Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2004, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2004 Sport DV Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer á skrið í dag. Að venju munu þrjátíu og tvö lið gera atlögu að titlinum og þar má sjá nokkrar skemmtilegar viðureignir strax í fyrstu umferð. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer í gang í dag en þar munu þrjátíu og tvö lið heyja harða baráttu um að komast upp úr riðlakeppninni. í fyrstu umferð gefur að líta nokkrar skemmtilegar viðureignir sem erfitt verður að spá fyrir um hvernig muni fara. Þar ber einna hæst viðureign Arsenal og PSV Eindhoven. Það efast ekki nokkur maður um styrk Arsenal heimafyrir en þar hafa lærisveinar knattspyrnu- stjórans Arsene Wenger farið hamförum. Liðinu hefur aldrei tekist að komast gegnum fjórð- ungsúrslitin í Meistaradeildinni en Patrick Vieira er sannfærður um að sitt lið sé loks búið að ná því sjálfstrausti sem til þarf og verði tilbúið í slaginn gegn PSV Eind- hoven í kvöld. „Þráin og gæðin eru til staðar hjá okkur. Við erum alveg nógu góðir. Nú þurfum bara að sýna hversu mikið við viljum ná upprunalegu markmiði" sagði Vieira. Arsenal hækkar met sitt með hverjum sigrinum en liðið hefur nú leikið 45 deildarleiki án taps og fátt sem virðist getað stöðvað siglingu þess. Vieira segir það ekki skipta sína menn neinu máli. „Þó að byrjunin sé góð þá er lang- ur vegur framundan. Það er mikil- vægur leikur framundan og við erum fullir sjálfstrausts varðandi spilamennsku okkar en við verð- um að byrja vel heima. Stemning- in meðal leikmanna liðsins er góð,“ sagði Vieira. Ekki er ljóst hvernig uppstill- ing liðsins verður en þó er vitað að Sol Campbell verður ekki með vegna hæl-meiðsla og mun Arsene Wenger gera einhverjar breytingar sökum þess. Nær Leverkusen að hefna sín? Þýska liðið Bayer Leverkusen er staðráðið í að hefna ófaranna síðan í úrslitaleik Meistaradeild- arinnar 2002 þegar liðið beið lægri hlut fyrir Real Madrid, 2-1. Nokkuð slen hefur einkennt leik Leverkusen-liðsins undanfarið en liðið tapaði fyrir FSV Mainze á síðustu helgi, 2-0. Þá sást langar leiðir að leikmenn Leverkusen voru með hugann við allt annað en leikinn. „Þeir voru greinilega farnir að hugsa um leikinn gegn Real Madrid og það var einmitt það sem ég kveið fyrir“ sagði Klaus Augenthaler, þjálfari Bayern Leverkusen. Fátt sem stöðvar Chelsea? Lið Chelsea er á hörkusiglingu um þessar mundir og er í öðru sæti ensku deildarinnar með fjóra sigra og eitt jafntefli. Chelsea- menn munu gera sér ferð til Frakklands og leika við Paris St. Germain á útivelli. Stefnan er tek- in á að byrja sterkt í riðlakeppn- inni en leikmenn PSG eru þó ein- beittir fyrir leikinn. „Bæði lið eru á mikilli siglingu en eiga samt eft- ir að ná fullum styrk. Við viljum sjá árangur gegn Chelsea-liðinu" sagði Vahid, þjálfari hinna frönsku PSG. Manchestermenn slappir Manchester United hefur ekki riðið feitum hesti það sem af er tímabils í ensku deildinni og hefur aðeins uppskorið einn sigur úr fyrstu fimm leikjum haustsins. United vermir tíunda sæti deild- arinnar og þarf augljóslega að rífa sig upp á afturendanum. Liðið á erfitt verkefni fyrir höndum og mætir Olympique Lyon á útivelli. Lyon er taplaust í frönsku deild- inni og fer fullt sjálfstrausts í viðureignina við Manchester. „Það að við erum taplausir er gríðarlega mikilvægur hlekkur í sjálfstrausti okkar í leiknum gegn Manchester United" sagði Jean- Michel Aulas, forstjóri Olymp- ique Lyon. Móttaka fyrir Larsson? Búast má við mikilli stemn- ingu á Parkheadleikvanginum í Glasgow þegar fyrrum leikmað- ur Celtic, Svíinn Henrik Larsson, mætir með Barcelona í heim- sókn. Verður þetta í fyrsta sinn sem Larsson leikur í annarri treyju á leikvanginum en Martin O’NeiIl, knattspyrnustjóri skoska liðsins, var ekki í vafa um að Sví- inn fengi hlýjar móttökur frá sín- um gömlu stuðningsmönnum. „Hann gerði góða hluti fyrir fé- lagið og fólk mun rísa úr sætum og klappa fyrir kappanum" sagði O’Neill. „Ég vil þó ekki að hann fái klapp í hvert sinn sem hann fær boltann". Aðrar viðureignir Valencia fær Anderlecht í heimsókn, Werder Bremen gerir sér ferð til Milan og mætir Inter. Ajax tekur á móti Juventus og Porto, sem varð Evrópumeistari Meistaraliða í fyrra þegar liðið vann Monaco, tekur á móti CSKA Moskvu. Þá mætir AC Milan Shakhtar Donetsk en Milan á 6 Evrópubik- ara í pokahorninu. Þá mætir Maccabi Tel Aviv þýska liðinu Bayern Munchen á heimavelli. sXe@dvJs „Þráin og gæðin eru til staðar hjá okkur. Við erum alveg nógu góðir. Nú þurfum bara að sýna hversu mikið við viljum ná upprunalegu markmiði"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.