reglulega með hópi manna sem gerði út frá Vesturbæj- arlaug. „Ég tók þá ákvörðun að ger- ast einyrki. Mér lætur best að keppa við sjálfan mig,“ segir Þórarinn, sem hefur ekki tapað þræðinum og hleypur 10 kílómetra auðveldlega þó hann hlaupi ekki mjög hratt. „Ég mun hafa það að leiðarljósi í þessu kvartmaraþoni að komast í mark á undan sjálfum mér,“ segir Þórarinn, sem er í fínu formi og stefnir að því að sigra sjálfan sig. Danskir innbrotsþjófar, Qársvikarar, barnaníðingar, morðingjar - og lögfræðingar. Þetta eru aðalpersónurnar 1 dönsku sjónvarpsseríunni Forsvar sem sýnd er á RÚV. Þótt þætt- irnir gerist í rammlega dönsku umhverfi er einn handritshöfundanna íslenskur. Sveinbjörn I. Baldvinsson Skrifar danska sjonvarpsþætti sem sýndir eru í Sjónvarpinu á fimmtudögum Sveinbjörn I. Baldvinsson var að hella upp á þegar við trufluðum hann. Sólin skein yfir Álftanesið og hann var ekki einn: hand- ritahöftmdurinn var með gamlan samstarfs- mann í heimsókn, Rhondu Spinnak. Erindi okkar var að spjalla um Forsvar, danska lög- fræðingaþætti sem RÚV er að sýna þessa dagana, enn eitt dæmið um hversu Dönum hefur tekist að ná föstum tökum á sjón- varpsseríuformatinu - með íslenskri hjálp- arhönd: Sveinbjörn hefur átt stóran hlut að síðustu þáttum, meðal annars því rokkara- og umgengnisréttardrama sem nú er í gangi og verður til lykta leitt í þættinum á fimmtu- dag í næstu viku. „Þetta er önn tvö af Forsvar," segir Sveinbjörn, „og þá kom ég fyrst að þessu. Við skrifuðum svo þriðju önnina í fyrra- sumar og hún er líklega að verða búin í framleiðslu núna. Þetta var mjög skemmti- leg reynsla. Ég veit ekki hvort framleiddir verði fleiri en þessir þrjátíu þættir. Mér heyrist að mönnum finnist seríur af þessu tagi bara duga í þrjár annir, þetta þrjátíu þætti. Þannig var það með Rejseholdet. Það er Nordisk Film sem framleiðir þættina fyrir TV2 og þetta er hópur sem hefur starf- að lengi saman. Maður gengur inn í soldið batterí. Það eru skrifaðir þrír þættir í senn í blokk, stundum eru til eldri uppköst, stundum bara drög eftir aðalhöfundana Lars K. Andersen og nafna hans Kjeldgaard. Það er mikil samvinna og samráð við skrift- irnar og endalausir vinnufundir í kvik- myndaverinu í Valby. Stundum skrifar maður sögurnar út í prósaformi áður en þátturinn er brotinn upp í atriði. Svona gengur þetta skref fyrir skref." Og hvað tekur handritshöfundur sér fyrir hendur þegar þátttöku í langri erlendri þáttaröð er lokið? „Ég er svona í millibilsástandi," segir Sveinbjöm. „Ég vinn fyrir Kvikmyndamið- stöð íslands sem ráðgjafi og er að auki með kennslu í vetur, bæði fyrir Háskóla íslands og verkefni sem kallast núna East of Eden, var áður kallað North by Northwest. Það er þróunarproject fýrir handritshöfunda, evr- ópskt verkefni." Við þökkum fyrir okkur, skáldið skellir sér í eldhúsið. Yfir Alftanesinu er skýlaus him- Sveinbjörn I. Bald- vinsson Skrifar handritin að dönsk- urö þáttum sem sýndir eru í Sjónvarp- inu á fímmtudögum. Tilfinningatorg Elísabetar Jökulsdótt- ur verður starfrækt í Fógetagarðinum á Menningarnótt Tugir barna mála tilfinningar Elísabet Jökulsdóttir, sirkusstjóri tilfinningatorgs Börnin mála tilfínn■ ingar sinar á spjöld og fara í tilfinn- ingagöngu. Reiði, gleði, hamingja, ofsi, órói, ánægja, öfund, græðgi, góðvild og ást... allar þessar tilfinningar og fleiri til verða bornar á torg í Reykjavík í kvöld. „Klukkan 20 í kvöld ganga 20 til 30 börn niður Bankastrætið rak- leiðis í Fógetagarðinn við Aðal- stræti," segir Elísabet Jökulsdóttir, sem skilaði hugmynd um tilfinn- ingatorg í samkeppni Reykja- víkurborgar og Landsbankans. „Þau bera öll spjöld með sérvöld- um tilfinningum og stilla sér upp á torginu. Þetta er eiginlega verk Haraldar Jónssonar myndlistar- manns. Þar geta svo borgarbúar borið tilfinningar sínar á torg, keypt tilfinningar, haldið reiði- lestra og tekið afbrýðisemissköst en sjálf verð ég einhvers konar til- finningalegur sirkusstjóri og reyni að halda einhverri sýn á tilfinn- ingar borgaranna á torginu. Kjuregej Alexandra ætlar lfka að kenna borgarbúum að faðmast og þarna verður einnig staður fyrir tilfinningalega lokaða einstak- linga. Dagskráin á torginu byrjar um 11.30 og heldur áfram þangað til hátíðinni lýkur,“ segir Eh'sabet Jökulsdóttir, höfundur og sirkus- stjóri tilfinningatorgs. Baggalútur með bók Huldugrinararnir ÍBaggalúti hafa verið aö færa út kviarnar I sumar. Þeir fóru afnet- inu yfír i útvarpið og hafa verið með stans- laust grin á Rás 2 i allt sumar. Nú stækka þeir enn við sig og gefa út bók hjá Almenna bókafélaginu sem hefur hlotið heitð Undur Islands. Þarna er á ferð- inni klasslskt Baggalútsgrín, eins konar alls- herjarfræðibók um sögu lands- ins, uppruna þess og þau fjölmörgu undur sem það hefur að geyma. Forsmekkurinn að bókinni veröur gefinn nú í dag klukkan 16 þegar Baggalútarnir koma I fyrsta sinn fram á opinberum vettvangi I Bókabúð Máls og menningar. Vefurinn, baggaiutur.is, hef- ur verið í sumarfríi vegna bókaskrifa og svo eru þeir lika uppteknir við að myndskreyta bókina. - ‘Utsaía - fUtsa(a Byrjar laugardaginn 31 .08 - Byrjar laugardaginn 51 .QS Brjáluð biðraðatilboð! Fyrstur kemur, fyrstur fser... Laugardaginn Si.OS opnum víð kl s 11 Tvo 4 dyna skenki á 39.000!!! Rétt verð 108.000 og seljum við td: Einn 3 dyna skenk á 96.000!!! Rétt verð 64.000 'Ath. br Mikia úrval af opið á fallegri gjafa- sunnud. vöru á útsölu Mahogný borö meö 2 fram- lanoingum 1 80x00 £080x00) | og 8 Btólar Tilboö 129.000 RéCC vorð 1BB.4QO Útlitegölluð húegögn á mlklunrt afelnttl hr 10 % afsléttur é nýjum vörum dagana B1.QB tll og maö BB.OB Unika Fákafeni 9 Sími 568 6700 mén-föB 10-1B, lau 11 -16 & sun 13-16 w w >w . u n i ka . I s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.