Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 11 Líkamsárás á Selfossi Rétt fyrir klukkan eitt aðfaranótt síðastliðins sunnudags réðust þrír menn á mann sem sat í bif- reið fyrir framan skemmti- staðinn Hvítahúsið á Sel- fossi og veittu honum minni háttar áverka. Lög- reglan á Selfossi lýsir eftir vitnum að árásinni. Þau eru beðinn að gefa sig fram í síma lögreglunnar, 480 1010. Fyrsta síldin á fiskveiðári Síldveiðar á íslands- miðum eru ha&iar á ný- byrjuðu fiskveiðiári. Veiðin var ágæt um helgina vestur á Hala. Jóna Eðvalds landaði 180 tonnum af síld á Homafirði í gærmorg- un. Sfldin var stór en áta og bræla á heimstíminu varð til þess að hún fer í bræðslu en ekki í fryst- ingu í landi. Síldin fékkst í einu holi með flottrollinu á Halanum. Halldór Jónasson skip- stjóri segir að þeir hafi stoppað í sex tfma á miðunum og aðeins tek- ið þetta eina hol en þá hafi verið komin bræla. horn.is greinir firá. Innbrot og bifreiða- stuldur Tilkynnt var um stuld á bifreið um helgina. Bif- reiðinni JJ-803, sem er MMC Galant, árgerð 1988, var stolið þar sem hún stóð við Skemmuveg. Þeir sem verða varir við bifreið- ina vinsamlega hafið sam- band við lögregluna í Kópavogi. Þá var brotist inn í tvær bifreiðar, annars vegar við Smiðjuveg og hins vegar við Ásbraut. í síðara tilvikinu var meðal annars sjónauka og myndavél stolið. Málin em í rannsókn. Nágranni slökkti eld Á laugardagskvöld vom lögregla og slökkvi- lið kvödd að íbúð við Álfaskeið í Hafnarfirði. Þar hafði eldur frá kerti borist í gluggatjöld. Er lögregla og slökkvilið komu á staðinn hafði nágranni ráðið niðurlög- um eldsins með hand- slökkvitæki. íbúi var fluttur á slysadeUd vegna reykeitrunar. Skemmdir á íbúðinni voru óvem- legar. Kókaínboxararnir Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson mættu í héraðsdóm í gær. Salvar hafði farið huldu höfði á Spáni. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Salvars, hafði sagt skjólstæðing sinn myndu snúa heim og mæta örlögum sinum. Það gerði Salvar og játaði án þess að blikna að hafa smyglað kókaíni til landsins. Endaþapmsboxarinn játaði í jakkafötum „Ég játa að hafa smyglað efninu til landsins," sagði Salvar Björnsson, annar kókaínboxaranna, í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Skömmu áður hafði ákæran verið lesin yfir honum en það hafði ekki verið hægt að gera meðan Salvar fór huldu höfði á Spáni. Hann er nú kominn til íslands og mætti loks fyrir rétt í gær. Salvar og Sigurjón báru sig vel í réttarsalnum og voru klæddir í svört jakkaföt og með bindi. Tæpt ár er síðan Salvar Björns- son og Sigurjón Gunnsteinsson vom stöðvaðir af toUvörðum á KeflavíkurflugveUi. Þeir þóttu grun- samlegir til fara; vom klæddir í heimatUbúna landsUðsbúninga hnefaleikamanna. Við nánari skoðun kom í ljós að tvímenningarnir höfðu falið um- talsvert magn af kókaíni í smokkum og komið þeim fyrir í endaþörmum sínum. Einnig gerðu þeir tUraun tU að smygla inn í landið ólöglegum hnefaleikavömm. Með dóp í endaþarminum í ákæm Lögreglu- stjórans á Keflavík- urUugvelU kemur fram að Salvar hafði falið um 165,64 grömm af kókaíni í enda-1 þarmi. Salvar jat- aði fyrir héraðsdómi í gær að hafa tUraun tilað „...við nánari skoðun komíljós að höfðu faiið umtais- vert magn afkókaínu smokkum sem þeir komu fyrir í enda- þörmunum á sér." Hytja dópið tU landsins en sagðist ekki hafa vitað nákvæmlega hvert magnið væri og tók fram að dópið hefði átt að vera til eigin nota. Þá tók Salvar fram að efinið