Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2004, Blaðsíða 7
DV Fréttir
„Að sjálfsögðu skípta
peningarnir tnáli í
þessu. Maður er nátt-
úrlega búinn að fórna
nátni með því að fara
útíatvinnu-
mennsku."
fylgjast með mér,“ segir Gylfi sem
bætti því við í viðtali við VG í Noregi í
gær að þegar hefðu fimm klúbbar sett
sig í samband við hann og sýnt áhuga
á að fá hann til liðs við sig.
Þunglyndi á veturna
„Lífið er fínt í Noregi, sérstaklega á
sumrin," segir Gylfi. „Þetta er samt al-
gert helvíti á veturna, það er svo mik-
ill skítakuldi þama. Það er kannski
þess vegna sem maður er tilbúinn að
reyna fyrir sér í öðru landi. Ég gleymi
því aldrei þegar ég kom út í bíl einn
morguninn og sá á mælinum að það
voru mínus 28 gráður. Ég hélt að
Hemmi Gunn væri mættur á svæðið
til að gera grín í mér!“
Hvemig myndiröu lýsa týpískum
degi hjá þér?
„Við æfum einu sinni á dag þegar
keppnistímabilið er í gangi. Eftir það
reynir maður bara að slaka á, þetta er
ekkert voðalega erfitt líf. Maður fer
kannski á ströndina eða slappar bara
af. Það er aftur á móti bara þunglyndi
á vetuma. Þá em þetta tvær æfingar á
dag sem em búnar klukkan 17. Eftir
það þarf maður að finna sér eitthvað
að gera. Þá tala ég mikið í súnann
heim, ég reyni að halda alltaf góðu
sambandi við fjölskylduna og vini.
Annars reyni ég alltaf að koma heim
þegar ég á fríhelgi."
Býröu einn úti eða áttu konu?
„Nei, engin kona. Ég var með kær-
ustu þama úti en við hættum saman í
maí. Þannig að ég er bara piparsveinn
sem er mjög gott. Mér líður mjög vel.“
Hvaö með norskuna, ertu alveg
með hana á hreinu?
„Já, já, norskan er ekkert mál fyrir
íslendinga. Við getum náð henni á
nokkrum mánuðum. Þetta var reynd-
ar svohtið skrítið fyrst þegar ég kom
því þá var svo mikið af íslendingum
hjá liðinu, Logi Ólafs var þjálfari og
svo vom Indriði, Rúnar og fleiri
þama. Þá gátum við talað íslensku í
búningsherberginu og drullað yfir
alla, nei, ég segi nú bara svona."
En hvaö meö liðsfélagana núna,
eru þetta góðir strákar?
„Já, það er góð stemning í liðinu,
þetta em allt fínir strákar. Við förum
stundum saman út eftir æfingar og
fáum okkur einn eða tvo bjóra."
Maður verður ekki ríkur í
Noregi
Ertu oröinn ríkur af atvirmu-
mennskunni?
„Nei, maður verður ekki ríkur af
því að spila í Noregi. Launin em ekki
það há. Maður getur þénað ágætlega
en maður verður ekki ríkur. Það er
líka svo dýrt að lifa þama, miklu dýr-
ara en á íslandi."
Þú hlýtur þá aö hafa peningamálin
í huga þegar þú tekur ákvöröun um
hvaö þú gerir þegar samningurirm
rermur út, það vita allir að þaö eru
miklirpeningaríboöifyrirleikmerm í
Englandi til dæmis...
„Að sjálfsögðu skipta peningamir
máli í þessu. Maður er náttúrlega bú-
inn að fóma námi með þvf að fara út í
atvinnumennsku sem telur talsvert.
Ég get því ekki neitað því að ég tel að
ég þurfi að forgangsraða rétt svo ég
geti komið mér ágætlega fyrir þegar
ferillinn er búinn." hdm@dv.is
Hagnast á hitabylgjunni |
„Það er frábært að fá svona gott .
veður, þegar veðrið er svona gott þá g
tvöfaldast viðskiptin. Þessi hita- ”
bylgja sem er búin að vera er alveg fc
einstök. Þegar mest lætur er setið
um laus borð héma úti," segir Axel
Ketilsson, framkvæmdastj óri Café
París við Austurvöll, sem er eitt af |
kaffihúsum borgarinnar sem hagn-
ast á hitabyigjunni. „Við höfum látið
það vera hingað til að ýta á eftir fólki
sem situr lengi yfir einum kaffibolla
þótt svoleiðis tíðkist í útlöndum. Það
er víst nógu slæmt að vera með
kakóverðina hér á kvöldin, eftirlits-
sveit ríkisins. Það er að segja, lög-
reglumenn sem banna fólki að
drekka kakó og kaffi utandyra eftir
! á kvöldin."
nýr & hollur kostur!
léttir og bragðgóðir réttir - fáar kaloríur L,
Caesarsalat
bragð • fjölbreytni • orka
mmmmifKSmam
Þroskt. mennlun, íramfarir
Skola.ÍS - smellin lausn
á flóknu dæmi
Flestir foreldrar þekkja troðninginn og þeytinginn þegar
leitað er að réttura skólavörum á hagstæðu verði vítt og
breitt um bæinn.
Nú hefur Skólavörubúðin opnað stærstu vefverslun á
fslandi með um 15 þúsund vöruliðum. Henni er m.a. ætlað
að lækka vöruverð og einfalda foreldrum innkaup fyrir
böm sín.
Á skola.is er hægt að nálgast tilbúnar innkaupakörfúr á
ritföngum fyrir hvem árgang grunnskólans. Sparaðu tíma
og fyrirhöfn, njóttu þess að kaupa skólavörumar með
baminu þínu á skola.is.
skola.is - einfalt dæmi
Skólavðrubúðin, Smiðjuvegi 5 - Kópavogl - 58 50 500 - tyripurn@skoia.ls - www.skola.IS
í 3Skólavörubúðin -/»»•««57 Þroski, menntun, framfarir
g B3SSSEH BSSSSI QB3 1