Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 25 4» LeighTimes „Þrýstna blondínan" Leoncie boðar komu sína í blaðaviðtölum. Zeta-Jones fórnarlamb mannræningja Leikkonan Catherine Zeta- Jones slapp með skrekkinn eftir að hafa orðið fórnarlamb mexíkanskra mannræningja. Mannræningjarnir réðust að limmósíu leikkonunn- ar Mexíkó. „Þeir voru vel vopn- aðir og lögregl- an varð að elta þá í fjórar klukkustundir. Catherine var afar brugðið en ánægð að lög- reglunni hafi tekist að yfirbuga þá.“ Zeta-Jones og Antonio Banderas eru að vinna að ffamhaldi Zorro myndarinn- ar í Mexíkó en þar verða mann- rán æ algengari. Leikkonan hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Hún hefur þurft að eiga við geðsjúkan að- dáanda eiginmanns síns sem hótaði meðal annars að skera hana í bita og kasta fyrir hundana. Þijáríslenskar íToronto Kvikmyndahátíðin í Toronto hófst í síðustuviku tPí'' og stendur v m til 18. þ.m. Þetta er Leoncie Storma- samri sambúö henn- ar með Sandgerðing- um og öðrum íslend- ingum lýkurbrátt. I Friðrik Þór Friðriks I son kvikmynda- I 9®rðarmaður Með I leikurum úr Niceland I ° , v'kmyndahátíð i lekklandi stærstakvik- 1—_ myndahátíð í heimi og mikilvæg fyrir sölu á myndum til Bandarfkjanna. Að þessu sinni verða þijár íslensk- ar myndir sýndar á hátíðinni; kvikmynd Friðriks Þórs Frið- rikssonar „Niceland" er á einni af aðaldagskrám hátíðarinnar, heimildamynd Róberts Dou- glas „Mjóddin" er sýnt á dag- skrá „Reel to Reel“ og stutt- eoncie kveðup mynd Peters Hutton „Skaga- fjörður" er sýnd með frammúr- stefnumyndum en hún verður einnig opnunarhátíð Nordisk Panorama sem sett verður í Reykjavík f næstuviku. Róbert Douglas kvikmyndagerðar- maður Heimilda- mynd hans„Mjódd- in"ádagskrá Reel i to Reel „Þegar ég fer ætla ég að losa mig við fasteignir og verða frjáls," segir Leoncie Martin, indversk-ís- lenska söngkonan sem undirbýr brottflutning sinn frá íslandi vegna þess sem hún nefnir kyn- þáttafordóma. „Ég er komin með nóg af ras- ismanum á íslandi. Ég er frábær og ég veit það. Þegar ég fer frá íslandi ætla ég að gleyma öllu um landið og rasismann sem ég hef upplifað hér,“ segir hún. Staðurinn sem Leoncie hefur í huga er Leigh-on-Sea í Bretlandi. „Ég skrifaði lag um þennan stað í draumum mínum, stað sem heitir sama nafhi og ég. Jafnvel mamma og pabbi voru í sjokki þegar þau fréttu að sá staður væri til." Birt var viðtal við Leoncié í blað- inu Leigh Times 7. september síð- astliðinn, þar sem Leoncie er sögð þrýstin blondína frá íslandi. Jafn- framt er tekið þar fram að hún sé afar ólík Björk. „Ég vil frekar vera borin saman við Celine Dion, heldur en Björk. Ég vil ekki vera borin sam- an við loftbelg." Leoncie býr nú í Sandgerði en hún hefur lent í nokkrum útistöðum við bæjarbúana. Hún segist bíða þess í ofvæni að selja hús sitt. Komu sína hefur hún boðað til Leigh-on- Sea f október eða nóvember. Þar leitar hún sér að litlu húsi með rós- um kringum dyrnar og garð þar sem hún og Viktor, eiginmaður hennar og lífvörður, geta ræktað grænmeti og kryddjurtir. - Ætlarðu að koma aftur til ís- lands? „Af hverju ætti ég að koma aftur?" svarar Leoncie, sem ætlar að gleyma íslandi sem fyrst. Leoncie yfirgefur landið með nokkru þjósti. Hún á að baki stormasaman feril á landinu sem hófst með strippi en reis hæst í ný- legum smellum eins og Ást á pöbbn- um. jontrausti@dv.is Farþegar undirbúi sig fyrir vellu Menn eins og Spielberg þurfa að taka nokkur feilspor