sem Sigurjón, félagi hans, var með í sínum endaþarmi hefði ekki verið á hans vegum og hann hefði ekki stað- ið að þeim innHutningi. Þegar Sigurjón var spurður að hinu sama í héraðsdómi fyrir nokkmm vikum sagði hann einnig að honum hefði ekki ver- ið kunnugt um innHutn- ing félaga síns. Svo virðist því sem hvor um sig reyni að Hrra f sig ábyrgð á glæp | hins. Salvar Halldór Björnsson þegar allt gekk vel Stofnaði samtök gegn sjálfsvlgum með Sigurjóni og fórmikinn. Salvar Halldór og Sigurjón á leiö úr réttarsal Með Fréttablaðið og Moggann til að hylja andlitsín. Játaði tollalagabrot Salvar sagðist einnig hafa staðið einn að innflutningnum á hnefa- leikavörunum. Því var fallið frá ákæru á hendur Sigurjóni varðandi þann lið. „Sigurjón tók engan þátt í þeim innflutningi," sagði Salvar í héraðsdómi í gær. Samtals fluttu Salvar og Sigurjón 324,94 grömm af kókaíni frá Hollandi til fslands. Kókaíni sem ákæruvcildið telur að hafi verið ætl- að til sölu hér á landi í hagnaðar- skyni. Dópið var ýmist falið í enda- þarmi sakborninganna eða sokk- um. Með dagblöð á hausnum Engin svör fengust frá mönnunum sem hlotið hafa viðurnefnið kókaínboxararnir þegar þeir gengu út úr réttarsal í gær. Þeir höfðu brugðið dagblöðum yfir höfuð sér og hlupu út til að reyna að forðast myndatöku. Þá voru Salvar og Sigurjón einnig mættir um hálftíma fyrr í réttar- salinn, að ráði lögfræðings, þar sem Sigurjón Gunnsteinsson Barðist fyrir því að leyfa box á íslandi. Nú bersthann i réttar- sölum. ætlunin var að blanda sér meðal áhorfenda til að forðast kastíjós fjölmiölanna. Þeir sátu þó tveir einir úti í horni með dagblöð fyrir andlitinu þegar blaðamenn bar að í gær. simon@dv.is írarnir sendu tölvupóst Kalkþörungakóngar komast ekki á Bíldudal Bæjarráð Vesturbyggðar hefur fengið tölvupóst frá forsvarsmönn- um Icelandic Sea Minerals, þar sem þeir tilkynna að þeir komist ekki á Bfldu- dal í tengslum við stjórnarfund fyrir- tækisins sem verður í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þeir _ . óska eftir því að full- Guöíaugsson ^ sveitarfélagsins Bæjarstjórinn fer Vesturbyggðar hitti suður vegna þf' þess í stað í þessað Irarnir Reykj avík. komust ekki Eins og kunnugt er vestur. binda Bílddælingar miklar vonir við fyrirhugaða kalkþör- ungaverksmiðju írska fyrirtækisins í Bíldudalur Bjartsýni ríkir meðai Bíldælinga vegna fyrirhugaðrar kaikþörungaverksmiðju sem gætiskapað lSstörf. Arnarflrði. í bókun bæjarráðs Vestur- byggðar á fösmdag kom ffam að heimamenn vilja samt reyna að fá Irana í bæjarfélagið. „Bæjarráð telur mikilvægt, ef hægt er að koma því við, að forsvarsmenn fyrirtækisins komi vestur tO að ræða við heima- menn og fara yfír mál á vettvangi," og var bæjarstjóranum falið að kanna hvort það sé hægt. Guðmundur Guðlaugsson bæjar- stjóri segir að forsvarsmenn fýrirtæk- isins komist ekki vestur, heldur fari þeir á Sauðárkrók. „Ég kem tU með að hitta þá í Reykjavík. Þeir eru bara að skipuleggja sína ferð og þurfa að fara á Sauðárkrkók vegna þess að þeir þurfa að skoða vinnsluaðferðimar í Steinullarverksmiðjunni þar. Þeir em að velta fyrir sér hvort þeir muni nota rafmagn eða gas,“ segir Guðmundur bæjarstjóri, og bætir því við að mikfl bjartsýni sé ríkjandi varðandi verk- smiðjuna, sem skapa myndi 12 tU 15 störf, auk margfeldisáhrifa í bæjarfé- laginu. Vonast er til þess að starfsemi verði komin á fuUt skrið 31. mars 2006. „Þetta er stóriðja fyrir okkur." jontrausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.