Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Fréttehf. Útgefandl: Gunnar Smári Egilsson Ritstjórar lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar: ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar:515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar auglysingar@dv.is. - Drelflng: dreifing@dv.is Setnlng og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins I stafrænu formi og I gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um lipa fornu Roiu? % 1 Hvað heitir áin sem renn- ur um hana? 2 Hvað voru hæðir hennar margar? 3 Hvað var Colosseum? 4 Hverjir stofnuðu borgina? 5 Hver fóstraði þá? Svör neðst á síðunni Spuna-og prjónalist Handavinna af öllu tagi virðist vera í tísku um þess- ar mundir, sérstaklega prjónar og prjónles. Amer- íska garnverslunin stendur að þessari vefsíðu og þar má kynna sér stefnur og strauma í prjóni og vefnaði vestra. Ekki nóg með það; á vefnum er hægt að kaupa vefstóla í öll- um stærðum og gerðum fyrir nú utan allt heimsins garn og prjónavörur með 25% afslætti þegar keypt er af vefnum. Til sölu eru og uppskriftir og hráefni í ull- arpeysur vetrarins, vett- linga og hosur og auk þess brúður og bangsa til gjafa árið um kring. Af vefnum er einnig hægt að nálgast nýj- ustu bækur og tímarit um prjónles og ve&iað. Vefsíðan www.yarn.com Kattarþvotturinn Karlkynsnafnorð þetta er haft um yfirklór, eitthvað sem gert er til málamynda, til að fela eitthvað eða koma nafni á eitthvaö. Oröatiltakiö er kunnungt frá síðari hluta 19.aldaren eins og menn vita forðast kettir vatn eins og heitan eldinn og nota tunguna til aö þvífa sig. Afþvímun llk- ingin dregin en þess berað geta aö kettir þykja meö af- brigðum þrifnir, sbr. katt- þrifinn, en orðatiltækið er alltafnotað í neikvæöri merkingu. Málið I.TÍber. 2. Sjö. 3. Hringleikahús. 4. Rómúlus og Remus. 5. Úlfynja. Hungrið * Igær sagði embættismaður hjá Samein- uðu þjóðunum að 840 milljónir manns um víða veröld þjáist af vannæringu. Það er að segja hungri. Og þar á meðal eru 300 milljónir bama. Best að endurtaka þetta: 300 milljónir bama sem þjást afhungri. Og það í þessum heimi sem við viljum trúa að stefni alltaf örlítið fram á við og verði sífellt örlítið betri. Það er erfltt að taka undir það þegar maður heyrir svona tölur - því ég efast stórlega um það að nokkum tíma áður í veraldarsögunni hafi 300 miUj- ónir bama gengið svöng til sængur, og því miður ltkur á að svo og svo stór hluti af öfl- um þessum mUljónum muni verða vannær- ingunni að bráð. Deyja úr hungri, frómt frá sagt 300 mUlj- ónir bama. Það versta var að umræddur embættis- maður, yflrmaður Matvælaáætlunar Sam- einuðu þjóðarinnar, lét líka svo um mælt að það væri tíl nóg af matvælum tíl að aUt þetta fólk, öU þessi böm, þyrftu ekki að líða skorL „Það er nóg tU af fjármunum, nóg af mat- vælum og nægur vUji er fyrir hendi í veröld- inni,“ sagði hann. „Hins vegar verða allir að leggja harðar að sér.“ Það má efast stórkostlega um þá fuUyrðingu embætt- ismannsins að nægur vUji tU að spoma við hungrinu sé fyrir hendi í veröldinni. Ef svo væri, þá væri löngu búið að leysa vandann. En í staðinn fjölgar vannærðu fólki um fimm miUjónir á hverju ári. Einmitt af því að vUjann vantar. Á sama tíma em Vestur- lönd - rfkasti hluti heims- ins - að leggja mUljónir og aftur miUjónir og aftur miUjónatugi í svonefnd „öryggismál“ tíl að spoma „gegn hryðjuverkum". Með fidlri og djúpri virð- ingu fyrir þeim sem látið hafa líflð í grimmUegum árásum hryðjuverka- manna: fjöldi þeirra er samt ekki nema brotabrot af öUum þeim sem deyja úr hungri á ári hverju. Af hverju em þeir hungmðu minna virði en þeir sem drepnir em af hryðjuverka- mönnum? Úr því hvergi em spömð útgjöld tíl „öryggismála" en ekíd má sjá af þeim peningum sem þarf tíl að útrýma hungrinu? Blugljökulsson Faslur í gamla fari ÞAÐ ÞðTT! MÖRGUM athyghsverð ráðning þegar Guðmundur Magn- ússon sagnfræðingur var ráðinn á Fréttablaðið snemma á þessu ári. Ástæðan var sú að Guðmundur hafði hér fyrrum verið meðal innstu koppa í búri Sjálfstæðisflokksins og sagður njóta mikillar velvildar Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra og samherja