á ferlinum til þess að virðast ekki ósigranlegir og hans nýjasta mynd lætur hann hrasa hressilega. Ég hef persónulega ekki haft mikið gaman af myndunum frá honum síðustu ár, gerilsneyddar af öllu því sem gæti hreyft við fólki, fjölskylduvænar með eindæmum og leiðinlegar upp til hópa. Hann hefur eiginlega ekki gert almennilega góða mynd síðan Schindler’s List og Sav- ing Private Ryan, sem mér finnst nú ekki geðveik en hann sýndi að hann gat sýnt okkur hryllilega atburði ef hann reyndi. Því miður hefur hann ekki fundið það í sér að gera það aft- ur. Sagan er lauslega byggð á reynslu Merhan Nasseri sem er búinn að vera strandaglópur á Charles De Gaul flugvellinum í 17 ár og virðist ekkert vera á því að fara þaðan. Tom Hanks leikur, á afskaplega ósannfærandi hátt, Viktor Navorski, ferðamann frá Krakozhiu, sem kem- ur til New York rétt eftir að valda- ránstilraun hefur verið gerð í hans landi og allt farið til fjandans. Hann verður því strandaglópur á flugvell- inum og getur hvergi farið því að heimaland hans er ekki lengur til. í stað þess að reyna að gera allt til þess að losna úr prísundinni virðist hann sættast við örlög sín og býr sér til heimili á flugvellinum og kynnist starfsmönnum þar á bæ, þar á með- al lauslætisdrósinni og flugfreyjunni Amilíu sem er með eindæmum óaðlaðandi persóna og flugstöðvar- stjóranum Frank (Tucci) sem af ein- hverri ástæðu er mjög pirraður yfir því að Viktor skuli vera þarna. Það er svolítið fyndið að sjá hvað þessi mynd gerir lítið úr öryggismálum flugvalla í Bandaríkjunum, sérstak- lega í ljósi þess hvernig ástandið er í dag. Viktor getur gengið óáreittur inn á lokuð svæði á hvaða tíma sem er og gert eiginlega hvað sem hann vill. Einnig er aldrei tekist á við það hvað fólk fer í gegnum þegar það er fangelsað svona á takmörkuðu svæði í langan tíma, Viktor virðist bara vera alsæll með gistinguna og bara á einum stað finnst honum hann þurfa að hringja heim til fjöl- skyldu sinnar. Manni finnst eins og það vanti heilmikið inn í söguna til þess að gera persónurnar dýpri og merkilegri en það virðist allt hafa verið klippt úr til þess að gera meiri gaman drama úr henni. Handritið er frekar illa skrifað, grunnar persónur og flestar óaðlað- andi og óspennandi og svo fellur hún í hryllilega væmni undir lokin eins og Spielberg er einum lagið. Tom Hanks er algerlega rangur maður í þetta aðalhlutverk því að hann er orðin svo mikil stjarna að maður kaupir hann ekki sem Austur Evrópu-búa. Hann túlkar hann sem afskaplega heimskan mann bara af því að hann kann ekki ensku en svo The Terminal Sýnd i Sambíóunum og Há- skólabíói. Leikstjóri: Steven /f Spielberg Aðalhlutverk: Tom Hanks, Catherine Zeta l Jones, Stanley Tucci, Diego Luna ★ ★ Ómar fór í bíó breytist hann í einhverja ofurmann- eskju sem lætur ekkert stöðva sig og getur allt. Það er eitthvað við Catherine Zeta Jones sem mér finnst afskap- lega óaðlaðandi í hverju sem hún tekur fyrir og hún nær ekki að breyta minni skoðun í þetta skiptið. Sá eini sem sýnir einhverja takta er Stanley Tucci sem ljáir sinni persónu smá húmor og líf. Tæknilega séð er þessi mynd nán- ast óaðfinnanleg, kvikmyndatakan falleg og sviðsmyndin er stórkostleg og ég trúði því varla að ekkert að myndinni var tekið inn í alvöru flug- velli. En ótrúverðug saga og persónur gera þessa mynd að auðgleymanlegri vellu með h'tið innihald. Ómar öm Hauksson * ■c %

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.