Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Fimmtug fór í heljarstökk Aðfararnótt laugardags- ins barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um aðila á skemmtistað sem hafði misst meðvitund. í ljós kom að þarna var um að ræða fimmtuga konu sem hafði farið heljarstökk á dansgólfinu en við það rekist á borð og fengið skurð á enni. Hún var flutt á slysadeild í sjúkrabifreið. Meiðsli konunnar eru ekki talin alvarleg, Hallgrímur G. Jónsson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Vélstjóra, hætti sökum ald- urs 1. júlí siðastliðinn. Hans bíða inni á bankabók 162 milljónir króna í lífeyri frá bankanum. Dýrt að vera óspenntur Fimmtugur maður á Ak- ureyri á að greiða 15 þús- und krónur fyrir að nota ekki öryggisbelti. Maðurinn var fyrst ákærður fyrir að hafa ekið án beltis en lög- reglumennirnir tveir sem stöðvuðu bílinn báru að hann hefði verið í farþega- sæti. Þrátt fyrir misræmið taldi Freyr Ófeigsson dóm- ari sekt mannsins sannaða með framburði lögreglu- mannanna. í dómnum segir að fyrri refsingar sem maðurinn hafi sætt séu ekki látnar hafa áhrif á refs- inguna nú þar sem brotið sé „frekar smávægilegt. Blindir ræðar- ar á heimleið Tveir blindir kajakræð- arar og tveir sjáandi félagar þeirra hafa nú verið sóttir á vélabáti þar sem þeir hafa róið við Grænlandstrendur undanfarnar vikur. Leið- angurinn sem staðið hefúr frá lokum júlímánaðar varð nokkuð styttri en upphaf- lega var vonast til þar sem aðstæður voru gríðarlega erfiðar. Leiðangursmenn- irnir hafa tekist á við ýmis skakkaföll og á köflum þurft að vinna þrekvirki til að halda för sinni áffarn. Hallgrímur Jönsson, sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Vélstjóra, lét af störfum 1. júlí síðastliðinn. Samkvæmt starfssamningi hans fær hann 162 milljónir króna í ellilífeyri frá bankanum. Milljónimar 162 em til reiðu inni á þar til gerðum reikningi og hefúr Hallgrímur aðgang að þeim. „Það er ekki nokkur skapaður hlutur óeðlilegur við þetta. Þetta er allt saman endurskoðað í bak og fyrir og reiknað út af stærðfræð- ingum. Þetta er í tengslum við samninga sem óteljandi aðilar eru með, alþingismenn, ríkisstjórn og fleiri," segir Hallgrímur, sem telur að ekki beri að upplýsa um slíka samninga. „Þetta er nú svona trúnaðarmál," segirhann, spurður um samninginn. Hallgrímur starfaði hjá Spari- sjóði Vélstjóra og var sparisjóðs- stjóri í 39 ár. Hann segir fullkom- lega eðlilegt að hann, á banka- stjórakjörum, búi að slíkri upphæð í eliilífeyri: „Þetta er mjög eðlilegt. Þeir sem hafa verið að vinna í 42 ár og eru með ákveðin lífeyrisréttindi eru búnir að safna til að lifa mann- sæmandi lffi eftir starfslok. Ungt fólk sem er að spara í dag verður með nákvæmlega sömu stöðu eftir einhver ár,“ segir Hallgrímur. Auk þess að hafa 162 milljónir í lífeyri frá Sparisjóðnum hefur HaÚgrímur 23,5 milljónir í Sam- einaða Lífeyrissjóðnum. Þar að auki undirritaði Hallgrímur starfs- lokasamning við stjórn Sparisjóðs- ins. Samkvæmt heimildum DV fel- ur samningurinn í sér full laun fram að 65 ára aldri. Hallgrímur var með rúma milljón á mánuði. Hann vill hins vegar ekki staðfesta hvernig samningnum er háttað. Jón Þorsteinn Jónsson, núver- andi stjórnarformaður Sparisjóðs- ins, segir ekkert óeðlilegt við 162 milljóna ellilífeyrinn. „Svona semja bankarnir. Alveg