Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir Við vorum ógurlega ánægð og fórum beint á Selfoss til að kaupa skóladót. Við vorum ekki komin nema hálfa leiðina þangað þegar við feng- um hringingu frá skóla- yfirvöldum og vorum H spurð hvernig m dirfst að mæta með börn- Guðlaugur Hilmarsson við skólann f Reykholti sem börnin fá ekki að sækja Hann segirþað farið að taka verulega á að standa íerfið- leikum við að koma börnum Iskóla, en það eiga að vera sjálfsögð réttindi allra barna í landinu. DV-Mynd GVA Ljósafossskóli Þar liggur inni umsókn um skólavist fyrir börnin en ekki hefur fengist svar enn. þá aftur inn í með því að tilkynna Þjóðskrá að húsið væri ekki íbúðar- hæft og þar gæti enginn búið. Þó var fólk nýlega flutt út úr húsinu," segir Guðlaugur og tekur fram að öllum lausnum sem þau hafi stungið upp á hafi verið hafiiað af Sveini Sædal sveitarstjóra. Mættu samt í skólann Næsta skref hjá Guðlaugi var að leita til lögmanns á Selfossi sem fór í máiið en ekki með þeim árangri sem hann hafði vonast eftir. Það var síðan í apríl þegar aðeins mánuður var eftir að Guðlaugi var loks boðið að koma með bömin í skólann með þeim skil- yrðum að þau skrifuðu undir að þeim bæri skylda til að leysa málið fyrir 2. ágúst í sumar. Annars fengju böm- in ekki skólavist. Snúið við á miðri leið „Við höfnuðum því og lögmaður- inn fór í máiið og niðurstaðan varð sú að við samþykktum að skrifa undir móttöku bréfsins en engin loforð af okkar hálfu. Þegar skólar hófust síðan í ágúst fengum við bréf um skóla- setningu. Við mættum með bömin og þau fóm hvert og eitt inn í sína stofti, fengu innkaupalista og stund- askrá. Þeim var síðan sagt að mæta í skólann daginn eftir. Við vorum óg- urlega ánægð og fórum beint á Sel- foss til að kaupa skóladót. Við vorum ekki komin nema hálfa leiðina þang- að þegar við fengum hringingu frá skólayfirvöldum og vorum spurð hvemig við hefðum dirfst að mæta með bömin á skólasetninguna, það hefði alls ekki verið gert ráð fyrir bömunum," segir Guðlaugur, sem var öllum iokið eftir það samtal. Mannréttindi barnanna brotin Guðlaugur átti því ekki annars úr- kosta en reyna fyrir sér í nærliggjandi sveitarfélögum og taiaði við skólayfir- völd á Selfossi og Ljósafossskóla í Grímsneshreppi. Hann segir konu sína hafa rætt við skólayfirvöld í Ámesi en það sé ekki rétt að þaðan hafi þau feng- ið neitun. „Svörin sem við fengum í Ámesi vom að þeir skyldu athuga málið en við sóttum aldrei um þar. Við sóttum hins vegar um £ Ljósafossskóla og var tekið vel í umsókn okkar. Við höfum hins vegar ekki fengið endanlegt svar en okkur var boðið að skoða skólann og við ræddum við Daða Ingibergsson skólastjóra. Ég vonast til að fá svar frá þeim bráðlega og ég trúi ekki öðm en skólayfirvöld þar taki við bömunum." Börnin milli vonar og ótta Guðlaugur bendir á að börnin líði mest fyrir þetta. Það þurfi ekki að spyrja sig að því. „Okkur hefur að öðru leyti liðið vel í sveitinni og teljum börnum okkar hollara að búa þar en alast upp í Reykjavík. Nú bíða þau á milli vonar og ótta og hvernig eiga börn- in að túlka þau skilaboð að þau séu hvergi velkomin? Við höfum ekki beðið um neitt annað en skólavist fyrir börnin. Höfum tekið fram að við þurfum ekki skólaakstur eða snjómokstur eða yfir höfuð neina aðra þjónustu frá sveitarfélaginu. Það er með ólíkindum að saklaus börn skuli vera látin líða fyrir þrjósku og reglur sem vel er hægt að beygja; aðeins ef viljinn er fyrir hendi," bendir Guðlaugur á. bergljot@dv.is Héraðsdómur dæmir ríflega fertugan karl fyrir klámkjaft við ungar stúlkur Þriggja mánaða fangelsi fyrir dónasímtöl Ríflega fertugur Reykvíkingur, Marteinn Geirsson, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur stúlkum. Marteinn hefur áður verið dæmdur £ fangelsi fyrir kynferðisbrot. Marteinn hringdi 89 sinnum £ fjórtán ára stúlku á fimm mánaða timabili frá september 2002 og fram £ janúar 2003. Honum er gefið að sök að hafa sært blygðunarsemi stúlk- unnar með þvf að hafa viðhaft kyn- ferðislegt og klámfengið tal £ flestum sfmtalanna. Auk þessa er Marteinn fundinn sekur um að hafa á vikutímabili £ mars 2003 hringt átta sinnum f tvftuga stúlku í sama tilgangi. Hann játaði brot sín fyrir dómi. Marteinn á að baki nokkurn saka- feril, hlaut tólf mánaða fangelsisdóm árið 1998 fyrir hegningarlagabrot er varðar kynmök eða samræði við bam yngra en 14 ára. Honum var veitt reynslulausn í júlí 1999. Hann var síðast dæmdur til refsingar í maí síð- astliðnum, þá fyrir auðgunarbrot og umferðarlagabrot. Að þessu virtu telur héraðsdómur að ekki sé unnt að skilorðsbinda refs- ingu Marteins og skal hann afplána dóminn. Honum er auk þess gert að greiða allan sakarkostnað vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavfkur Marteinn Geirsson vardæmdurí 12 mánaðafangelsi fyrir sex árum fyrir kynferðisbrot gegn stúlku- barni. Nú er hann fallinn Isama farið. Vegna nafns hins dæmda manns skal tekið ffarn að ekki er um að ræða landsþekktan knattspyrnumann og þjálfara sem ber sama nafri. HS8S .500 Á MÁNUÐI M/ÐAÐ 12 MÁNAÐA BINDITÍMA FRÍR BRÚSI OG BOLUR FRIFfmJFUVIKA 1 MÁNAÐA KORT = 3900 p! 3 MÁNAÐA KORT « 9900M\0 6 MÁNAÐA KORT = 15500 |iͧ ÁRSKORT « 24.900, ENÁ 19900 TIL 8 SEPTEMBER lO TÍMA 3 MÁNAÐA KORT 4SOOKR 50 SÓLARKREM FRÁ PRO TAN Á SO% AFSLÆTTI MEÐ S TÍMA KORT Á 2500KR STAKUR TÍMI SSOKR | HÁLFUR TÍMI 300KR I / 8 VIKNA NÁMSKEIÐ X 3X í VIKU HEFST 8.SEPTEMBER EMBBP SKRÁNING ER HAFIN í SIMA 565 8898 \\ íplL 9 MlKtB ÚnVAL AF Ff*jrBÚTAKEFNUi hugsun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.