Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 17
r DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER2004 77 Londonlambi er komið niður 812 kr. en kostaði áður 1.353 kr. Kílóið af frosnum grísakótilettum kostar 649 kr. í stað 1.298 kr. og kílóverð á grísa- hamborgarhrygg er nú 887 kr. í stað 1.479 kr. áður. Pakki af Newmans Own poppkorni kostar 99 kr. í stað 159 kr. áður. • Útsala á hreinlæt- istækjum stendur yfir í Harð- viðarvali og kosta baðherberg- isvakar frá 4.900 kr, 30% af- sláttur er á sturtuklefum og stutuhausasett kosta nú 3.990 kr í stað 7.990 kr. Blönd- unartæki kosta frá 4.900 kr og baðkör frá 68.000 kr. Hand- klæðaofnar kosta frá 19.900 kr og salerni frá 19.900 kr. • Á tilboðsdögum í verslunum Krónunnar kostar pakkinn af Itali- ana pastahreiðrum 89 kr. og pakki af pastaskeljum er á 69 kr. Krukka af Tilda sósum kostar 229 kr. og » lítri af Trópi appelsínusafa $ jÉ kostar 169 kr. Pakki af , Kellogg’s Special K kost- ar 429 kr., hálft kfló af KEA skyri með ýmsum braðtegundum kostar 179 kr. og pokar af frosnum kartöfluskífum eða venjulegum kartöflum frá Daneffost kosta 199 kr. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða: V birtist í blaðinu alla virka daga. r irEnþaðertilviljunogvenju'y“r eru menn vf,Hrr»n, ;s •sassssí^- nícorette mnalaior IQwg, Fáðu flott munnstykki www.nicorette.is ^Lyf&heilsa Jákvæðni gegn öldrun Þeir sem eru jákvæðnir gagnvart h'finu eldast hægar en hinir segja sérfræðingar við Háskólann í Texas. Þetta er niðurstaða rannskóna þeirra á rúmlega fimmtán hundruð manns í sjö ár. Þeir mældu öldrun- ina meðal annars með því að skoða þyngdartap, gönguhraða og hand- styrk og kom í ljós að öldrunin hjá þeim sem voru jákvæðir og glaðir var mikið hægari en hjá hinum. Sér- fræðingarnir telja að jákvæðnin hafi áhrif á efnaskipti líkamans og þar með á heilsuna. Ávaxtablllinn flytur ferska ávexti til fyrirtækja á höfuðborg- arsvæðinu eftir pöntun Orkuríkir skyndibitar í áskrift Þegar við fórum af stað í vor vorum við að þjónusta á annað hundrað fyr- irtæki og nú eru viðskiptavinimir að týnast til baka eftir sumarffíin," segir Haukur Magnússon sem rekur þjón- ustufyrirtækið Ávaxtabilinn ásamt eiginkonu sinni. Mörg fyrirtæki bjóða starfmönnum upp á ávextina, önnur taka þátt í kostnaði og sumsstaðar hafa starfsmenn einfaldlega slegið saman í ávaxtakörfu. Á heimasíðu fyr- irtækisins avaxtabillirm.is er að finna upplýsingar um fýrirtækið, ávextina og ýmsan fróðleik og þar er einnig reiknivél þar sem hægt er að búa til ávaxtakörfu. Til dæmis er hægt að segja inn fjölda starfsmanna, afhend- ingarfjölda á viku og hve marga ávexti hver starfsmaður á að fá á hveijum degi og panta áskrift. Ef í ljós kemur að einhverjum ávöxtum er ofaukið í körfunni eða einhver vill fá meira eða minna af einhverjum ávexti er leikur einn að breyta á reiknivélinni og samstundis berast upplýsingamar til Ávaxtabílsins og pöntuninni er þegar breytt. „Við höfum orðið vör við það að þessi þjónusta spyrst út í fyrirtækj- um. Ein deUd gerist áskrifandi og síðan berst ávaxtailmurinn um fyriríækið og fleiri vUja vera með. Sumir viðskiptavina okkar velja ávextina í körfumar sjálfir en aðrir vUja að við gerum það. Við emm í góðu sambandi við okkar byrgja og fylgjumst vel með hvaða ávextir em í toppstandi þannig að viðskiptavinur- inn á aUtaf von á því besta á markaðn- um,“ segir Haukur Magn- ússon. Ávaxtakarfa Viö höfum oröið vör við það að þessi þjónusta sþyrst út í fyrir- tækjum. Ein deild gerist áskrifandi og slðan berst ávaxtailmurinn um fyrirtækið og fleiri vilja vera með. Uppskrift Agúrkur í pítu- brauði Margir kjósa að hafa léttan kvöldmat fyrstu daga vikunnar. Hér á létt, holl og góð uþþskrift handa öllum í fjölskyldunni. 