hans. Guðmundur hafði meðal annars verið skipaður þjóð- minjavörður um tíma og síðan fyrsti forstöðumaður Þjóðmenningar- hússins margfræga þegar húsi Landsbókasafnsins var breytt í það sem ýmsir hafa síðan helst kailað „monthús" fyrir forystu Sjálfstæðis- flokksins. Virtist Guðmundur á grænni grein í ranni Sjálfstæðis- flokksins. Síðan lenti hann að sönnu í vandræðum; kostnaður við breyt- ingar á húsinu fór gersamlega úr böndum og Guðmundur var í ofaná- lag sakaður um persónulegt sukk í íjársýslu hússins. Hrökklaðist hann að lokum frá, lét ekki á sér bera um skeið og virtist hafa lítið við að vera. EN Þðn KUSK HAFI FALLIfi A HVÍT- FLIBBA Guðmundar um skeið rifjað- ist um síðir upp fyrir mönnum að hann hafði á árum áður verið dug- mikill skríbent og blaðamaður. Það vorum raunar við á DV sem fyrst réðum hann til starfa við að skrifa sagnfræðilega pistla í fyrravetur og gerði Guðmundur það af stakri prýði um skeið, eða þar til hann var ráðinn sem fastur starfsmaður á Fréttablaðið. Og sú ráðning þótti sem sagt athyglisverð í ljósi þess að einmitt um þær mundir voru að heQast skefjalausar árásir Davíðs forsætisráðherra og manna hans gegn Fréttablaðinu sem talið var nánast útsendari andskotans, ekki síst eftir að hamagangur fjölmiðla- frumvarpsins hófst. ÞRÁTT FVRIR ÁRÁSIR fyrrum sam- herja sinna og vina gegn Fréttablað- inu hefur Guðmundur sinnt störfum sínum á Fréttablaðinu af kostgæfni og augljóslega reynt að sýna hinum skyndilegu fjendum sínum fyllstu sanngirni þótt stundum hafi óneit- anlega mátt merkja í skrifum hans bæði undrun og sárindi yfir því hversu hart hefur verið sótt að hans núverandi vinnustað. Guðmundur hefur til dæmis ævinlega farið hin- um hlýlegustu orðum um Davíð sjálfan og lagt sig ffam um að taka reglulega fram hversu mikils hann „Davíð getur að sönnu horft hreykinn um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. sbilðlHL Fyrst og fremst mæti forsætisráðherra og störf hans, einkum framan af árrnn. AF LEIfiARA FRÉTTABLAÐSINS í gær er aftur á móti auðsjáanlegt að Guð- mundur hefur fengið nóg. Leiðarinn hefur fyrirsögnina „ENGU GLEYMT OG EKKERT LÆRT" og þar gagnrýn- ir Guðmundur Davíð harðlega vegna viðtais sem birtist við hann í Mogganum á sunnudag og segir meðal annars: "Ekki skal dregið í efa að Davíð hefur „mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sínj taka“ eins oghann kemst að orði; spumingin erfremur hvort sú afstaða eigi sér hljómgrunn ísamfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn umöxltil verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að sjá að hann sé rétti mað- urinn til að leiða þjóðina við allt önnur skilyrði og verkefni í upphafi nýrraraldar. Tilþess erhann offast- ur í gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og ofgamaldags ístjórn- unarstíl... ÞAfi SEM VELDUR ÞÓ mestum von- brigðum... erað [Davíðj virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórnmálaforingja fyrr og síðar. í viðtalinu á þessum tímamótum tel- urhann við hæfi að skjóta einu sinni enn íallaráttir, á pólitíska andstæð- inga, á fjölmiðla ogforsetann. íhug- ann kemuf bókartitilinn Þetta eru asnar, Guðjónl. Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni eða efa- semdum um eigin getu og stefnu. “ 0G í L0HN ER EKKIALVEG LAUST VW að það sé fokið nokkuð í Guðmund Magnússon yfir orðum forsætisráð- herra í viðtalinu: "Tfmi er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað hon- um fínnist, hverjir séu í náðinni hjá honum oghvernighann séstemmd- 5 atriði sem Davíð ætti • að gleyma sem fyrst 1. Landsprófínu sem hann féll á 1964. 2. Bermúdaskálinni sem hann bergði á 1991. 3. Skúringakon unni sem hann rak úr ráðbúsinu fýrir að tala í síma. 4. Perlunni eins oghún leggur sig. 5. Opinberum Hannesar og Hólmsteini að aukL ur. Verkefnin framundan eru ofbrýn og mikilsverð til að við höfum efni á slíkum leik. íþeim orðum felast ekki vanmat á stjómmálamanninum og enn síður óvild gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. í þeim felast aðeins hin sígildu sann- indi að nýir tímar krefjast nýrra manna ognýrra vinnubragða."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.