sama hvað maðurinn heitir eða hvar hann vinnur,'1 segir Jón sem telur starfslokasamning Hallgríms smáan í sniðum. „Starfslokasamn- ingurinn er brotabrot af því sem menn hafa séð hjá mönnum sem hafa verið að hætta," segir stjóm- arformaðurinn. Hallgrímur kveðst sáttur við starfslok sín: „Mér finnst stjórnin gera vel við mig og allt það, og ég er út af fyrir sig mjög ánægður með allt í tengslum við starfslok mín. Ég held að þetta sé engin ofrausn, en þetta em auðvitað mjög góð kjör." jontrausti@dv.is „Þetta er nú svona trúnaðarmál SS5SSK3Ö* S°™ "Lnnarra bankastjóra. Hann v,ll Hannes í rektorinn! Svarthöfði hlakkar til þegar Páll Skúlason hættir sem háskólarektor næsta vor. Svarthöfði verður að segja það eins og er: honum hefur alltaf leiðst Páll þessi og allar hans pæling- ar. Páll hefur bersýnilega ímyndað sér að rétta leiðin til að stýra Háskóla ís- lands í nútímasamfélagi væri að vera nógu íhugull á svipinn, gáfulegur til augnanna og þar á ofan með skegg. En miðað við nútíma stjórnunarhætti eins og þeir tíðkast í landi Davíðs, þá finnst Svarthöfða það þunnur þrett- ándi. Það hefur vantað alveg fjörið kringum Pál, allan hasarinn, og fyrir nú utan það að Páll hefur alls ekki ver- '4 Svarthöfði ið nógu duglegur við að leiða til önd- vegis í háskólanum réttar skoðanir. Svarthöfði hefur pælarann Pál meira að segja grunaðan um að vera kannski þeirrar skoðunar að ekki séu til „réttar" skoðanir. Allir hlutir eigi sér tvær eða fleiri hlið- ar og hver þeirra hafi sér til ágæt- is nokkuð og svoleiðis kjaftæði. Þetta gengur náttúrlega ekki. Auðvitað em til „réttar" skoðanir. Og það vlll svo til að einmitt inn- an háskólans er að minnsta kosti Hvernig hefur þú það' Björgvin Halldórsson tónlistarmaður: „Ég hefþað mjög fínt, þakka þér fyrir. Ég sit við tölvuna heima og er að ganga frá helstu upplýsingum sem þurfa að koma fram á umslagi nýju Brimklóarplötunnar sem kemur út í október". einn maður sem hefur allar réttu skoðanimar á öllum. Svarthöfði á að sjálfsögðu við Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor. Það er nátt- úrulega dæmigert að einmitt sá mað- ur hefur verið lagður í einelti af félög- _ um sínum innan háskól- ans og mátt sæta isvívirðileg- um árás- |um, akkúrat fyrir Iþessar réttu skoð- anir sínar. Það er enn einn ljóður- f“inn á ráði Páls Skúlasonar að hann hefur leyft peðum eins og Helgu Kress að vaða uppi og ekki bara út- breiða rangar Iskoðanir á öllu fmögulegu Iheldur líka ráð- ast á handhafa réttu skoðanarma. (Fyrir nú utan að Helga Kress hefur neytt heila kynslóð ungmenna við há- skólann til að lesa Juliu Kristevu sem ætti náttúrlega að vera refsivert í sjálfú sér.) En nú er sem sagt tækifæri fyrir há- skólann að reka af sér slyðruorðið. Eða réttara sagt fyrir aðra að reka af háskólanum þetta slyðruorð, því Svarthöfði hefur enga trú á að hann muni gera það sjálfur. Nú þegar Páll hættir þurfa Bjöm dómsmálaráðherra og Þorgerður Katrín menntamálaráð- herra að taka saman höndum, breyta lögum um að háskólamenn kjósi sjálf- ir rektor (þau lög em líka hvort sem er „böm síns tíma") og skipa svo Hannes Hólmstein beint í stöðuna. Þá mun renna upp betri tíð í vís- indasamfélagi háskólans og að minnsta kosti þurfum við ekki að þola lengur háskólarektor með skegg. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.