6 stk.pítubrauð 6 msk. ólífuolla þurrkuð kryddjurtablanda, t.d. ítölsk eða grísk 1 stór agúrka eða 2 minni 2 stk. tómatar, vel þroskaðir lOOgr.fetaostur 12 grænar ólífur, steinlausar 1 stk. vorlaukur eða 1/4 rauðlaukur e.t.v. steinselja Að lesa yfir sig er aðeins gömul alþýðuskýring á geðsjúkdómum segir Óttar Guðmundsson geðlæknir Ég varö fyrir pví óhappi að veröa dóx í skóla og pað er sagt að dóxar verði aldrei að manni Stillið ofninn á grill. Pítubrauðin eru pensluð með óllfuollu og svolitlu af kryddjurtum stráð yfir, þau sett á rist og siðan stungið i ofninn þar sem þau eru þar til þau eru heit í gegn og farin að taka örlitinn lit. Skerið agúrkuna á ská i langar, þunnar sneiðar og skerið tómatana I þunnar sneiðar líka. Setjiö fetaostinn i skál, saxið olífurnar og laukinn smátt og blandið saman við ásamt afgangnum af ollunni og 1/4 tsk. afkryddblöndunni. Opnið pitubrauðin og stingið nokkrum agúrkusneiðum inn íhvert, setjið siöan 1 til 2 tómatsneiðar ofan á og kúfaða mar- skéið affetaostinum. Skreytið siðan og berið á borð t.d. með góðu salati. Draumasmiðjan fundin? Svissneskir visindamenn teija sig hafa fundið hvar í heilanum draumar verða til. Þeir rannsökuðu heila rúmlega sjötugrar konu sem hafði fengið heilablóðfall og ^leiddi sú rannsókn í Ijós að - svæði aftarlega í heila konunnar hafði orðið fyrir skemmdum en það svæði segja vís- indammeirnirað stjórni draumum okkar. Við heilablóð- fallið missti konan meðal annars sjón. Nokkrum dögum sfðar hafði allt gengið til baka nema draumarnir. Visindamennimir eru bjartsýnir á að uppgötvunin verði lyfti- stöng á sviði draumarannsókna og hvaða hlutverki þeir þjóni. „Nei það er ekkert til sem heitir að lesa yfir sig og er það aðeins göm- ul alþýðuskýring á geðsjúkdómum," segir Óttar Guðmundsson geðlækn- ir á Geðdeild Landspítala en því hef- ur lengi verið haldið fram að menn hafi orðið geðveikir í langskóla- námi. í fyrri viku lést ungur maður í átökum við lögreglu en hann hafði í nokkur ár átt við geðsjúkdóm að stríða. Haft var eftir konu sem þekkti vel til hans að hann hafi lesið yfir sig og það væri ástæða veikinda hans. Goðsögur og ógæfumenn Óttar segir þetta vera gamla goð- sögn sem hann hafi heyrt í óteljandi útgáfum gegnum tíðina. „Þegar ég var í menntaskóla var þekktur al- kóhólisti á ráfi um bæinn og var sagt að hann hefði lesið yfir sig af latínu. Hann átti að hafa verið mikið séní og fyllt kolhnn af latneskum sögnum og spakmælum. Allt í einu var eins og út úr flóði og hann varð upp úr því ógæfumaður. í þessu felst kannski sú von að skýra megi ógæfu og geð- veiki út fiá einhverju öðru en hefðbundnum skýringum læknisffæð- innar. Þarna skín kannski í goðsögnina um Sölva Heigason sem átti að vera öðrum landsmönnum gáfaðri en lenti gæfusnauð- ur á vergang um allt land hæddur og kvalinn af lýðn- Því hefur lengi verið haldið fram að menn hafi orðið geðveikir (langskólanámi Óttar Guðmundsson segir að það sé ekkert til sem heitir að lesa yfir sig. um. En geðsjúkdómar leggjast á fólk hvort sem það er ofurgáfað eða minna gefið og þeir fara ekki í manngreinarálit. Lítill munur á körlum og konum „Einkenna geðsjúkdóma verður oft ekki vart fyrr en í kringum tví- tugt. Þá er lífið farið að gera þessar venjulega kröfur til einstaklingsins og þá verða alltaf einhverjir til að kikna undan álaginu. Það er senni- lega skýringin á áðurnefndri goð- sögn; geðsjúkdómar skjóta oft upp kollinum þegar námið fér að verða erfiðara og gera meiri kröfur á ein- stakl-inginn. En það er tilviljun og venjulega eru menn þá orðnir of næmir fyrir áföllum vegna andlegra veikleika, persónuleikaraskana eða alvarlegra geðsjúkdóma sem gerir verkum að þeir stand- ast ekki álagið og gefast upp. Þá er sagt að þeir hafi lesið yfir sig. Skýr- ingin kann einnig að vera sú að menn hafi verið farnir að finna fýrir einkennum og verið einrænir og liðið illa. Það kann að vera ástæða þess að þeir hafi lokað sig af og aðr- ir staðið í þeirri meiningu að þeir sætu við lestur. Óttar segir lítinn mun á konum og körlum, bæði kynin séu á svipuðum aldri þegar flestra geðsjúkdóma verði vart. Sjúkdómurinn sé undirliggjandi en einkenna verði ekki vart fýrr en á fullorðinsaldri. En goðsögnin er skemmtileg engu að síður og endurspeglast í orðum Álfgríms í Brekkukotsannál þegar hann segir ef ég man rétt: Ég varð fyrir því óhappi að verða dúx í skóla og það er sagt að dúxar verði aldrei að manni. t II * %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.